Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987, 55 . mm . i p Austanvert við Húnaflóa Þar eru víða nokkuð góð berjalönd á svæðinu frá Blönduósi og út á Skaga- strönd. Ólafsfjörður - Árskógsströnd Þar og víðar við Eyjafjörð eru mjög eftirsótt berjalönd. Einkum er þar mikið af krækiberjum. Barðastrandarsýsla Þar eru góð berjalönd með öllum tegundum af berjum. Einkum er þó mikið af aðalbláberjum. Kelduhverfi - Öxarfjörður Mjög eftirsótt berjalönd eru þar og einnig út að Leirhöfn. Innanvert ísafjarðardjúp Þar eru góð berjalönd og fjölbreytt. Suður-Þingeyjarsýsla Þar eru berjalönd við Skjálfandafljót og í austurhlíðum Aðaldals. Utanvert Snæfellsnes Á þeim slóðum er víða gott berja- land. Einkum er mikið af krækiberj- um. Heiðmörk og nágrenni Þar er víða nokkuð gott krækiberjaland og mikið notað. Því vilja berin klárast fljótt jafnvel þótt spretta sé góð eins og nú er. j." piillPÍ i Épl | mm i.viÉrt-.rth>Éi Austfirðir Í flestum fjarðarbotnum á Austur- landi eru góð berjalönd þar sem fá má bæði aðalbláber og krækiber. Á undanf iiyr ornum en onnur og ESflSll Húsafell og nágrenni Ágæt berjalönd og fjölbreytt. i m i ■ 'i'i ■• 'i ■: :■ Jón O. Edwald og krækiberj alíkj örinn Hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur um árabil verið til sölu líkjör sem gerður er úr kræki- berjum. Er það eitt af fáum dæmum þess að ber hafi verið notuð til iðn- aðarframleiðslu hér á landi. Mjöður þessi hefur ekki verið fram- leiddur þar um árabil en samt er enn eftir nokkuð af birgðunum. Hugmyndina að líkjörnum átti Jón 0. Edwald, sem um árabil hef- ur unnið að framleiðslu áfengis hjá ÁTVR. Fleiri þekkja hann þó sem þýðanda náttúrulífsþátta hjá sjón- varpinu. Uppskriftin að líkjörnum varð til í hugskoti Jóns og er að sjálfsögðu algert leyndarmál. Þegar DV ræddi við Jón var hann þó á því að hver sem er gæti náð ágætum árangri við að laga þennan mjöð í heima- húsum. Salan á krækiberjalíkjörnum hefur verið afar dræm hin síðari ár og eru þær birgðir sem nú eru til sölu frá vetrinum 1971 til 1972. Eftir það hefur engu verið bætt við birgðirnar. Fyrst voru gerðar tvær litlar lagnir laust fyrir 1970 og þóttu tak- ast vel því þær seldust upp. Þá var ráðist i að auka framleiðsluna til muna veturinn 1971-1972. Þá um haustið var berjaspretta góð og framboð á berjum mikið. Jón sýndi DV-mönnum birgðirn- ar og taldi að ekki væri annað að sjá en að líkjörinn bæri aldurinn vel. „Ég sé ekki betur en að hann sé enn tær og fallegur og botnfall er ekkert,“ sagði Jón þegar hann dró eina rykfallna flösku fram úr rekka. „Það eina sem ég er ósáttur við er miðinn á flöskunni. Hann er íjarri því að vera glæsilegur og lyngið sem þar á að vera er líkara beitilyngi en krækiberjalyngi.“ Jón sagði að í líkjörinn hefði ver- ið notuð hrá saft en ekki soðin. „Eg sé ekki betur en að hann sé enn tær og tailegur." Jón O. Edwald skoðar eina af flöskunum sem tappað var á árið 1972. DV-mynd GVA Með því móti héldi krækiberja- bragðið sér betur og mjöðurinn fær ekki „grautarbragðið“ sem fylgir venjulegri berjasaft. En hlutföllin í likjörnum eru leyndarmál ef frá er talið að hann inniheldur 35% vínanda. „Blandan hefur ef til vill verið fullsterk," sagði Jón. „Ég er ekki frá því að 25% vínandi hefði gert hann ljúffengari." Vinsældir líkjörsins hafa ráðist nokkuð af því að ekki er leyfilegt að auglýsa áfengi hér á landi. Jón taldi þó að allmargir vissu um að hann væri til. „Hingað komu eitt sinn bændur í heimsókn og þeir báðu sérstaklega um að fá að smakka þessa tegund,“ sagði Jón. „Þeir eiga líka hagsmuna að gæta því krækiber eru víða hlunnindi. Það kemur enn fyrir að okkur eru boðin krækiber en það stendur ekki til að framleiða meira og því er ekkert keypt af berjum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.