Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 17
• MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. 17 Mamma, geta fóstrnr keypt banka? „Nei,“ myndi móðirin væntan- lega svara bami sínu og halda áfram „en það sem verra er, þær geta ekki einu sinni lifað af laun- unum sínum.“ Smjör af hverju strái Það er undarleg forgangsröð verkefna sem blasir við lands- mönnum þessa dagana, einna líkast því að ráðamenn séu ekki með réttu ráði. í Reykjavík er opnuð verslunar- höll af svo vandaðri gerð og með slíkum glæsibrag að erlendir ráð- gjafhr og ferðamenn mega ekki orða bindast en undrast það opin- skátt hvernig svo stór og ríkulega búin verslunarmiðstöð geti risið og þrifist með svo fámennri þjóð. Fáir ef nokkur þeirra segist hafa séð svo fagurt og tilkomumikið hús meðal stórþjóðanna og undrast bolmagn Islendinga að standa undir fram- kvæmdinni. Flugstöð úr böndum Rétt fyrir kosningar í vor var opnuð ný flugstöð á Keflavíkur- flugvelli. Hún var byggð að hluta fyrir bandarískt fé en íslendingar greiddu sinn hluta. Styr hafði staðið um nauðsyn nýrrar flug- stöðvar, sem byggð væri með þessum hætti, en ráðamönnum fannst brýnt að snyrta til í heim- reiðinni og nýta í leiðinni vilja Bandaríkjamanna til að bera hluta kostnaðarins. Það var engin tilviljun að flug- stöðin var opnuð rétt fyrir kosning- ar þótt hún væri ekki fullgerð. Þar var unnið dag og nótt og verki hraðað eftir föngum svo að kjós- endur mættu sjá hve vel ráðamönn- um hefði tekist til og hve mjög þeir verðskulduðu að halda umboði sínu áfram. Nú kemur á daginn að kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar treystir samstarfi núverandi stjómarflokka best fyrir þjóðmálun- um. Þessi niðurstaða sýnir best að stjórnin hefur verk að vinna og má ekkert hika í iðukastinu þótt fljóti um bógana. Uppákomur eins og Utvegsbankamálið breyta engu þar um. Auðvitað þarf að leysa það mál þannig að sem flestum líki vel en ríkisstjómin á ekki að bregðast trausti þjóðarinnar um heildarverk- efhið. Almennt gott ástand Þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti verður heldur ekki sagt annað en að ástandið yfirleitt sé gott. Miklar útflutningstekjur og methagvöxtur síðustu ára skapa aðstæður hér á landi sem hljóta að auðvelda hag- stjóm. Þannig spáir Þjóðhagsstofh- un okkur landstekjum upp á um 21,5 þúsund dollara á mann sem er með því hæsta í veröldinni. íslend- ingar em sem sagt rík þjóð núna, tekjulega séð. Lágir alþjóðavextir, lágtolíu- verð Ekkert sérstakt úti í heimi skyggir vemlega á þennan hagvöxt í fram- tíðinni. Þvert á móti em alþjóða- vextir núna með lægsta móti. Talið er að raunvextir í Bandarikjunum séu um 2,7 af hundraði og hafa þeir ekki verið svo lágir siðan snemma árs 1981. Þá er talið loku fyrir það skotið að olíuframleiðsluríkjum haldist uppi til lengdar að draga svo mjög úr framleiðslunni sem raun var á og kom verði á olíutunnunni upp í 20 dollara. Þvert á móti er bent á að helstu olíuframleiðsluþjóðunum eins og Saudi Arabíu takist alls ekki að helminga framleiðslu sína til lengdar af einberum afleiðingum á eigin hagvöxt. Þar sem vömskiptajöfhuður ís- KjáUaiinn Guðrún Agnarsdóttir þingkona Kvennalistans vegna flugstöðvarinnar, einkum síðari áfanga hennar, hefur farið svo úr böndum að ótrúlegt má telj- ast. Samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem virð- ist nokkuð brugðið, hefur bygging- arnefnd flugstöðvarinnar óskað eftir tæpum einum milljarði króna í aukafjárveitingu síðan i apríl sl„ en allur þessi aukakostnaður er borinn af íslendingum. Opinberunarbók Útvegs- bankans Fleiri skuldir hafa vaxið yfir sum- KjaUariim Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur lendinga er hagstæður um fjóra og hálfan milljarð en viðskiptajöfhuð- urinn óhagstæður um næstum 1,5 vegna 5,8 milljarða vaxtabyrðar þjóðarbúsins, þá er greinilegt að lækkandi alþjóðavextir em bú- hnykkur fyrir okkur. Ekki þarf að fjölyrða um olíuverðið, þar sem það hefur svo mjög mikil áhrif á útgerð- arkostnaðinn. Minni þorskgengd Á móti þessu kemur spá fiskifræð- artímann og voru skuldir Utvegs- bankans komnar upp í a.m.k. einn milljarð króna á haustdögum, sem líka varð undrunarefni fjármála- ráðherra. Eitt helsta viðfangsefni fjölmiðla undanfarnar vikur hefur einmitt verið kaup og sala á Út- vegsbankanum og sú framhalds- saga hefur verið líkt og flett væri i opinberunarbók. Þar koma söguhetjurnar sannar- lega til dyranna eins og þær eru klæddar og villa hvergi á sér heim- ildir. Launafólk landsins hefur setið kvöld eftir kvöld og horft á fulltrúa samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins og full- trúa útgerðarmanna og Sjálfstæð- isflokksins keppast um að bjóða hundruð milljóna króna til að kaupa hlut ríkisins i Útvegsbank- anum eins og þeir væru að spila Matador og virðist hvergi skorta greiðslugetu. Mesópótamía og arfur launafólks Á meðan launafólk horfir á ráða- menn ráðstafa fjármagni á þennan hátt hlustar það á raddir þeirra sem segja að ekkert svigrúm sé til launahækkana, því miður. Þó eru lágmarkslaunin aðeins um 28.000 kr. á mánuði og allir vita að af þvi lifir enginn. inganna um minni þorskgengd og svo ýmis sefasýkiseinkenni á mörk- uðum okkar fyrir fiskafurðir, eins og ormamálið í Þýskalandi, sem þó kom okkur ekki beint við, og mögu- leg herferð æsingamanna á Banda- ríkjamarkaði gegn fiskafurðum okkar vegna hvalamálsins. Þá er ennþá dökkt yfir stóriðjumörkuðun- um þótt ástandið sé eitthvað að batna og ekki mun lækkandi orku- verð á heimsmarkaði gera raforkuna okkar seljanlegri. Rafmagn til Eyja Gleðilegar fréttir bárust af raf- orkumarkaðinum þegar boð kom frá Vestmannaeyjum um sölu á um 60 gígavattstundum á ári til Eyja af ótryggðu rafmagni þótt slæmt sé að kólni í hraunhitaveitunni. Lands- virkjun á að sjálfsögðu að taka þessu boði hið fyrsta, enda nóg til af raf- magni í landinu og styttist óðum í að Blanda fari í gagnið án nokkurs stórs orkukaupanda i sjónmáli. Auk þess eru engir betur komnir að raf- magninu en sjómannafjölskyldumar í landinu og fiskverkunarfólkið sem eru óumdeildur grundvöllur að góð- ærinu. Endanlega lendir á þeim hvort sem er að borga þá óhag- kvæmni sem átt hefur sér stað í orkugeiranum á íslandi. Þá þarf auðvitað almennt að taka raforku- taxtana til athugunar í landinu og Þetta máttu kvennalistakonur líka heyra í stjórnarmyndunarvið- ræðunum, að engin tök væru á því að hækka laun þeirra lægst laun- uðu. Það væri reyndar ógerlegt án þess að skriða hinna betur launuðu fylgdi eftir, þannig að lögmál launastigans raskaðist ekki. Fyrir því sæi mannleg náttúra og hún ætti rætur að rekja a.m.k. aftur til daga Mesópóamíu, sögðu langm- innugir hagfræðispekingar. Hagfræðilögmál og framtíö barnanna Samt er það nú svo skrítið, hvað sem öllum hagfræðilögmálum líð- ur, að þessi forgangsröðun í skipt- ingu fjármagns stríðir gegn og misbýður réttlætiskennd fjarska- lega margra. Þeim fer líka fjölgandi sem gera sér grein fyrir því að sú þjóð á sér vafasama framtíð sem elur börn sín upp á vergangi. Augu manna eru smám saman að opnast fyrir því að það er víta- vert að vanrækja umönnun og menntun barna og slíkt hirðuleysi oft trauðlega bætt síðar. Þess vegna er það flestum hugs- andi mönnum óþolandi ástand að dagvistarheimili og grunnskólar skuli ekki starfhæf vegna skorts á starfsfólki. Stjórnhæfni karla, hlutskipti kvenna Þau lágu laun, sem fylgt hafa þessum störfum um árabil, hafa gert þau minna eftirsóknarverð en önnur og margföld vonbrigði yfir viðbrögðum vinnuveitenda og stjórnvalda hafa rekið fólk á flótta úr þessum störfum. Það fólk sem þannig flýr störf sín vegna skorts á viðurkenningu á mikilvægi starfa sinna og einfaldlega vegna þess að það getur ekki séð sér farborða á svo lágum launum, er fyrst og reyna að hvetja til aukinnar al- mennrar notkunar sem og notkunar til innlends iðnaðar, þar sem allt bendir til að treysta verði á innan- landsmarkaðinn einan í raforkusöl- unni. Hitamyndun í ofurleiðni er ennþá óyfirstíganlegt vandamál. Hin sívaxandi ferðamannaþjón- usta styður einnig við hagvöxt í landinu og ýmsar iðngreinar standa vel að vígi hér á landi og lofa góðu um útflutningstekjur hjá mörgum þeirra. Vantar fólk Atvinnustig er gott í landinu og reyndar svo gott að menn eru famir að óttast óheftan innflutning erlends vinnuafls. Greinilega er þörf fyrir fleiri hendur og í þessari stöðu ætti ríkisstjómin sérstaklega að gera eitthvað fyrir bamafólkið þar sem landið þolir ekki aðeins fjölgun held- ur sárvantar fólk á mörgum sviðum. Bönd á verðbólguna Eina vemlega áhyggjuefhið í al- mennri hagstjóm er verðbólgan og auðvitað er sá vandi ærinn. Niður- stöður skoðanakönnunar á traust fólks á þessu ríkisstjómarsamstarfi hvað þetta varðar, bendir þó ein- dregið til að þjóðin hafi fyrirgefið gömlu ríkisstjórnarflokkunum verð- bólguna se'm stafaði af stefriuleysi þeirra í almennri efriahagsstjóm fyr- ir kosningamar - treystir þeim ásamt Alþýðuflokknum til að sjá fram úr þessum vanda. Fjármálaráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur með samþykki ríkisstjómarinnar gert ráðstafanir til þess að hamla gegn þenslu í þjóð- félaginu og sérstaklega þó koma í veg fyrir það að ríkisvaldið bókstaf- lega styðji við verðbólguna með því í einu mesta góðæri sögunnar að reka ríkissjóð með halla. Alls staðar blasir við eftirspumarþenslan í þjóð- félaginu. Verðbólgan er ekkert annað en sótthitamerki hagkerfis- ins, vegna þess að það stenst ekki þessa eftirspum. Fjárlagahallinn þensluvaldur Auðvitað á ríkisvaldið þá ekki að auka vandann með því að stofiia til verkefna sem það á ekki fyrir. Slíkt kallar einfaldlega á slátt i Seðla- fremst konur. Þær launahækkanir, sem síðast komu til sögunnar, duga skammt til að bæta úr þróun sem þegar var hafin. Það þarf stærri skref og lengri tíma til að leiðrétta þá alvar- legu vanrækslu sem stjórnvöld hafa þegar gert sig sek um í dag- vistar- og skólamálum. Konum þykir óþolandi að vera stöðugt vanmetnar og þær þola ekki lengur að horfa upp á fyrir- hyggjuleysi og skort á stjórnhæfni ráðamanna sem láta málefni barna reka á reiðanum en velta milljörð- um króna í óráðsíu og prjál. Slíkir ráðamenn eru óhæfir til að stjórna. Hver á þetta land? Vituð þér enn eða hvat? Sú var tíðin að metnaðargjarn jafnaðarmaður lagði land undir fót með eina spurningu í veganesti. Hann vildi vita hver ætti það land er hann gekk á. Engin fékk hann svör sem dugðu því hann hélt áfram að spyrja. Nú hefur vegur hans aukist á veraldarvísu og hann farinn að selja þann banka sem eitt sinn var íslandsbanki og sér til aðstoðar valið mann með þekkingu á lög- máli tekjuskiptingar langt aftur í aldir. Þegar nú þessi jafnaðarmaður fær sér vígslukaffi í verslunarhöll- inni, lítur á flugstöðvarreikning- ana eða heyrir bankakaupendur hrista pyngjur sínar þá heyrist hann ekki lengur spyrja: Hver á ísland? Enginn veit hvort hann hefur enn litið á launaseðla kennara, fóstra og fóstruliða og spurt: Hver á þetta land? Hefur forvitni hans sefast eða hefur hann kannski þegar fengið svar? Guðrún Agnarsdóttir banka sem er beinn þensluvaldur og endar með gengisfellingu, eða er- lendar lántökur, sem eru líka beinn þensluvaldur. Reyndar segja sumir að nú eigi ríkið að hamla á móti og mynda sjóði til mögru áranna. Slíkt er þó viss óskhyggja, þar sem líklega tekur bara um þrjú ár núna að koma reiðu á hjá ríkinu, en ávöxtur efiia- hagsbatans lendir hjá fjölskyldunum og fyrirtækjunum til ftjálsrar með- ferðar. Ríkið verður að stefna á það að vera að minnsta kosti hlutlaust í svona góðæri, annars fer arðsemin og batinn á skjön í verðbólgu. Þjóð- in treystir núverandi ríkisstjómar- samstarfi einmitt til þess að slíkt gerist ekki og erlendir fjármagnseig- endur séu ekki leiddir til hásætis í íslenskum efhahagsmálum í miðju góðærinu. Stöndum vörð um velferðar- þjóðfélagið Nú verða menn aldrei á eitt sáttir um leiðir til þess að jafha hallann. Bent hefur verið á að samneysla okkar sé orðin með þvi minnsta í veröldinni hjá hátekjuþjóðum og ætlum við að teljast til velferðar- þjóðfélags gangi ekki að skera öllu meira niður þjónustverkefni ríkisins. Þrátt fyrir verðbólguna megun við ekki gleyma ætlunarverki okkar sem viti borin þjóð og skyldum okkar sem velferðarþjóðfélags. Minna má líka á tæplega 22 þúsund dollara lands- tekjumar. Við erum rík og hlaup- umst ekki undan skyldum okkar. Þeir borga sem eyða Þetta þýðir þó tekjuöflun fyrir rík- ið og hefur mjög verið horft til virðisaukaskattsins til þess að leysa þessi mál. Margir spyija af hverju þessi skattur verði ekki settur á um næstu áramót, en slíkt var auðvitað óframkvæmanlegt á sama tíma og byijað var á staðgreiðslukerfinu. Ríkisvaldið, skattstofumar, sýslu- embættin og tollstjóri höfðu einfald- lega ekki þann mannafla sem þurfti til þess að gera þetta allt í einu. Virðisaukaskatturinn tekur til eyðslu fólks og þeir borga einfald- lega sem eyða peningunum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Traust stióm „Greinilega er þörf fyrir fleiri hendur í landinu og í þessari stöðu ætti ríkis- stjórnin sérstaklega að gera eitthvað fyrir harnafólkið, þar sem landið þolir ekki aðeins fjölgun heldur sárvantar fólk á mörgum sviðum.“ „Konum þykir óþolandi að vera stöðugt vanmetnar og þær þola ekki lengur að horfa upp á fyrirhyggjuleysi og skort á stjórnhæfni ráðamanna sem láta málefni barna reka á reiðanum en velta milljörð- um króna í óráðsíu og prjál. Slíkir ráðamenn eru óhæfir til að stjórna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.