Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1987, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1987. Jarðarfaiir í Vigfús Brynjólfsson lést 31. ágúst sl. Hann var fæddur í Ytri-Galtarvík í Skilmannahreppi. Foreldrar hans voru Guðlaug Jónsdóttir og Brynj- ólfur Teitsson. Vigfús kvæntist Sigríði Þórðardóttur og eignuðust þau þrjú börn og bjuggu í Borgar- firði til ársins 1955 en þá flutti hann til Reykjavíkur. Upp frá því vann hann sem verkamaður. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Guðmundur Tómasson trésmíða- meistari, Tungubakka 32, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 1. sept. sl., verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 8. september kl. 13.30. Kornelíus Hannesson bifvélavirki, Hæðargarði 8, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 8. september kl. 13.30. Kristján Jónsson húsasmíðameist- ari, Höfðahlíð 17, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. september kl. 13.30. Guðríður Sigjónsdóttir, Hrafn- hólum 6, Reykjavík, er lést í Landa- kotsspítala 31. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 8. september kl. 15. Þórður Ö. Jóhannsson kennari, Þórsmörk 1, Hveragerði, sem lést aðfaranótt 31. ágúst, verður jarð- sunginn frá Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 10. september kl. 14. Stefán Björnsson, Víðihvammi 13, Kópavogi, sem lést 1. september sl, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 8. september kl. 15. Útför Klöru Hallgrímsdóttur, Frostaskjóli 9, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 7. sept- ember, kl. 13.30. Útför Ingólfs Ómars Þorsteins- sonar, Móabarði 2b, Hafnarfirði, sem lést 29. ágúst sl., fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag 7. sept- ember kl. 15. Spakmælið__________________________________ Enginn lýsir eigin lyndiseinkunn betur en með því hvern- ig hann lýsir öðrum. Richter Nýjung frá Vöku - Helgafelli: Nýjar Reikningsbækur handa börnum - bæði ætlaðar heimilum og skólum ' Hjá Vöku Helgafelli eru komnar út tvær nýstárlegar æfmgabækur í reikningi handa byrjendum og eru þær hinar fyrstu í bókaflokki sem hlotið hefur nafnið Reiknaðu með mér. I frétt frá útgefanda segir að þessar bækur muni koma til móts við óskir fjöl- margra foreldra og kennara því efni af þessu tagi hafí ekki fengist hér á landi um skeið. Foreldrar hafa stundum kvartað yfir því að þeir eigi í erfiðleikum með að aðstoða börn sín við skólanámið því þeir hafi ekki í höndum aðgengileg hjápargögn. Einnig hafa heyrst raddir úr hópi kennara um að þörf væri á auknu framboði námsgngna, jafnt í stærðfræði sem öðrum greinum. Bókaflokknum Reiknaðu með mér er ætlað að svara þörfum beggja aðila því bækurnar eru bæði hugsaðar til notkunar á heimilum og í skólum. í fyrri æfingabókinni vinna börnin með tölumar 1 10, læra að telja og vinna með einföld samlagningardæmi. Börnin eiga bæði að lita í bókina og skrifa með blýanti. 1 seinni bókinni er haldið áfram á svip- LUKKUDAGAR 7. sept. 37879 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800. Vinningshafar hringi í síma 91-82580. aðan hátt en unnið með tölurnar 1-100 og einföld samlagningar- og frádráttar- dæmi. Báðar bækurnar em settar fram á ein- faldan og auðskilin hátt þannig að börnin geta unnið sjálfstætt að lausn verkefna og reikningsdæma eftir fyrstu tilsögn for- eldra eða kennara. Bækurnar eru prentaðar í tveimur litum og með tilliti til ungra notenda hefur sér- stök áhersla veríð lögð á vandaðan frágang, m.a. með plasthúðun á litprent- aðri kápu, sterkri vírheftingu og vönduð- um pappír. Bækurnar em hvor um sig 72 bls. og kosta 486 krónur. Prentsmiðjan Steinmark í Hafnarfirði annaðist prentvinnslu bókanna sem fást í flestum bókaverslunum landsins Hvalveiðimálið: Fram komin viðbrögð af hálfu banda- riskra yfírvalda - segir Helgi Ágústsson „Ég get ekki neitað því að fram eru komin ákveðin viðbrögð af hálfu bandarískra stjómvalda en á þessu stigi málsins get ég ekki látið það uppi hver þau viðbrögð eru nákvæm- lega,“ sagði Helgi Ágústsson í utanrík- isráðuneytinu þegar blaðamaður DV grennslaðist fyrir um afstöðu Banda- ríkjastjómar við hvalveiðum Islend- inga sem eiga að hefjast nú í vikunni. Ámi Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagðist hins vegar ekki hafa neinar nýjar fréttir að færa af hvalveiðideilunni. „Ég þori engu að spá um viðbrögð bandarískra yfirvalda," sagði Ámi við blaðamann DV í morgun. KGK í gærkvöldi Áslaug Ingibjörg Kristjánsdöttir bankamær: Lítið um dýralífsmyndir Ég heyrði lítið í útvarpi um helg- ina þar sem ég var lítið heima við. Ég heyrði þó þamaútvarp rásar 2 á laugardagsmorgun og messu á sunnudagsmorgun. Hinar stöðvam- ar em keimlíkar, það er helst að maður hlusti á þær þegar maður er að ryksuga á laugardögum. Mér fannst sjónvarpið ágætt nema Derrick, hann er farinn að þreytast svolítið, einnig finnst mér of lítið um dýralífsmyndir. Það var gaman að sjá Fyrirmyndarföður að nýju og listaverkaþátturinn í gærkvöldi var góður, en stuttur. Á laugardaginn vom tvær bíó- myndir og horfði ég á þá fyrri sem Áslaug Ingibjörg Kristjánsdóttir. var góð. Ég var orðin of syfjuð til að horfa á þá síðari þannig að ég slökkti. Mér sýnist að þegar sjón- varpið er með tvær bíómyndir sé það fulloft sem önnur er slök. Bamaefni finnst mér af skomum skammti í sjónvarpi. Það litla sem er, er ekki á góðum tíma, en það byrjar klukkan hálfsjö og er ekki alltaf búið klukkan sjö en þá held ég að flest fólk borði kvöldmat. Ég er ekki með afruglara og líður ekkert illa út af því. Ég hef þó séð eitthvað af því efni sem að Stöð 2 sendir út ótruflað og finnst það á- gætt. Davíð Oddsson klippir á borðann, sem strengdur var yfir Laugaveg við Frakkastig, að viðstöddu fjölmenni í blíðskapar- verði. Ekki er þess að vænta að fleiri slíkir borðar verðir strengdir yfir Laugaveginn alveg á næstunni. Opnun Laugavegarins: Heíldarkostnaður 24 milljónir króna Sá hluti Laugavegarins, sem hefur verið í endurbyggingu í sumar, var formlega opnaður á laugardag með tilheyrandi viðhöfn og að viðstöddu miklu fjölmenni. Skrúðganga var farin frá Hlemmi og gekk niður að mótum Laugavegar og Frakkastígs þar sem Davíð Oddsson borgarstjóri klippti á borðann sem strengdur var yfir Lauga- veginn við Frakkastíg. Einnig vom formlega tekin í notkun ný bílastæði á Faxaskálasvæðinu sem rúma 370 bíla. Samtökin Gamli miðbærinn notuðu tækifærið til að kynna þjónustu sína en yfir 800 aðilar em með ýmiskonar þjónustustarfsemi í miðbænum. En hver er heildarkostnaður þessara framkvæmda og hvert er ffamhaldið? DV leitaði svara hjá Inga Ú. Magnús- son gatnamálstjóra. „Heildarkostnað- ur við þessar framkvæmdir í sumar er 24 milljónir króna sem greiddar em af borginni. Það eina sem kaupmenn við Laugaveginn leggja til em hitun á gangstéttum hver fyrir framan sitt fyrirtæki." Um framhaldið sagði Ingi að þeir væm búnir að fá nóg í bili og hann vænti þess ekki að það yrði meira um slíkar framkvæmdir alveg á næstunni. Það gæti orðið ef áhugi yrði fyrir hendi en hann reiknaði ekki frekar með því. -GKr Skreyttir strætisvagnar þeystu um götur Reykjavikur í tilefni opnunar Laugaveg- arins. Þetta er hinn svokallaði miðbæjarstrætó sem ekur á 10 mínútna fresti um miðjan daginn og allir geta notfært sér endurgjaldslaust. Landssamband framsóknarkvenna: Vilja að konur taki þau sæti sem losna „Við viljum að konur taki sæti karla á framboðslistum flokksins þegar þeir gefa þau eftir af fusum og frjálsum vilja,“ sagði Unnur Stef- ánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, í samtali við DV. Á fundi sambandsins í Varmahlíð, sem haldinn var um helgina, var gerð ályktun þessa efhis. I drögum, sem lágu fyrir fundinum, var gerð tillaga um enn harðari ályktun um stöðu kvenna innan flokksins. Þar var rætt um að konur kynnu að hasla sér völl á öðrum vettvangi ef hlutur þeirra ykist ekki. Sú ályktun var látin niður falla. „Við viljum fá jafnrétti í Fram- sókn. Það er flokknum nauðsynegt til að hann endumýist eðlilega," sagði Unnur. „Ef til vill þýðir þessi ályktun okkar þó að enginn karl fæst til að hætta á næstunni." Á fundinum var einnig samþykkt að lýsa furðu á að viðskiptaráðherra skyldi ekki enn hafa „staðfest rétt- mæt kaup samvinnuhreyfingarinnar á Útvegsbankanum," eins og það er orðað. Þá segir þar að „landsmenn allir hljóti að fylgjast með því hvort krossapróf forsætisráðherra bindi hendur fleiri ráðherra en Sjálfstæð- isflokksins." Á fundinum var lýst áhyggjum vegna þróunar efnahagsmála og lát- in í ljós sú von að „afskipti ríkis- valdsins af kjaramálum leiddu til raunvemlegra kjarabóta fyrir hina lægstlaunuðu." „Við erum ekki lagstar í stjómar- andstöðu," sagði Únnur „en við viljum að okkar menn hagi sér vel.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.