Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. 39 Verðlaunadiykkur Valgeirs - villandi ummæli ÁTVR-fulltrúa Tvöfeldni er það þegar forstjóri ÁTVR lætur hafa efdr, sér að ástæð- umar fyrir því að hann hafi neitað að taka vín Valgeirs á söluskrá séu aö ekki sé „rétt að bjóða upp á vöru sem væri merkt með alþjóðlegu eiturefni, hauskúpunni. Þetta sé svona „prinsip-ástæða" “. Veit forstjóri ATVR ekki að áfengi er eitur eða finnst honum ástæða til að fela það fyrir sjálfum sér og öðrum? Þessi ummæli forstjórans eru þeim mun athyglis- verðari séu höfð í huga orð yfirbrugg- ara ÁTVR í grein um vodkategundina Eldurís í DV 22. ágúst síðastliðinn. Þar Sérpöntun á víntegundum Forstjórinn gefur eftirfarandi yfir- lýsingu: „Valgeiri er það alveg frjálst pkkar vegna að flytja svartadauða til íslands og það er rekin og leyfð sér- pöntunarþjónusta á víninu. Þannig geta allir, sem óska eftir að kaupa ví- nið, fengið það með stuttum fyrir- vara.“ Öllum þeim sem kynna sér „sérpöntunarþjónustu" ÁTVR verða skjótt ljósir erfiðleikar, bæði fyrir ein- stakling og fyrirtæki, á að nýta sér þessa „þjónustu" og fhætti útlista það hér. Látið verður þó nægja að spyrja: Trúir þvi nokkur að einhver sá sem fær áhuga á þvi að kaupa sér vín til hátíðabrigða fylli út pöntunareyðu- blað ÁTVR og bíði svo vikum skipti eftir að fá vínið í hendur?! - eða þurfa ella að greiða dýran flutningskostnað? Það eru gömul og ný sannindi, og ættu íslendingar manna best að þekkja það, að þeir sem eru í einokunaraðstöðu viðhafa gjaman hræsnisfull og vill- andi ummæli um vöm sína og versl- „Er það ný stefna hjá ÁTVR að gylla eitur- framleiðslu sína fyrir væntanlegum kaupendum með því að leggja 1 kostnað við að hanna freistandi umbúðir?“ unarhætti og forráðamenn íslensku einokunarvinsölunnar em þar að sjálfsögðu engin undantekning. - Gaman væri að sjá röksemdir for- stjóra ÁTVR fyrir því af hveiju fyrir- tæki hans kaupir spritt inn í landið af dönskum milliliðum en ekki beint af Austur-Þjóðveijum. Ofar öllu er þó sú spuming af hveiju íslenskum manni, sem neyddur er af íslenskri löggjöf til að framleiða vöm sína er- lendis, er meinaö að selja hana innan um hundmð af erlendum vintegund- um sem fylla hiliur útsölustaða ÁTVR. Sverrir Öm Sigurjónsson KjaUarinn Sverrir Örn Sigurjónsson viðskiptafræðingur stendur m.a.: „Þá má geta þess að Jón 0. Edwald, ifirbruggari hjá ÁTVR, er ánægður með framleiðsluna á Eldurís og þá sérstaklega umbúðimar. Hann lét þess getið við blaðamann DV fyrir stuttu aö Eldurís væri fyrsta íslenska áfengið sem tappað væri á flösku sem fældi ekki frá viðskiptavini.“ Er það ný stefna hjá ÁTVR að gylla eitur- framleiðslu sína fyrir væntanlegum kaupendum með því að leggja í kostn- að við aö hanna freistandi umbúðir? Forstjóri ÁTVR telur að vín Valgeirs sé mjög góð effirlíking af brennivíni þvi er stofnun hans framleiðir. Full- yrðing hans um eftirlíkingu er röng því vín Valgeirs er unnið úr spíra úr hærri gæðaflokki en ÁTVR notar. Virðist því að forstjóri ÁTVR óttist samkeppnina þvi ljóst er að hér er um að rseða verðlaunadrykk. Hvemig stendur á þvi að íslenska brennivínið hefur ekki hlotið verðlaun sambærileg þeim sem vín Valgeirs Sigurðssonar hefur fengið að undanfómu? Röng fullyrðing Forráðamenn ATVR virðast vera famir að berjast um á hæl og hnakka við að koma afurð sinni á framfæri og gylla hana fyrir kaupendum og „fæla“ þá ekki frá kaupum. Af hveiju koma þeir ekki afurðum sínum, vodka eða brennivíni, í keppni erlendis og afla sér þess orðstírs sem dugir þeim til aukinnar sölu sem þeir greinilega sækjast eftír? Forstióri ÁTVR segir að frá þvi að hann tók við starfi hafi ekki verið bætt við nýjum tegundum af sterku víni nema vínum sem einkenndu eitt- hvert land og nefndi hann ítalska vínið Grappa sem dæmi. Fróðlegt væri að fá það upplýst hjá forstjóranum hvemig Grappa „einkenndi" Ítalíu! Tegundir og einkenni? í famhaldi af þessu má í sambandi við yfirlýsta stefnu forstjórans um að fækka tegundum spyrja af hveiju nauðsynlegt sé að hafa á boðstólum 36 tegundir af koníaki, 49 tegundir af skosku viskíi og þar að auki 11 tegund- ir af írsku, kanadísku og bandarísku viskíi, samtals 96 tegundir. Þessar töl- ur eru samkvæmt verðlista þeim sem liggur frammi í verslunum ÁTVR. 15 brennivínstegundir eru á boðstólum. Flestar tegundanna, sem nefndar eru hér að framan, eru að sjálfsögðu fram- leiddar af erlendum aðilum. Hvers vegna má eklti bæta við einni tegund á söluskrá ÁTVR, framleiddri af is- lenskum ríkisborgara, víni sem hlotiö hefur verölaun, og leyfa íslenskum kaupendum hér innanlands að dæma hér um? Áskrifendur! Takið vel á móti blaðberunum DV býður aukna þjónustu. Blaðberar okkar á Stór-Reykjavíkursvæðinu bjóða nú áskrifendum að áskriftargjaldið verði fært á EURO eða VISA-reikning mánaðarlega. Meðþessum boðgreiðslum vinnst margt: • Þærlosaáskriféndur viðónæðivegna inn- heimtu. t Þæreruþægilegur greiðslumátisem tryggir skilvisar greiðslur þrátt fyrir annireðafjarvistir. • Þærléttablaðberan- um störfín en hann heldurþóóskertum tekjum. • Þæraukaöryggi. Blaðberareratil dæmisoftmeðtolu- verðarfjárhæðirsem geta glatast. Umboðsmenn og btaðberar úti á landi munu um næstu mánaðamót, í byrjun nóvember, bjóða áskrifendum EURO og VISA boðgreíðslur með svipuðum hætti. Hafið samband við afgreiðslu DV kl.9-20virka daga, laugardaga kl. 9-14, ef óskað er nánari upplýsinga. Síminner 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.