Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. 45 Þrír ættliðir saman. Hyman í hlutverki sínu í Fyrirmyndarföðurnum. - er mikill Noregsaðdáandi og Shakespearetúikandi kannast allir við hann. Hyman þessi er hinn mesti Noregs- aðdáandi og talar reiprennandi norsku. Hann á sumarhús í Noregi þar sem hann dvelst mikinn hluta úr hverju sumri og segist reyndar hvergi frekar vilja vera. Þá hefur Noregskonungur heiöraö hann sér- staklega fyrir framlag hans við að kynna norska menningu. Hann er ákaflega stoltur yfir þess- ari medaiíu: „Þetta er staðfesting á því sem ég er hvað stoltastur yfir af verkum mínum. Mér þykir mjög vænt um Noreg og Norðmenn og þá dýrka ég Henrik Ibsen. Það besta við að kunna norsku er að geta lesið Ib- sen á frummálinu." Pabbi Bill Cosby í Bandaríkjunum þekkja allir Earle Hyman á götu úti sem föður Bill Cosby. Það er þó langt í frá að afa- Fæstir landsmenn kannast við er kominn í hlutverk sitt sem „fyrir- nafnið Earle Hyman en þegar Earle m>mdarafinn“ í Cosby-fjölskyldunni Hyman ásamt norskum vini sínum, Roll Sirnes. hlutverkið í Cosbyþáttunum sé frumraun hans á leiksviðinu. Hann er þekktur meðal leikhúsfólks sem einn besti „klassíski" leikari Banda- ríkjanna og hefur hann leikið í fjöldamörgum Shakespeareleikrit- um. Earl og Bill Cosby eru góðir vinir og ræða oft saman um vandamál sem koma upp í sambandi við þættina. „Ég mun líklega leika í þáttunum um fyrirmyndarfóöurinn í tvö ár í viðbót en Bill hefur sagt að hann muni að öllum líkindum ekki halda þáttunum lengur gangandi. Það er mjög gaman að leika í þessum þáttum og oft glatt á hjalla enda fjörugur hópur þarna á ferð.“ Hyman hefur aldrei gifst og segir hann það stafa af því reynsla hans af hjónabandi foreldra sinna hvetji hann ekki til að leggja út í hjónaband. Polanski festur á filmu Ein frægasti og umtalaöasti kvik- myndaleikstjóri okkar tíma, Roman Polanski, var gestur á kvikmyndahá- tíð hér um daginn. Eins og annars staðar, þar sem Polanski kemur, var hann umsetinn af fréttamönnum og ljósmyndurum. Polanski setti það þó ekki fyrir sig enda hið mesta ljúf- menni. Hann brá meira að segja á leik við hinn snjalla Ijósmyndara DV, Kristján Ara Einarsson, og tók að sér að leikstýra sjálfur myndatökum af sér. Útkoman var auðvitað stórgóð enda spillti landslagið við Bláa lónið ekki fyrir. Heillaðist Polanski af lón- inu og þó sérstakleg gufunni sem stígur þar upp til himins. Hafði Pol- anski á orði að hann þyrfti yfirleitt her manns og flókinn tækjabúnaö til að framkalla brot af þessari gufu í kvikmyndum sínum. Eftir að hafa stækkað upp myndir sínar af Polanski fór Kristján með eintak til hans og færöi honum að gjöf. Varð meistarinn glaður við og bað Kristján að árita mynd sína. Þá hefur Sviðsljós hlerað aö Polanski hafi haft á orði aö hæfileikamaður eins og Kristján ætti skilið aö fá hlut- verk í mynd hjá sér en ekki hefur Kristján viljað staðfesta það. Myndin ku eiga að heita „The Killing of a Photographer". Sviðsljós Ólyginn sagði... Mary Astor lést um síðustu helgi, 81 árs að aldri. Astor var fræg leik- kona en líklega er hún þó frægust fyrir að hafa bland- ast í eitt mesta hneykslismál í Hollywood. Hún lék í fræg- um myndum eins og „The Maltese Falcon" og „The Great Lie" en alls lék hún í yfir 100 kvikmyndum. Hneykslismálið gekk út á það að þegar þrot úr dagbók hennar voru birt í kjölfar skilnaðar hennar kom í Ijós að hún hafði átt í ástarsam- böndum við marga fræga leikara. Astor hélt því fram að dagþækurnar væru fals- aðar og virtist hún hafa nokkuð til sín máls án þess þó að takast að sanna það. Priscilla Presley hefur nú fengið samkeppni á bókamarkaðnum. Hún hefur verið ritglöð við að lýsa samlífi sínu og Elvis Presley. Nú hefur fyrrum sambýlis- maður hennar, Michael Edwards, skeiðað fram á rit- völlinn og skrifar um sjö sambýlisár sín með Priscillu og ætlar ekki að draga neitt undan ... Idi Amin ku vera nýskilinn, að kröfu eiginkonu hans sem hafði búið með honum í níu ár. Einu sinni hefði Amin ekki tekið eftir því að ein kona færi frá honum - hann átti þá svo margar - en nú eru þreyttir tímar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.