Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987. Spumingm Verður tekið slátur hjá þér í haust? Þórhallur Ólafsson: Nei, ekki nú orð- ið. Við erum ekki nógu ung til að standa í því. Steinar Pétursson: Ég bara veit það ekki. Ég læt konuna um það. Við höfum tekið slátur en ekki í fyrra þó. því. Ég hef alltaf gert það og reikna með því, nú sem áður. Magni Steingrímsson: Nei, við erum alveg hætt að taka slátur vegna þess að unga fólkið, sem er heima, boröar ekki slátur að neinu ráði. Sigrún Baldvinsdóttir: Get ekki sagt um það. Það verður þá allavega ekki fyrr en síðar í október. Pétur Haraldsson: Nei, það er ekki gert. Það var gert, held ég, í fyrra. Mér þykir slátur gott ef ég drekk kók með. Lesendur beint og tjá sig á teppinu með tárin í augunum. Oftar en ekki verður þeim ágengt, eða a.m.k. var það svo í tíð margra fyrrverandi fjármálaráðherra okkar. - Nú er kominn nýr ráðherra sem veður í þeirri regmvillu, að því er grát- kór söluskattsafnáms telur, að inn- heimta beri söluskatt nánast af hveiju sem er og án tillits til "sérstakrar stöðu" þessarar eða hinnar þjón- ustunnar eða vöruflokksins. Þetta er auðvitað hárrétt hjá ráð- herra. Það getur engin og þá meina ég ENGIN vörutegund eða þjónusta verið annarri mikilvægari. Og ef á annað borð er tekin greiðsla fyrir einhverja þjónustu eða vöruteg- und, þá hlýtur hún að vera söluskatts- skyld jafnt og allt annað, þ.e.a.s. á meðan söluskattur er við lýði á annað borð. Og þótt alltaf megi vitna til þess að þetta eða hitt sé "svo mikilvægt" fyrir íslenska þjóð að söluskattur sé ekki réttlætaniegur, þá ber ráðherra skylda til að standa.gegn þvílíkum rökum fáránleikans. Hvers vegna ætti t.d. að felia niður söluskatt á íslenskum bókum fremur en erlendum? Fáránlegt. Treysta verður því að núverandi fjármálaráðherra taki allar undan- þágubeiðnir fostum tökum og verði ekki við neinni þeirra og afnemi ennn- fremur ALLAR undanþágur frá söluskatti. Það kemur okkur skatt- greiðendum allra best. Skattgreiðandi skrifar: Um árabil hefur það verið krafa flestra, kannske fyrst og fremst hins þögla meirihluta, að aliir gætu setið við sama borð, hvað varðar skátta, vexti og hvers konar gjöld og kvaðir sem hið opinbera leggur á þegnana til að halda ríkissjóði gangandi og þar með þjóðfélaginu í heiid. Um árabil hefur það einnig viðgeng- ist að hinir og þessir aðilar, bæði úr röðum einstaklinga og félagasamtaka hafa með eindæma frekju og ekki síð- ur með því að beita ráöamenn, t.d. þingmenn, fyrirgreiðsluþrýsingi, feng- ið því fram- gengt að fá að sleppa við að greiða það sem þeim annars ber. Hér er söluskattur efstur á blaði. Tahö er, að upphæð sem nemur þús- undum milljóna sé í vanskilum til hins opinbera vegna eftirgjafa söluskatts til ýmissa aðiia - verðugra og óverðugra. Eftir síðustu "rassíu" ríkisstjomar, eða réttara sagt fjármálaráðherra, við að ná inn löglegum gjöldum hafa kom- ið fram á sjónarsviðið ólíklegustu aðilar með kröfu að þeir eigi nú ekki að þurfa að greiða söluskatt af sínum söluvamingi eða þjónustu, því það hafi þeir ekki gert hingað til! Nýleg dæmi um þetta era mörg og aliir beita þeir sömu aðferðum. Þeir biðja um viðtal við fjármálaráðherra Skattgreiðandi vill að sóluskattur verði lagður a allar vörur jafnt, íslenskar sem erlendar. Hættið eftirgjöf á söluskatti Rafmagns- og hitaveita: Hvers vegna tveir innheimtuaðilar? Greiðandi skrifar: Það er tii mikils óhagræðis að nú skuli farið af stað með aðskilda inn- heimtu á rafmagns- og hitaveitunotk- un. Um langt árabil, kannski frá upp- hafi, hefur verið notast við sameigjn- lega innheimtu á þessum orkupóstum og hefur reynst borgarbúum þægilegt. Ég hefi ekki séð koma fram nægilega skýra ástæðu fyrir því að hætta við sameiginlega innheimtu, heldur þvert á móti, að þama sé um viðbótarkostn- að að ræða og leggist því á notendur rafmagns og hitaveitu. Ef um það verður að ræða að reikn- ingar frá þessum aðilum berist ekki samtímis þýðir það auðvitað að menn geta ekki greitt þessa reikninga saman eins og áður nema þá að bíða eftir að reikningar frá báðum aðilum berist. Það er þó kannski ekki aðalatriðið heldur hitt að hér virðist sem á ferö- inni sé deila milii þessara tveggja stofnana, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur, um það hvor stofnunin skuli innheimta gjöld- in. Deilan hafi síðan leitt til þess að ein- hver hafi skorið á hnútinn með því að skipta innheimtunni svo að hvor stofnun innheimti fyrir sig. Það lofar ekki góðu þegar yfirstjóm þessara mála (senniiega á ráðuneytis- stigi) hefur ekki önnur ráð til þess að leysa slíkar deilur en búa til tvö kerfi úr einu, ef svo má að orði komast. En það hefur verið viðtekin venja í þessu þjóðfélagi, einkum hjá hinu op- inbera, að leysa ágreining og deilur með því að búa til nýtt „apparat" eða á annan hátt fjölga í kerfinu þannig að kostnaður verður mun meiri en áður var. Ætla má að það sé ekki notendum rafmagns- og hitaveitu í hag að inn- heimtukerfi skuli vera tvöfalt og aliar götur er þvi ekki komið á að ósk not- enda eða í þeirra þágu. Hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Greiðandi vill að innheimtan verði áfram á einum stað. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Oftrú á dagskra veðurfréttum og S.J. skrifar: Ekki veit ég hvenær þetta fár byij- aði, en alit frá því ég man eftir og svo lengi sem ég hef hlustað á útvarp, hafa veðurfréttir og dagskrárlestur verið fyrirferðarmiklir hðir í útvarp- inu. Látum nú vera að svo hafi verið í árdaga, meðan gamla gufuradíóið var eitt á báti og meðan dagblöö bámst ekki nema með höppum og glöppum til hinna ýmsu landshiuta. í dag er svo komið að ailir fjölmiðl- ar, hljóðvörpin öli, sjónvarpsstöðvam- ar tvær og allir prentmiðlar, dagblöð og mörg tímarit em fuii af dagskrá hljóðvarps og sjónvarps. Ekki bara dagsins í dag, heldur líka næstu viku. Sjónvarpsstöðvamar báðar gera þessu skil í sérstökum dagskrárliðum sem em fyrirferðarmikill hluti af efni sjónvarps. Maður er því löngum að horfa á dagskráriið um dagskrána. Hyílík endemis vitleysa. í dagblöðunum fær maður síðan annan skammt daglega (sem er ágætt) og síðan einu sinni í viku eða oftar dagskrá næstu viku. Hver nennir að fara að kynna sér þetta efni fyrirfram? Flestir láta sér nægja hvem dag fyrir sig. Síðan em það veðurfréttimar sem em orðnar svo fyrirferðarmiklar að það er eins og við íslendingar byggjum upp at- burðarás dagsins á því hvemig veðrið er á hveijum tíma. En það gerum við sannarlega ekki. Manni er alveg sama hvemig veðrið er, t.d. á Dalatanga eða Raufarhöfn. Það sem skiptir mann máh er hvemig veður er þar sem maður er í það og það skiptið. Mér finnst að fjölmiðlar ættu að láta af þessari oftrú á dagskrárkynningu og veðurfréttum. Það les þetta enginn, eða sárafáir, að ég held. Endursýnið þátt- inn um Mandela H.B. hringdi: Við vorum héma nokkrir sjón- varpsáhorfendur sem horfðum á sjónvarpsþáttinn um lif Nelsons Mandela í ríkissjónvarpinu sl. mánu- dagskvöld. Þetta var magnaður þáttur um blökkumannaleiðtogann nafnkunna og erum við á einu máh um að ahir ættu að sjá þennan þátt. Vhjum við því skora á sjónvarpið að endursýna þennan frábæra þátt og það jafnvel tvisvar svo að hann fari ekki fram hjá neinum sjónvarpsáhorf- anda. Lesanda fannst þátturinn um Nelson Mandela magnaður og vill að sjón- varpið endursýni hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.