Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. 11 Goðærisvandinn Landsmenn búa viö eitt mesta góöæri, sem komið hefur. Það stefnir í meiri hækkun kaupmáttar tekna í ár 6n verið hefur í meira en sextán ár. Menn skyldu ekki láta villast af því, þótt fréttir berist af erfiðleikum í einstökum greinum. Nú virðast tekjur manna hafa vaxið um 30-40 prósent milli ára eða miklu meira en verðbólgan hefur verið. Dæmi um velsældina er bflaeignin, sem er ein hin mesta í heiminum miðað við fólksflölda. Það þótti fyrir nokkrum árum miklum tíðindum sæta, að aðeins tveir íbúar voru um hvem bfl í Bandaríkjunum. Við erum nú á svipuðu róli. Bflaflöldinn sprengir gatnakerfi Reykjavíkursvæðisins. Á annatímum er nær ófært um borg- ina. Dæmin um velsældina em alls staðar. Þau sjást í íbúðabyggingum, þótt stjómvöld hafi síðustu ár platað marga húsbyggjendur, sem lenda í vanda. Nýjar leiðir eru reyndar í efnahagsmálum. Fiskeldisstöðvar spretta upp, vafalaust tíu árum of seint, ef vel ætti að hafa verið. Og kannski kunnum við okkur ekki hóf þar. Við upplifum tölvubyltinguna, vafalaust einnig fremur seint, en hún er komin. Allt þetta veldur því, að við stöndum frammi fyrir góðær- isvanda. Næsta ár verra Stjómvöld spá því, að næsta ár verði erfiðara. Framleiðslan vaxi minna en í ár, en vaxi þó. Þetta er enn mikfl umbreyting frá því, sem var fyrir nokkrum ámm. Við glím- um ekki við skerðingu. Spurningin er bara sú, hvort við bemm gæfu til að nota aðstæður eða hvort við göngum of langt. Spumingin er mest um, hvemig við ráðstöfum okkar eigin málum, hvernig stjómvöld bregðast nú við góðærisvandanum. Geri þau það verk illa, getum við gloprað þessu niður. Aðstæður hafa verið okkur hag- stæðar. Verðmæti sjávarafurða hefur aukizt mikið. Opnazt hafa nýir möguleikar á fisksölu með meiri tekjum. Olíuverð hefur lækkað tfl- tölulega, svo og vextir. Þetta gæti nú breytzt. Spumingin verður þá, hvort okkur hefur tekizt að nýta góðærið tfl uppbyggingar. Það hafa einstaklingamir gert í mörgum efn- um. Ríkið hefur brugðizt En ríkið hefur ekki staðiö við sinn hluta. Sumt hefur verið gert til bóta. Frjálsræði hefur verið aukið, og það gefur meiri framleiðslu og meiri tekjur. Ríkisbúskapurinn hefur hins vegar verið rekinn með halla. Nú er komið að þeim tímamótum, að stjórnmálamennimir fara aö sjá, hveijum vanda hallinn veldur. Seint er í rassinn gripið. Talað er um þensluvandann. Ráðherrar segja, að nú þurfi að stíga á bremsurnar, nú þurfi að kæla efnahagslífið. Þvi er á dagskrá uppstokkun á fiárlögum og lánsfiárlögum. Það virðist hafa gerzt fyrir nokkrum dögum, að ráðherrar tóku eftir því, að ný þjóðhagsspá byggði á of mikifli bjartsýni. Því lætur rikisstjómin breyta spá Þjóð- hagsstofnunar. Ríkisstjómin vfll nú gera ráð fyrir samdrætti í sjávarafla á næsta ári. Vöxtur framleiöslunnar verði litill sem enginn. En kaup- máttur tekna hefur vaxið mikið eins og áður sagði. Viö eyðum þvi miklu og höldum þvi áfram, þangað tfl við verðum stöðvuð. Ríkisstjómin er því farin að tala um, að innflutningur verði svo mikill næsta ár, að haflinn á viðskiptum við útlönd gæti orðið sex milljarðar króna eða meira. Óviðunandi rekstur Rétt er hjá ráðherrrum, að slíkur viðskiptahalli yrði óviðunandi. Hann þýddi gífurlega erlenda skuldasöfnun. Henm fylgdi svo stór- aukin byrði af greiðslum 'vaxta og afborgana af lánunum á næstu ámm. Ekki er þolandi að auka þá greiðslubyrði frá því, sem þegar er. Þessir tveir bölvaldar, hafli á ríkis- rekstri og halli á viðskiptajöfnuði, yrðu á næsta ári svo sterkir, að mjög mikil hætta stafaði af. Þriðji bölvaldurinn yrði aukin verðbólga. Hún hefur ekki alltaf ver- ið bundin við góðæri. Verðbólga getur verið mikfl, þótt flla ári. En nú er hún góðærisvandamál. Hún stafar að miklu af launahækkunum, einkum hækkunum umfram samn- inga, svonefndu launaskriði. Hún stafar að nokkm af kosningakaup- hækkunum frá síðasta vetri. Þær hækkanir komu skriðu af stað og ollu launaskriði víða í þjóðfélaginu. Alþýðusambandsmenn gerðu hóf- samlega samninga í febrúar 1886 og desember 1986. Því minnkaði verð- bólgan um hríð. en kaupmáttur óx. Þar var rétt að staðið. Nú er það mál hvers fyrirtækis, hvort það veit- ir ákveðnum starfsmönnum launa- hækkanir umfram samrflnga eða ekki. Það ræðst vissulega talsvert af framboði og eftirspum. Reynt er að halda í góða starfskrafta. svo að þeir fari ekki annað. Hækkunin fyrsta október Þegar rætt er um allt góðærið. má ekki gleymast, að það hefur mikið tfl farið fram hjá mörgum. Auðvitað er það rétt. að fólk í ákveðnum grein Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri um má ekki gleymast og verða sett hjá, þótt einhveijir aðrir hafi notið launaskriðs. Því var til dæmis rétt að standa við samninga fyrsta októb- er og veita þá kauphækkun, sem orðið hafði í raun, af því að verð- bólgan fór yfir rauða strikið. Launþegar fengu þvi yfir sjö prósent launahækkun. Ríkisstjómin á ekki að beita aðfla vinnumarkaðarins þvingunum. Hún á bara að sjá tfl þess, að mark- aðurinn sé sem fijálsastur, einnig vinnumarkaðurinn. Fvrirtækin eiga að semja fyrir sig. En síðan á það að ráðast af markaðn- um, hvort einhver fvTÍrtækin fara á höfuðið. Þetta gfldir einkum í góð- æri. á tímum almennt aukimiar framleiðslu og þegar ekkert atvinnu- levsi er. Markaðurinn á aö ráða. Hann á einnig að ráða þvfl. hvort flutt er inn erlent vinnuafl. þegai' þús- undir skortir á vinnumarkaðinn. Svokaflaður vandi sjávarútvegsins er nú ræddur í fjölmiðlum. En sá vandi þarf ekki að kalla á stórfefldar aðgerðir eins og hann er í laginu nú. Vandann má lagfæra innan greinar- innar. og hann lagfærist af sjálfu sér. ef markaðunnn er látinn ráða. Enn einu sinni blasir við okkur. að einhveijar fiskvinnslustöðvar þvTftu hugsanlega að fara á höfuðið. tii þess að jafnvægi náist í greininni. Látið reka Núverandi ríkisstjóm hefur um margt hegðað sér líkt og stjóm Stein- gríms Hermannssonar. Enda kom í ljós. að stjóm Steingríms var vin- sæl. En ekki sést aflt af vinsældum. Stjóm Steingríms lét yfirleitt reka á reiðanum í stærstu málunum. Hún tók fegins hendi við framkvæði aðila vinnumarkaðarins gegn verðbólgu og miklum kauphækkunum. Stjórn- in spillti þar ekki fyrir og gerði htfls háttar aðgerðir tfl aö koma tfl móts við samningsaöfla. En stjórnin gerði lítið annað. Hún upplifði góðæri, en á sama tíma skapaðist lflnn mikli hafli á rekstri ríkisins. Nú er verið að glíma við þann vanda. Og núverandi stjórn svaf á verðin- um. Hún gekk ekki viðanyndun sina frá neinum aðgerðum gegn stærstu vandamálunum. í hennar tíö hefur verðbólgan magnazt. Það er fyrst síðustu daga, sem reynt er að vinna gegn hallanum á ríkisrekstrinum. Síðan er þjóðhagsspá hafnað. Nú sýnist stjómarhðinu vandinn miklu meiri en fyrir viku. Þjóðhagsspár standast jafnan mjög ifla, þegar um ræðir komandi ár. Yfirht stofnunarinnar era auðvitað nærri lagi, um það leyti, sem ár er að hða, eins og síðasta yfirht fyrir vfirstandandi ár. En miklu skiptir áreiðanlega. aö embættismenn Þjóð- hagsstofnunar starfa ekki sjálfstætt. heldur eru verkfæri oft á tíðum til aö koma á framfæri frómum óskum ríkisstjórna. Og ríkisstjórrflr standa aldrei við fyrirheit sín í aðalatriðum efnahagsmála. Uppákoman nú gæti orðið lærdómsrik. Nú þarf að taka tfl hendinni. Hallann í núll Auðvitað er það óveijandi að reka ríkissjóð með halla í þenslu og góð- æri. Þetta er grundvallargagnrýni á núverandi stjóm. Hún stuðlar að aukinni verðbólgu. Hún stuðlar þvi í raun að aukimfl kauphækkmi. átökum á vinnumarkaði. Hún kaflar vfir sig gengisfellingu. Fafl gengisins eykur verðbólgu og svo koll af kolli. Þvi hefur verið mikið andvaraleysi af stjórnimfl að ætla sér að afgreiða fjárlög með hafla. þótt sá hafli ætti að verða miklu minni en upphaflega stóð tfl. Taka ber undir hugmyndir um að eyða hallanum alveg. Það er eitt skflvTða þess. að þokkalega geti tfl tekizt á næsta ári. skilyrði þess. að við sólundum ekki þvi. sem áunnizt hefur. og fóram ekki úr góð- um árum yfir í mögur. En efazt verður um. að ríkisstjómin ráði nokkuð við að komast af með lítinn flárlagalialla. Eyðslusemi ráðherra er of rrflkfl tfl þess. Flokkarnir eru of sundurleitir. Þeir virðast tfl dæm- is alveg máttlausir gagnvat eyðsl- unni í óarðbæran landbúnaö. Góð ríkissfióm mundi gera allt annað en þessi gerir. Hefði rétt verið að staðið, hefði rik- isstjórrfln átt að hafa afgang í ríkis- rekstrinum, meðan góðæri stóö. Það gildir um þessa stjóm og fyrirrenn- ara hennar. Búast má við, að rikisstjómin reynist máttlaus, þegar upp verður staðið. Auk þess hefur verið tflhneig- ing tfl að vanmeta halla á ríkis- rekstri í íjáriagafrrmivarpi. Meðal annars koma aflar aukaijárveiting- arnar til. Við verðum því að búa okkur und- ir, aö næsta ár verði ekki jafnhag- stætt og hin síðustu hafa verið. Og það yrði okkar eigin sök. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.