Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. Sælkerinn Nýtt Burgund-vín Þaö verða að teljast fréttir þegar nýtt vín kemur í verslanir ÁTVR. Fyrir nokkru kom nýtt hvítvín frá Burgund-héraði. Já, þetta verða að teljast góöar fréttir því líklegast eru hvítu Burgundvínin þau bestu í heiminum. Þetta vín kemur í staöinn fyrir annað hvítvín sem var allvin- sælt, Piat De Macon-Vire. Hið nýja vín nefnist Le Macon Villages De Piat og er, eins og nafnið bendir til, frá Piat. Piat De Macon-Vire var eig- inlega ekki hreinræktað Macon-vin og kom frá litlum hreppi, Vire, og var í raun merkilega gott miðað við verðið. Það er því töluverð eftirsjá í þessu vini. Hið nýja vín, Le Macon - Villages De Piat, er meira í ætt viö hin hrein- ræktuðu Macon-vín en áður en lengra er haldið er rétt að það komi fram að í raun er Burgund-héraðið þrískipt, þ.e. De Basse Bourgogne, Cote D’Or, en þar er Macon-hreppur, og Beaujolis. Frægasta Macon-vínið er án efa Poully-Fuisse. Annars eru hvítu Macon-vínin talin frekar ein- föld vín en eigi að síöur eru þau mörg hver stórgóð, svo maöur tali nú ekki um ef miðað er við sumt af því sem selt er í verslunum ÁTVR, t.d. hið hræðilega þýska gutl, Lieb- fraumilch, en það er önnur saga. Hið nýja vín, Le Macon-Villages De Piat, er pressað úr Chardonny-berinu sem er einkennandi ber Burgund-héraðs og í hópi hinna göfugu vínþrúgna heimsins. Satt best að segja kom þetta vín nokkuð á óvart. Af víninu er augljóst ávaxta- og hnetubragð og þá appelsínu-sítrónubragð. Eins og öll Chardonny-vín er vínið sýrumik- iö. Þetta vín er aldeilis frábær fordrykkur og passar ljómandi með t.d. reyktum laxi og sterkum eða krydduðum mat. Að mati sælkerasíðunnar verður árgerðin 1985 frábær eftir u.þ.b. 1 ár. Hins vegar er þaö athyglisvert að ef miðað er viö verö á ýmsum öðrum Burgund-vínum, t.d. Dry Pouilly Fu- isse, er verðiö á Le Macon-Villages De Piat einstaklega hagstætt. Vissu- lega er þetta vín alls ekki „stórt“ Burgund-vín (þau eru ekki til í versl- unum ÁTVR enn sem komið er). Þetta vín verður að teljast „heiðar- legt’‘ Burgund-vín, eins og frændur vorir Danir myndu segja, en eins og áður hefur komið fram er þetta vín tilvalið sem fordrykkur og ljómandi með reyktum eða krydduðum mat og svo er það ódýrt. Þurrkað lambalæri Nú stendur sláturtíðin yfir og því upplagt að kaupa nýtt lambakjöt en því miður er ekki hægt að fá ferskt kjöt allt árið. íslendingar hafa aðal- lega verkaö lambakjöt á þrennan hátt, þ.e.a.s. fryst það, saltað og reykt, en hér kemur fjórða aðferðin sem er að þurrka kjötið í ofni. Þurrk- að lambakjpt er aldeilis ljómandi, t.d. sem forréttur. Hér kemur svo upp- skriftin og er miöað viö lambalæri sem er 2 kg að þyngd. Blandið saman 1 'A msk. af salti og 1 msk. af sykri. Nuddið þessari blöndu vel inn í lærið og látið það standa á köldum stað yfir nótt. Þá er gerður saltpækill. Fyrir hvern lítra af vatni þarf 1 /2 tsk. af salti og 'h tsk. af sykri. Pækillinn er soðinn og látinn kólna. Lærið er svo látið liggja í pæklinum í 5 sólar- hringa. Þá er það þerrað og sett í 125 gráða heitan ofn. Lækkið hitann í 100 gráður eftir klukkutíma og látið kjöt- ið þorna í ofninum í 7 klukkutíma. Krákan skiptir um ham Veitingahúsið Krákan, Laugavegi 22, er með frumlegri veitingahúsum í Reykjavík. Á boðstólum hafa verið réttir víða að úr heiminum, t.d frá Mexíkó, Grikklandi, Frakklandi, Indlandi og Kína. Nú hefur Krákan skipt um ham og búið er að stækka veitingastofuna. Framvegis verður lögð aðaláhersla á mexíkanskan mat en þó verða nokkrir vinsælir sérréít- ir Krákunnar áfram á matseðlinum. Þá verða á boðstólum ýmsir frægir mexíkanskir kokkteilar, búnir til úr Sigmar B. Hauksson Tequila, svo sem Margarita og Tequ- ila Sunrise, svo einhverjir séu nefndir. Unnendur mexíkansks mat- ar ættu því að vita hvert þeir eiga að fara. Reykjavík er æ meir að fá á sig alþjóðlegan blæ. Hér eru nú komnir kínverskir veitingastaðir og indverskur og sem sagt vísir aö mex- íkönskum veitingastað. Sælkerinn Bragðmikill karfi Karfinn er nú loks búinn að ná töluverðum vinsældum hér í Reykja- vík enda ljómandi matfiskur. Hér kemur uppskrift að bragðmiklum karfarétti sem að vísu tekur nokkurn tíma aö matreiða - en þetta er sann- kallaður veislumatur. Það sem þarf er: 600 g roðflett karfaflök 2 msk. hakkaður laukur 3 msk. sítrónusafi 2 tómatar (best að nota niður- soðna) 1 grænt epli, hakkaö gróft 2 dl eplasafi 1 flskisúputeningur 2 dl sýrður rjómi 1 msk. ósætt sinnep smjör salt og pipar Stráið lauknum í botninn á grunnum potti. Raðið flökunum í pottinn og úðið 1 msk. af sítrónusafa yfir þau. Hellið eplasafanum yflr flökin og myljið súputeninginn yfir. Látið fisk- inn sjóða í pottinum í 4 mín. og hafið lok yfir pottinum. Hakkið tómatana og eplið og dreifið þeim yfir flökin. Látið réttinn sjóða í 2 mín. Takið nú flökin upp úr pottinum ásamt eplinu og tómötunum og breiðið álpappír yfir. Síið soðið í pottinum og látið það sjóða þar til 1 dl er eftir. Blandið þá sítrónusafanum saman við og því næst sýrða rjómanum og sinnepinu og kryddið með salti og pipar. Hrær- ið svo 1-2 msk. af smjöri út í sósuna og helliö yfir flskinn. Tilvalið er að skreyta réttinn með graslauk eða steinselju. Ferskt krydd í Kringlunni Víða í Suður-Evrópu vaxa ýmsar kryddjurtir villtar. Ferskar krydd- jurtir eru vitaskuld mun betri en þurrkaðar. Að vísu er hægt að rækta flestar kryddjurtir heima og til eru þeir sem það gera. Eins og gefur að skilja eru ferskar kryddjurtir mun bragðmeiri en þær þurrkuðu. Þær eru því einstaklega góðar i súpur og pottrétti og svo er gott að nudda sal- atskálar að innan með þeim. Svo má leggja jurtirnar í vínedik og nota það svo í salatsósur. Nú er hægt að fá ferskar kryddjurt- ir í Heilsuhúsinu i Kringlunni, t.d. oregano, salviu, dill og fleiri góðar jurtir. Þær jurtir, sem notaðar eru í pottrétti og súpur, má frysta. Eins og flestir vita eru ferskar kryddjurtir sérlega góðar með nýja lambakjöt- inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.