Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. 21 Viðtal og myndir: Elín Albertsdóttir „Já, við hjónin fórum út rétt eftir að ég var ráðinn og við könnuðum svæðin hér. Það þurfti að taka tillit til ýmissa þátta, svo sem að ekki væri langt í skóla og vinnuna, einnig að skólar væru góðir því þeir eru afar mismunandi hér eftir svæðum. Eftir að við höfðum skoðað mikið voru það fimm hús sem komu til greina og loks völdum við þetta. Núna erum við aö byggja garðstofu hér fyrir utan og við erum nýbúin að byggja búningsklefa við sundlaug- ina. Þaö er nauðsynlegt því hér er oft gott veður á sumrin og stundum erum við svo heppin aö fá gesti í heimsókn." - Er þá( mjög heitt? „Já, það getur verið heitt og stund- um mjög rakt og það er slæmt. Viö erum með loftkælingu í öllu húsinu, einnig í bílnum og á skrifstofunni. Afslappaður klæðaburður - Er margt öðruvísi í fari fólks hér en heima? „Það er auðvitað margt mjög svip- að,“ sagði Margrét, „en mér fmnst fólk vera miklu afslappaðra í klæða- burði. Mér fmnst að oft megi fólk klæöa sig meira upp. Það er til dæm- is mjög erfitt að fmna út hvenær karlmenn eiga að nota bindi. Þeir eru uppáklæddir í vinnu en fara svo i sportlegri fót þegar þeir koma heim og oft eru þeir þannig klæddir þegar maöur býður í mat. Svo er þetta með útivinnandi konur. Það er varla hægt hér því mennirnir fara langt í vinnu, fara snemma á morgnana og koma seint heim og hér eru engar strætis- vagnaferðir þannig að konurnar þurfa að vera mikiö á ferðinni með börnin." - Er samheldni mikil hjá fjölskyld- um? „Já, foreldrar fára mikið og horfa á börn sín ef þau taka þátt í ein- hverjum leikjum eða keppnum. Ef synir eru í skátastarfi þá fara pabb- arnir með í helgarferðir. Hér fara allir i kirkju á sunnudögum og svo virðist sem kirkjan sé mikil félags- miðstöð. Kirkjan stendur fyrir mörgum mannamótum, oft í tengsl- um við safnanir. Kirkjan er oft tengiliður þess að fólk kynnist í hverfum. Mér fmnst þó t.d. að laug- ardagar fari í verslun. Hér eru verslanir opnar þegar fólk vill versla og þá fer öll fjölskyldan saman en þetta er að breytast núna heima. Ég held bara að verslanir séu aldrei lok- aðar hér nema á jólum og á þakkar- gerðardaginn," sagði Margrét. „Hér gildir líka sú regla aö ef hátíð- isdagur er í miðri viku, einhver forseti á afmæli eða þvíumlíkt, þá er sá dagur alltaf hafður á föstudegi eða mánudegi, burtséð frá því hvort það er rétti dagurinn. Þeir vita að einn frídagur í vikunni skemmir daginn eftir í sambandi við vinnuna og af- köst þannig að samhangandi frídag- ar eru betri,“ sagði Magnús. Kaffikannan var orðin tóm eftir kvöldiö og allir búnir að borða sig sadda þannig aö það var ekki um annað að ræða en kveðja þetta ágæta fólk sem að sjálfsögðu vildi skila bestu kveðjum heim til íslands. Takið vel á móti blaðberunum DV býöur aukna þjónustu. Blaðberar okkar á Stór-Reykjavíkursvæöinu bjóða nú áskrifendum að áskriftargjaldið verði fært á EURO eða VISA-reikning mánaðarlega. Meðþessum boðgreiðslum vinnstmargt: t Þærlosaáskrifendur viðónæðivegnainn- heimtu. # Þæreruþægiiegur greiðslumátisem tiyggir skilvísar greíðslur þráttfyrir annireðafjarvistir. eÞærléttablaðberan- umstörfinenhann heldurþóóskertum tekjum. e Þæraukaöiyggi. Blaðberarerutil dæmisoftmeðtólu- verðarfjártiæðirsem getaglatast Umboðsmenn og blaðberar úti á landi munu um næstu mánaðamót, í byrjun nóvember, bjóða áskrifendum EURO og VISA boðgreiðslur með svipuðum hætti. Haflð samband við afgreiðslu DV kl.9-20viHkadaga, laugardagakl.9-14, ef óskað er nánari upplýsinga. Síminner 27022. Hamborg allia árstíða Menning og listir, matur, skemmtanir, verslanir, viðskipti. ■ Vetrardagskráin er nánast ótœmandi. 9 &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.