Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 29 Sérstæð sakamál Noel Brown. Sófía litla. reglan tekiö í sína vörslu er hann var fangelsaöur. Það næsta sem varö til að upplýsa þessa undarlegu morðgátu var mitt- isól sem fannst og var á henni mynstrið sem fannst á hálsi Júlíu. Nokkru síðar hófust svo ytirheyrsl- ur yfir þeim sem þekktu til Mitch Robinson og starfað höfðu með hon- um á diskótekinu. Virtust allir á einu máli um að hann hefði sýnt konu sinni mikla lítilsvirðingu og fyrir- litningu. Fékkst á því fleiri en ein staðfesting að hann hefði leitað eftir félagsskap annarra kvenna eftir aö Júlía varð barnshafandi og einnig eftir að hún fæddi dótturina. Reynd- ar héldu sumir því fram að þá hefði Mitch lagt sig enn meir fram en fyrr við að komast í kynni við aðrar kon- ur. Líftryggingin Frekari rannsókn leiddi svo í ljós að Mitch hafði líftryggt Júlíu fyrir um jafnvirði níu milljóna króna. Gaf sig fram vitni sem kvaðst hafa heyrt Mitch segja að hann skyldi greiða þeim tvær og hálfa milljón sem vildi taka að sér aö myrða hana. Meira um lykilinn Lásasmiður í hverfmu kom svo með það sönnunargagn sem segja má að hafi gefið lögreglunni þá vitn- eskju sem nægði til þess að upplýsa málið. Smiðurinn minntist þess að Robinson hefði komið til sín og beðið sig um að smíða aukalykil að bak- hurðinni heima hjá sér. Við það tækifæri hefði hann verið með félaga sínum, Noel Brown, sem var tuttugu og fjögurra ára. Játning Noel Brown var nú handtekinn og ekki leið á löngu þar til hann féll saman og gerði játningu. Skýrði hann frá því að Robinson hefði ákveðið að ryðja Júlíu úr vegi. Hefði hann, til þess aö fá fjarvistar- sönnun, hafið slagsmál á götu úti og hefði tilgangurinn með þeim verið sá einn að láta setja sig í vörslu svo hann fengi fullkomna fjarvistar- sönnun. Brown kvaðst hafa verið búinn að gera samkomulag við Robinson um aö myrða Júlíu á meðan hann sæti inni. Brown kvaöst hafa notaö aukalyk- ilinn til þess að fara inn í íbúðina til Júlíu. Rúðuna í bakhurðinni hefði hann brotið viljandi því með hávaö- anum hefði hann viljað vekja Júlíu. Hún heíði líka komið niður til þess að athuga hvaö væri að gerast. Réðst þá Brown á hana og brá um hana mittisólinni sem hann kyrkti hana svo með. Á eftir sagðist hann hafa rifið náttkjól hennar. Hefði klukkan verið um tvö um morguninn er hann hefði farið úr íbúðinni. Var þá kom- inn 1. febrúar. Lyklinum að bak- hurðinni kvaðst hann hafa gleymt í skránni. „Tvær og hálf milljón var það sem Mitch Robinson lofaði mér fyrir," sagði Brown. Peningana átti hann að fá um leiö og trygginga- félagið hefði greitt út líftryggingu Júlíu. í ljós kom nú að Mitch Robinson hafði áður reynt aö ráða konu sína af dögum. Hafði hann þá ekið bíl á tré á fullri ferð. Hafði Júlía, sem setið hafði við hlið hans, misst meðvitund við áreksturinn. Hafði Robinson þá dregið hana út úr bílnum af því að hann sá að hún var enn á lifi og sleg- ið höfði hennar við tréð. Bíll hafði þá ekið hjá og hann orðið að hætta við að slá höfði hennar við. Hafði hún því haldið lífi í það sinn. Á eftir sagði Robinson vinum sín- um svo frá því að hann hefði eyðilagt ágætan bíl til einskis. Aðrar morðtilraunir Síðar hafði Mitch svo reynt að drekkja Júlíu er þau höfðu verið í sumarleyfi á Jersey. Hafði hann þá skilið hana eftir meðvitundarlausa á ströndinni og ætlað að láta öldur Atlantshafsins ljúka verkinu fvrir sig. Júlía hafði þó einnig haldið lífi í þetta sinn. Þetta var þó ekki síðasta morðtil- raunin sem ekki tókst. Nokkru síðar hafði Mitch Robinson reynt að aka á konu sína í stolnum bíl. Þaö var hins vegar ekki fyrr en í íjórða sinn að Júlía týndi lífinu. Réttarhöldin Réttarhöldin í þessu máli fóru fram í Birmingham í júlí í ár og sátu bæði Robinson og Brown á sakborninga- bekknum. Fengu þeir báðir ævilanga dóma. Kom fram af hálfu dómara að fúlmennska Mitch Robinson heföi verið með ólíkindum. Hann liefði ekki aðeins sýnt konu sinni mörg banatilræði heldur hafði hann eftir að hafa fengið leigumorðingja til þess að ráða hana af dögum hringt til fóð- ur hennar og látið hann koma að dóttur sinni látinni. Hefði það vel getað kostað Frank Avery lífið því heilsa hans væri ekki það góð. Reyndar væri það ekki Robinson að þakka að Avery væri enn á lífi, sagði dómarinn. Hann upplýsti jafnframt að Mitch Robinson hefði aldrei getað fengið líftryggingarféð. Þannig hefði verið frá tryggingunni gengið að allt féð hefði átt að renna til dótturinnar, Sófíu. Reyndar væri það svo að Sófía fengi féð því tryggingin væri í gildi gagnvart henni og hefði tryggingafé- lagið lýst því yfir að það myndi greiða níu milljónirnar auk vaxta þegar Sófia yrði íjárráða. Hún fær því móð- urbætur og má það ef til vill teljast nokkuð réttlæti til handa litlu stúlk- unni sem er nú í raun munaðarleys- ingi. Flutningabíll óskast: Vil kaupa 6-8 tonna flutningabíl eldri en árg. 1980. Hafið samband við auglýsingaþj. DV, merkt 333. HITAVEITA SUÐURNESJA BREYTT SÍMANÚMER (92-) 1 52 00 Frá 1. nóvember verður skrifstofusími hitaveitunnar 1 52 00 í stað 1 32 00. Sími bilanatilkynninga er óbreyttur, 1 35 36. Vióskiptavinir eru beðnir að færa breytinguna inn í símaskrá. HITAVEITA SUÐURNESJA Brekkustíg 34-36 260 Njarðvík. SÍMI 1 52 00 CITR0EN BX19TRD Dísil, hvítur, árg. 1986, ekinn 84.000 km, beinsk., 5 gíra með rafdrifnum rúöum, central læsingum, vökva- stýri, lituðu gleri og tweed áklæði. Einstaklega vel með farinn dekurbíll. VERÐ AÐEINS 605.000 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 13-17 Globusií Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 Heba heldur við heilsunni Konur! Haldið 1 línurnar og heilsuna. Síðasta námskeið fyrir jól, 5 vikur, hefst 2. nóvember. Við bjóðum upp á: Aerobic-leikfimi, almenna tíma, Rólega tíma, hraða tíma, megrun- arkúra, nuddkúra, sauna, ljós, allt saman eða sér. Engin hopp. Sértímar fyrir þær sem vilja létta sig um 15 kg eða meira. Vigtun og mæling - gott aðhald. í Hebu geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Innritun og upplýsingar í sim- um 42360 og 41309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir íþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kopavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.