Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 49 Spurt Hverjir eru sigurstrang- legastir í 4. flokki karla? Einar Tönsberg, Fram: Aö sjálfsögöu Fram. Þá eru Valur og ÍR einnig sig- urstrangleg. Einar Árnason, KR: Valur veröur í fyrsta sæti, KR-ingar í ööru sæti og Þór, Ak., i því þriðja. Jónas G. Jónsson, UFHÖ: Ég treysti mér ekki til að spá um endanlega röö en FRAM, ÍA, Selfoss og Valur koma til meö að berjast um titilinn. Þórarinn Ólafsson, Val: Ég tel aö fjögur lið komi til með að berjast um titilinn en það eru Valur, Fram, Þór, Ak., og ÍR. Erlingur R. Klemensson, Selfossi: Efstu lið verða Fram, Selfoss, Valur og ÍA. Handknatfleikur unglinga Þjálfun er hugsjónastarf Theódór Guðfinnsson er þiálfari 4. flokks karla hjá Val. Unglingasíð- an ræddi við hann inni í Laugardals- höll um síðustu helgi þar sem Valur var að spila í undankeppni íslands- mótsins. „Ég er búinn að þjálfa þessa stráka í fjögur ár en þegar þeir voru saman í 5. flokki urðu þeir Islandsmeistarar og Reykjavíkurmeistar. Eftirminni- legasti leikur, sem þessir strákar hafa spilaö, var úrslitaleikurinn í íslandsmótinu það ár á móti Þór, Akureyri. Árangurinn var geysilega góður þá því að við spiluðum 26 leiki það árið og unnum þá alla. Við stefn- um að því að endurtaka leikinn i ár en það verður örugglega erfitt. Okk- ar helsti styrkleiki er að við erum með mjög góða einstaklinga. Við spil- um kerfisbundinn handbolta og erum með góð hraðaupphlaup Einn- ig þekkja þessir strákar hver annan mjög vel. Ég held að erfiðustu mót- herjar okkar í ár verði FRAM, FH og Þór, Akureyri, en öll þessi félög eru með sterk lið. Við æfum tvisvar í viku og spilum svo töluvert af æfingaleikjum líka. Siðan hittumst við líka stundum heima hjá mér og horfum á video- spólur með handaboltaleikjum og • Theódór Guðfinnsson, þjálfari Vals. ræðum málin. Hjá Val læt ég sterk- asta liðið hverju sinni byrja inn á en hinir koma síðan inn á eftir því sem efni og aðstæður leyfa. í fyrra var byrjað að spila éftir nýju fyrirkomulagi sem mér finnst mjög gott. Deildarkeppnin tryggir það að öll félög eru að spila við hð sem eru svipuð að getu og öll sterk- ■ ustu liðin lenda síðan saman í úr- slitakeppni. Unglingastarfið hjá Val er ekki nógu gott og lendir öll vinna á þjálf- urunum. Nýlega var stofnuð ungl- inganefnd hjá Val en hún hefur ekki ennþá tekiö til starfa svo ég viti. Töluverður kostnaður lendir á mér, t.d. ferðakostnaður, harpix og sjúkravörur. Þetta er mjög slæmt og verður að laga fljótlega. Næsta sumar stefnum við á að fara ' í keppnisferð til útlanda. Helst kem- ur til greina að fara til Norðurland- anna eða Ítalíu. Strákarnir eru þegar búnir að safna töluverðum pening- um og eru núna byrjaðir að safna áheitum sem við vonum að gefi vel af sér.“ Þetta sagði Theódór Guð- finnsson sem þjálfar hinn stórefni- lega 4. flokk karla hjá Val sem örugglega á eftir aö vera í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í vetur. Valsmenn sterkir í 4. flokki karla fór keppni firam í Laugardalshöh og á Selljaraar- nesi og var umsjón nokkuð vel leyst af hendi hjá Vfiongi og Gróttu. Þó bar nokkuð á því að ungir og réttindalausir dómai-ar væru við 9törf og að sögn Magnúsar Guð- mundssonar hjá Vikingi var hér um neyðarráðstöfun að ræða þar sem erfitt væri að fá menn til starfa. Valsmenn áttu ekki í neinum telj- andi vandræðum í C-riöh og sigr- uöu þeir alla andstæðinga sína stórt. Þarna er á ferðinn eitt al- sterkasta hð 4. flokks karla og urðu þeir íslandsmeistarar í 5. flokki karla 1986. Þá töpuðu þeir ekki leik allan veturinn og viröast þeir hafa hö til að endurtaka það. KR sigi-aði Víking i úrshtaleik um sæti í 2. deild, 15-13. HK rak lestina í C- riðli meö ekkert stig. Stjarnan og UBK háðu harða bar- áttu í E-riðli. UBK tryggði sér 1. deildar sæti með sigri gegn Stjöm- unni, 12-10, og virðist UBK vera þaraa á ferðinni með mjög sterkan flokk. Sljarnan á hæglega að geta unniö sig upp í 1. deild i næstu umferð. Haukar unnu Fylki öragglega, 23-11, í leik um sæti í 3. deild. Ármann mætti ekki til leiks gegn Þrótti í fyrsta leik F-riðils og var hann því dæmdur Ármanni tapað- ur, 10-0. UMFN sigraði síðan Þrótt með 18 mörkum gegn 13 og tryggöi sér sæti í 1. deiid. Hörkubarátta var i B-riðh milli ÍR og Týs Ve. Þau áttust við í fyrstu umferö og lauk leik þeirra með jafntefii, 12-12. Þessi hð þurftu síð- an aö betjast við að ná hagstæðari markatölu í leikjunum gegn Þór Ve. og ÍBK. í annarri umferð gekk ÍBK af - í 4. flokki karia leikvelh þar sem dómari leiksins gaf einum leikmanni og þjálfara rautt spjald áður en leikurinn hófst gegn Tý. Týr var því dæmdur sig- ur, 10 -0. ÍR sigraði síðan Þór með sjö marka mun, 15-8. í þriöju og síðustu umferð sigraði Týr hö Þórs stórt, 23-7. ÍR-ingar bættu um betur og sigruðu ÍBK með 33 mörkum gegn 12. ÍR tryggði sér þar meö sigur í B-riðh og sæti. í 1. deild. Þór sigraöi ÍBK, 17-11, og spilar . því í 3. deild en ÍBK rak lestina. í D-riðli var keppni mjög jöfh og var mikil barátta milh þriggja liða, FH, UMFA og Gróttu. FH gerði jafntefli viö Gróttu en með sigrum gegn UMFA og Skahagrímitryggöu þeir sér sæti í 1. deild. UMFA sigraöi Gróttu, 13-10, og tryggði sér sæti í 2. deild en Grótta hefur keppni í þeirri þriðju. í A-riöli unnu lið Fram og ÍA bæöi Selfoss og UFHÖ öragglega. í þriöju og síðustu umferð áttust þau við í hreinum úrshtaleik. Leik- urinn var mjög jafn til aö byija með en Framarar náðu forystu stuttu fyrir leikhJé, 12-10. í byrjun seinni hálfleiks náðu Skagamenn að skora hvert markið á fætur öðru án þess að Fram næöi að svara fyr- ir sig og breyttu stööunni í 17-13 sér í vil. Framarar náðu að minnka muninn stuttu fyrir leikslok en góð barátta Skagamanna færöi þeim sæti í 1. deild. Framarar geta sjálf- um sér um kennt, aha baráttu og sigurvilja vantaði í hðið og verða þeir aö taka sig verulega á ef þeir ættla sér að verða í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í vetur. Selfoss tryggði sér sæti í 3. deild með sigri á UFHÖ í síðasta leik rið- ilsins. Eins og áður sagði eru Valsmenn með eitt sterkasta hð í 4. flokki karla. Ljóst er þó að nokkur hö geta hæglega velgt Valsmönnum ærlega undir uggum. 1-deild Valur UBK UMFN ÍA ÍR FH 2. deild KR Stjaman' Þróttur TýrVe. UMFA FRAM 3. deild Víkingur Haukar Ármann Selfoss Þór Ve. Grótta 4. deild HK Fylkir UFHÖ ÍBK Skallagrímur Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson Leikið um helgina Seinni umferð Reykjavíkur- móts verður leikin um helgina og verður örugglega hart barist um sæti í úrslitum sem fara síðan fram í Seljaskóla 15. nóvember nk. 3. og 4. flokkur karla spilar í Álftamýrarskóla 3. og 4. flokkur kvenna spilar í dag í Réttarholtsskóla. 5. og 6. flokkur karla spilar í íþróttahúsi Ármanns við Sigtún. Sýnið gott fordæmi í forkeppni 3. flokks karla um síðustu helgi tóku 12 nýir héraös- dómarar próf. Allir vita að fyrstu leikir sem leikmenn taka þátt í eru erfiðir og ahir gera sín mi- stök. Virðingarleysi og dónaskap- ur sem sumir þjálfarar sýndu þessum ungu dómurum var fyrir neðan ahar hehur og voru þeir sjálfum sér og félagi sínu til mik- Ular skammar. Þjálfarar og forráðamenn verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru hinum ungu leikmönnum sínum fyrir- mynd, jafnt utan vallar sem innan. Þau félög sem era með umsjón eru hvött til aö sinna því af kost- gæfni. Það er alltof algengt að réttindalausir dómarar séu látnir dæma leiki sem þeir hafa enga kunnáttu til. Einnig hefur ungl- ingasíðan frétt að í forkeppni 5. flokks karla hafi einn og sami dómarinn dæmt tólf leiki án hvUdar án þess að hafa nokkurn sér til aðstoðar. AUir sjá aö eng- um er greiði geröur með slíkum vinnubrögöum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.