Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987. Bítlarnir tuttugu árum eftir „Sergeant Pepper“: Fj ölskyldumenn með ólíkar skoðanir á lífinu Þeir eru menn á miðjum aldri, einn orðinn afi, búa með fjölskyldum sínum og reyna að lifa nota- legu lífi, piltarnirsem eínusinnivoru síðhærðir og stúlkurnar féllu unnvörpumfyrir. Þeirvorusætir og eru það enn þó aldurinn færist yfir. Ennþá eru plötur þeirra vinsælar þótt þær séu komnar yfir unglingsárin. Við erum að tala um hina einu sönnu Bítla. Hvað eru þeir að gera í dag? Allir. þeir sem orðnir eru 25 ára í dag upplifðu á einhvern hátt þegar' bítlaæöiö reiö yfir heiminn. Bítlarnir síöhæröu voru frá Liverpool. Hljóm- sveitin flosnaði síöan upp, mörgum tfl sárra vonbrigða, en Bítlamir héldu áfram frægðarferlinum hver fyrir sig. Sjö ár eru nú liðin síðan John Lennon var myrtur af geðsjúk- um manni á götu í New York. Hinir eftirlifandi geta farið að huga að því að halda upp á hálfrar aldar afmæli sín. Ringó afi Ringo Starr er þegar orðinn afi. Elsti sonur hans, Zak, á tveggja ára dóttur sem heitir Tatia. Ringo hefur miklar mætur á litlu sonardótturinni og eyðir miklum tíma í aö leika við hana. Hann kallar hana iöulega gælunafninu: Bye bye boogaloo, hello goochey koo. Þessi undarlega setning er frá Bítlatímanum og gekk miOi þeirra félaga oft og iðulega. Ringo er orðinn 47 ára. Hann hefur samið texta og lög fyrir marga fræga söngvara og grætt stórfé. Ringo hefur gefið út eigin plötur en þær hafa ekki hlotið þær vinsældir sem hann ósk- aði eftir. Síðasta plata hans, Old Wave, sem út kom árið 1984, þótti léleg og hlaut slæmar viðtökur jafnt í Englandi sem Bandaríkjunum. „Þeir seldu víst einhver þúsund ein- tök í Kanada,“ segir Ringó og gerir grín að öllu saman. „Og ég held að hún hafi komist á topp tíu í Afganist- an,“ segir hann ennfremur en hlær ekki. „Ég á svo mikið af peningum að ég fer létt með að lifa góðu lífi fram í dauðann, jafnvel þótt við verðum eyðslusöm.“ Ringó græðir heilmikla peninga á kvikmyndaleik auk plötu- sölunnar. Hann er sá eini af Bítlun- um sem hefur hlotið vinsældir í gegnum kvikmyndir og sjónvarp. Stöðugt berast honum tilboð um leik í kvikmyndum í Hollywood en af- þakkar þau þár sem hann hefur meiri áhuga á fjölskyldunni. Býr í höll Eiginkona Ringós er Barbara. Hún er önnur kona hans. Fyrri kona hans, Maureen, er móðir sona hans, Zaks, sem er 21 árs, Jasonar, sem er 19 ára, og dótturinnar, Lee, sem er 16 ára. Þegar þau hjónin skildu fékk Ringó er orðinn afi og skilur konu sína, Barböru, aldrei eftir eina. Sonurinn Dhani er líf og yndi föður sins, George Harrison. Paul McCartney er fjögurra barna faðir, kvæntur Lindu sem er amerísk. Maureen mikla fjárfúlgu auk mánað- arlegs meðlags sem verður vart talið í þúsundum. Hún býr í Bandaríkjun- um í húsi sem Ringó gaf henni en þau hittast venjulega er hún kemur til Englands. Ringo og Barbara búa í Englandi. Hann á hús í Chelsea og annað fyrir sunnan London. Reyndar er það frekar höll en hús, með 25 herbergj- um. Húsið stendur á stórri landar- eign og væntanlegir nágrannar RingóS eru Sarah og Andrew prins. Barbara og Ringo kynntust árið 1980 er hann var að leika í kvik- mynd. Þau giftu sig stuttu síðar. Hún er 49 ára en gæti verið 29 eftir útlit- inu að dæma. Ringó leynir því ekki að hann er mjög skotinn í Barböru sinni. „Það lengsta sem við höfum verið hvort án annars eru fjórir tímar,“ segir hann. Ringó bjó lengstum í Bandaríkjun- um eða til ársins 1981 aö hann flutti aftur heim til Englands. „Hér er bæði rólegra og öruggara," segir Ringó. „Eftir að John var myrtur er ég þvingaður til að hafa lífverði með mér hvert sem ég fer í Bandaríkjun- um. Á Englandi þarf maður ekki að hugsa um slíkt heldur getur lifað eðlilegu lífi og það kann ég að meta.“ Síöa hárið, sem var á sínum tíma tákn Bítlanna, er nú horfið. Hárið er stuttklippt og hann hefur alskegg. Ringó klæðir sig í rándýr klæðskera- saumuð fót, í skyrtu og með bindi eins og hver annar miðaldra enskur séntilmaður. Aðeins einn hlutur minnir á mótmælatímann forðum en þaö er gulleyrnalokkur sem hann er með í öðru eyra og tattóvering á öör- um handleggnum. „Konan mín er líka tattóveruð," upplýsir hann. „Innan á öðru lærinu - en það fæ ég bara að sjá...“ Sá eini sem hann hitt- ir reglulega af Bítlunum er George Harrison. George er lífhræddur George Harrison er 44 ára. Morðið á John Lennon hafði mestu áhrifm á hann því að George er mjög líf- hræddur. Stóra húsið hans í Henley, við Thamesflóann, vestur af London, er umkringt öryggisvörðum. Hann hefur lífvarðavaktir nánast eins og drottningin og hreyfir sig helst ekki út úr húsi nema hann sé nauðbeygð- ur til þess. George á einnig stórt hús á Hawai- i.Á þrjá vegu er húsið afgirt með háum girðingum en fjórða hliðin snýr aö snarbröttum klettum þar sem sjcjrinn gengur upp að. Til að auka enn öryggið hefur hann sett rafmagnsþráð fyrir ofan girðinguna. Húsið er auk þess svo kröftuglega byggt að sennilega myndi það standa óhaggað í kjarnorkustyijöld. „Morðið á John Lennon gjörbreytti lífi mínu. Ég varð lííhræddur. Ég veit að það er heimskulegt að dæma alla eftir einum brjálæðingi en það er alveg sama, hræðslan situr í mér. Nú geri ég allt til að fó.lk þekki mig ekki,“ segir George Harrison sem neitar að láta taka af sér myndir. „í dag veit fólk ekki hvernig ég lít út eða hvar ég bý. Ég vil ekki vera fræg- ur.“ Klósettið syngur ekki Það hafa gengið ýmsar sögur um það hvernig hann einangrar sig. „Já,“ segir hann. „Ég hef heyrt ýmis- legt eins og til dæmis að ég sitji allan daginn í dimmu herbergi, láti negl- urnar vaxa og taki upp símann meö því að láta pappír á milli eyrans og tólsins. Ég baða mig ekki tíu sinnum á dag og klósettið í húsinu mínu á Hawaii spilar ekki „Lucy in the sky“ þegar sturtað er niður. Hins vegar er ég mikill áhugamaður um garð- yrkju. Náttúran á vel við mig og gefur mér frið,“ segir George enn- fremur. George, önnur kona hans Olivia og sonur þeirra Dhani búa til skiptist í Henley og á Hawaii. Stærsta áhuga- mál Georges er að rækta upp trjá- garð. Hann er ekta garðyrkjumeist- ari, þaö bera blómahafið og trén hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.