Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Heiðarbraut 37, neðri hæð, þingl. eigendur Sigrún Daníelsdóttir og Þröstur Eðvarðsson, fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 16. des. 1987 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka islands, Tryggingastofnun ríkisins, Gústaf Þór Tryggvason hdl., Ævar Guðmundsson hdl., Jón Sveinsson hdl., Andri Árnason hdl. og Landsbanki islands. _________________________Bæjarfógetinn Akranesi REYKJMJÍKURBORG Jlau&cw Stöcúci HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun Hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu í skólum, um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Skrifstofumann við skólatannlækningar í 50% starf. Skrifstofumann á skrifstofu Heilsuverndarstöðvarinnar við tölvuinnslátt og almenn skrifstofustörf. Starfið er 50%-70%. Upplýsinga eru gefnar á skrifstofu framkvæmdastjóra heilsugæslu- stöðva í síma 22400. Umsóknum skal skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 21. desember 1987. FÉLAGMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR W FORSTÖÐUMAÐUR FÉLAGSSTARFS ALDRAÐRA Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg auglýsir laust forstöðumannsstarf í Norðurbrún 1, félags- og þjónustumiðstöð aldraðra. Starfið felst í daglegri stjórnun, bókhaldi og skipu- lagningu á félags- og tómstundastarfi fyrir Reykvík- inga, 67 ára og eldri. Góð menntun og reynsla æskileg. Starfið er laust 1. jan. 1988. Upplýsingar hjá yfirmanni ellimáladeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar, Þóri S. Guðbergs- syni, í síma 25500. Laun skv. kjarasamningi starfsmannafélags Reykja- víkurborgar. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfs- mannahaldi Reykjavíkurborgar í Pósthússtræti 9 og skal umsóknum skilað þangað fyrir 24. des. 1987. Frábærir skór m/leðursóla Verð 4.110,- Memung Nýr valkostur fyrir unnendur geisladiska Ekki fer á milli mála að íslend- ingar hafa tekið geisladiskinn (eða hljómdiskinn) upp á arma sér. Mik- il og stöðug sala er nú í geislaspil- urum og fer verð þeirra nú hríðlækkandi. Hins vegar hefur verð diskanna sjálfra ekki lækkað í samræmi við spilarana - er enn tæpar 1500 krón- ur fyrir nýjar upptökur á sígildri tónlist - sem endurspeglar ástandið á hinum alþjóðlega geisladiska- markaði þar sem stóru evrópsku útgáfufyrirtækin hafa gert með sér óformlegt samkomulag um að lækka nýja geisladiska ekki svo nokkru nemi. Hvað er þá til ráða fyrir lítt íjáða geisladiskaunnendur? Jú, þeir geta haldið sig við endur- útgáfur á geisladiskum en stór útgáfufyrirtæki eins og DG og Philips eru með tiltölulega ódýran flokk geisladiska með endurútgáf- um. Margir þessara diska eru í hæsta gæðaflokki, bæði hvað flutning og hljómgæði diskanna varðar. Hingað komnir kosta þessir disk- ar samt um og yfir 1000 krónur stykkið. Annar valkostur er að komast í sambönd við smærri útgáfufyrir- tæki, sem kappkosta að gefa út góða tónlist á geisladiskum gegn viðráðanlegu verði. Nú hefur Japis einmitt fengið umboð fyrir geisladiska frá jap- anska Denon fyrirtækinu sem þekktari eru fyrir hijómtæki sín. Undanfarnar vikur hef ég verið með nokkra diska frá þessu fyrir- tæki í stöðugri hlustun og tel að þama sé yfirleitt um úrvals hljóm- listarflutning og upptökur að ræða - og á skaplegu verði. Nýjar upp- tökur munu kosta um 1150 krónur en eldri upptökur eru talsvert ódýrari. Fullkomlega stafræn upptaka Það þarf varla að geta þess að öll klassísk tónlist, sem fyrirtækið gef- ur út, er tekin upp fullkomlega stafrænt (DDD). Það sem Denon hefur tekist að gera er að virkja ýmsa evrópska hljómlistarmenn sem ekki eru á þessu venjulega stórstjörnuróli milli frægustu hljómsveita og díríg- enta - fólk sem ræktar sinn garð í kyrrþey eða hefur ekki enn brotið ísinn hvað frægðina snertir. Sérstaklega hefur fyrirtækið ver- ið heppið með tórdistarfólk frá Austur-Evrópu sem er með því besta í heimi en á af ýmsum ástæð- um ekki greiðan aðgang að stóm Hermann Prey barítonsöngvari. plötu- og geisladiskafyrirtækjun- um. Meðai þessa tónlistarfólks úr austurblokkinni er ungverski flautuleikarinn András Adotján, samlandar hans, píanósnillingarn- ir András Schiff og Zoltán Kocsis, sem báðir eru á góðri leið með að verða stórstjörnur, Tékkneska fíl- harmóníuhljómsveitin og stjórn- andi hennar Václav Neumann, Hljómplötur/geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson Kammersveitin í Prag, Suk tríóiö, Kocsian og Smetana strengjakvart- ettamir og loks góðvinur okkar íslendinga, sellósnillingurinn Jan- os Starker. Franskt-japanskt samstarf Ég hiustaði á András Schiff, sem stundum er kallaður Glenn Gould Ungverjalands, leika píanókon- serta eftir uppáhaldstónskáld sitt, Bach (C37-7236) ásamt Ensku kammersveitinni. Þetta er píanóleikur í rómantíska kantinum, hrynjandi er hægur og mikið pedallað þó hvergi of eða van. Túlkun Smetana kvartettsins á tveimur strengjakvartettum Moz- arts, nr. 15 í D og nr. 17 í B („Veiði- ferðin") er sömuleiðis alveg óaðfmnanleg og upptakan er ekki síðri (CO-1581). En Denon virðist einnig hafa átt mjög gott samstarf við ýmsa franska, þýska og svissneska tón- listarmenn. Frönsku flautuleikar- amir Jean-Pierre Rampal, Aurele Nicolet og Alain Marion spila reglulega inn á geisladiska hjá Den- on. Þetta fransk-japanska samstarf kemur oft skemmtilega út. Til dæmis hefur verið gefinn út diskur þar sem Rampal og hörpuleikarinn Lily Laskine leika japönsk þjóðlög (C37-7127) sem minna ótrúlega mörg á íslensk þjóðlagastef. Franski fiðluleikarinn Jean- Jacques Kantorow, margverölaun- aður tónlistarmaður, er einnig tíður gestur á þessum diskum og ótrúlega fjölhæfur ef marka má upptökulista. Af þýskum og svissneskum tón- listarmönnum sem spOa fyrir Denon má nefna barítonsöngvar- ann Hermann Prey, óbóleikarann Heinz Holliger, Camerata hljóm- sveitina í Bern og Basel Ensemble, Staatskapelie hljómsveitina í Berl- ín (sem flytur allar sinfóníur Beethovens undir stjórn Otmars Suitners), útvarpshljómsveitina í Frankfurt (sem sérhæfir sig í sinfó- níum Mahlers), Kammerhljóm- sveitina í Munchen og blásara- og strengjasveitir stóru sinfóníu- hljómsveitanna í Berlín sem allar eru mannaöar fólki af einleikara- kalíber. Undrandi og hrifinn Ég skal alveg játa að ég hafði hvorki heyrt minnst á útvarps- hljómsveitina í Frankfurt né stjórnanda hennar, Eliahu Inbal, áður en ég hlustaði á 8. sinfóniu Mahlers, „Þúsundmannasinfó- níuna“, (CO-1564/65), en játa mig nú bæði undrandi og hrifinn. Túlkun Inbals er bæði skýr og ástríðuþrungin - fullkomlega í anda tónskáldsins. Af annarra þjóða tónlistarmönn- um ber mest á portúgalska píanó- leikaranum Maria Joao Pires, Hollensku blásarasveitinni og Nu- ovo Quartetto frá Ítalíu. Mín eyru segja mér að Pires sé með bestu túlkendum á sónötum Mozarts sem nú er uppi ef marka má leik hennar á sónötum númer 9 -11 (C37-7388). Svo er auðvitað talsverður fjöldi japanskra tónlistarmanna, sem ekki eru þekktir á Vesturlöndum, en þurfa ekki að vera síðri fyrir það. Helstu annmarkar á útgáfunni eru þeir að óperutónlist fær þar ekki inni, sömuleiðis er fjarska lítið af annarri sígildri söngtónlist. Stóra, og næstum eina, undan- tekningin eru stórgóðar upptökur á söng Hermanns Prey á „Vetrar- ferðinni" og „Fallegu myllustúlk- unni“ eftir Schubert (C37-7240 og CO-1072), Upplýsingar í meðfylgjandi bækl- ingum eru einnig soldið tilviljunar- kenndar og sérviskulegar, kannski stílaðar á japanska áheyrendur, hvað veit ég. Sígildur jass Langmest er lagt upp úr klass- ískri tónlist hjá útgáfunni en jass- listinn er samt af sæmilegri lengd. Þar ber mest á jöxlum eins og Armstrong, Basie, Archie Shepp, Chick Corea, Ellington, Art Far- mer, Getz, Hampton, Mingus, MJQ, Monk o.fl. og er tónlist þeirra eldri oftast tekin upp eftir „masterum” frá Frakklandi (AAD eða ADD). Upptökur af MJQ frá 1958 hljóm- uöu eins og sveitin væri inni á stofugólfi hjá mér, sem er að sjálf- sögðu kostur - ef maður vill hafa jassband inni á stofugólfi hjá sér. Nútímatónlistin og popptónlistin á skrá hjá Denon virðast hins vegar vera í ætt við músakk. Allt í allt er hér um að ræða umtalsverða búbót fyrir íslenska unnendur sígildrar tónlistar á geisladiskum. -ai András Schiff pianóleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.