Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 64
64 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER. 1987. Menning Er rússneska vinnubúða- sósíalismanum við bjargandi? Mlkael Gorbatsjov: Perestrojka Iðunn, Reykjavík 1987. Þaö má Mikael Gorbatsjov eiga, að ekki leggur sömu stæku nálykt . af honum og þeim rússneskum valdhöfum, sem við Vesturlanda- menn erum vanastir, þeim Bresnév, Andropov og Tsémenko. Hann er tiltölulega ungur 'og sprækur og talar venjulegt manna- mál. Og kona hans, Raísa, er óneitanlega gædd meiri yndis- þokka en hinar stórskornu skess- ur, sem stundum hafa sést í fylgd rússneskra ráðamanna, þótt á hinn bóginn berihún með sér hugsunar- leysi yfirstéttarkonunnar, sem spyr hissa eins og María Antonetta forðum, hvers vegna fólkið snæði ekki kökur, þegar hún fréttir, að það vanti brauð. Og nú munu einhveijir drauga- skrifarar hafa sest niður og samið bók undir nafni Gorbatsjovs, og hefur utanríkisráðherra okkar, Steingrímur Hermannsson, tekið að sér að kynna hana hérlendis, en fyrir vikið vita bandamenn okkar á Vesturlöndum ekki, hvaðan á þá stendur veðrið. FYamferði Stein- grims er auðvitað fullkomið hneyksh, og kann ég ekki aðra skýringu á því en þá, að hann ætli sér að reyna að komast í embætti í einhverri alþjóðastofnun og vilji ekki, að Kremlverjar beiti þar neit- unárvaldi, þótt hann sé frá einu aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins. Steingrímur gleymir þá að vísu, að aðrir kunna að beita neit- unarvaldi í alþjóðastofnunum en Kremlveijar, til dæmis Banda- ríkjamenn, Bretar og Þjóðveijar. En sleppum draumum hans í bih og snúum okkur að bók þeirri, sem birtist hér nýlega undir nafni Gor- batsjovs, en ber rússneskan titil þvert á íslensk lög um vörumerki og auglýsingar. Þrjár ástæður til stefnu- breytingar Kremlverja Ég efast raunar ekki um, að Kremlveijar séu í alvöru að reyna að breyta um stefnu innan lands og utan. Eins og kemur fram í þess- ari bók Gorbastjovs, vijja þeir auka sjálfstæði fyrirtækja og taka meira tillit til almennra neysluþarfa, en minnka framlög til vígbúnaðar. Ég kem auga á þijár ástæður til þess- arar stefnubreytingar. Ein er auðvitað að sósíalisminn er dauður í hugum mannanna, þótt hann lifi enn góðu lífi í ýmsum stofnunum. Hann kveikir ekki lengur í neinum. Önnur ástæða er, að hagkerfi Ráðstjómarríkjanna hefur reynst ótrúlega óskilvirkt. Þótt í mið- stýrðu hagkerfi megi ná árangri á einhveiju tilteknu sviði með þvi að einbeita öllum kröftum að því, er heildarárangurinn miklu slakari en í hinu fijálsa eða sjálfstýrða hagkerfi. Kremlverjar gera sér lík- lega grein fyrir, að þeir hafa engan mátt til að ná heimsyfirráðum eða fylgja ákafri landvinningastefnu. Kúbustjóm kostar þá eina mfiljón Bandaríkjadala á dag, og stríöið í Afganistan er þeim einnig mjög erfitt. Þriðja ástæðan er sú, hygg ég, að ný kynslóð með Gorbatsjov í broddi fylkingar er að taka völdin í Ráð- stjómarríkjunum, og hún sættir sig illa við tregðulögmáhð, sem þar hefur gilt í flestum efiium. Það, sem nú er verið að framkvæma í Ráð- stjómarríkjunum undir heitinu „perestrojka", hefur gerst áður, eins og kunnugir menn vita. Árið 1924 losaði Lenín um atvinnulífið í þvi skyni að örva hagvöxt. Þijátíu og tveimur árum síðar, 1956, gerði Hrústjov upp við stjómarfariö á dögum StaUns, sleppti fóngum úr vinnubúðum og reyndi að hleypa nýju Ufi í hagkerfið. Og nú, þijátíu og einu ári síðar, hvetur Gor- batsjov til umbóta. Svo virðist sem víðtækrar viðleitni til umbóta gæti í Ráðstjómarríkjunum á 30-35 ára fresti, þegar ný kynslóð leysir gamla af hólmi. En smám saman sígur aUt aftur í sama farið. Hags- munimir verða hvatningarorðun- um yfirsterkari. Litiötil Leníns Ég efast þess vegna um, að við- leitni Gorbatsjovs tíl umbóta muni bera mikinn árangur. Hann reynir aðeins að reka rússneska vinnu- búða-sósíaUsmann örUtlu betur en forverar hans, þegar eini skynsam- legi kosturinn er að hafna sósíal- ismanum. Hann lætur svo um mælt á bls. 68: „Markmið okkar er að styrkja sósíaUsmann en ekki að leggja hann fyrir róða og taka upp aðra þjóðfélagsskipan. Það sem okkur er boðað að vestan, þar sem hag- kerfið er gerólíkt, finnst okkur ekki fýsUegt." Og hann tekur fram á bls. 20, að hann aðhylUst í einu og öUu hug- myndir Leníns, en hann kom sem kunnugt er á blóðugu og harðn- eskjulegu einræði í Rússlandi með öUu, sem því fylgdi, öryggislög- reglu, vinnubúðum, ritskoðun og annarri kúgun: „Rit Leníns og sós- íaUskrar hugsjónar hans hafa aUtaf verið okkur óþijótandi uppspretta díalektískrar, skapandi hugsunar, nægtabrunnur fræðUegra hug- mynda og póUtískrar skarp- skyggni. Fyrir okkur er hann ódauðleg fyrirmynd um göfgi og siðferðisstyrk, ósvikna menningu andans og óeigingjama hoUustu við málstað þjóðar og sósíalisma." Gorbasfjov telur, aö fólk þurfi að vera hreinskihö við valdhafana, en aðeins tíl að auðvelda þeim að stjóma landinu. Um tUkaU þeirra tíl valda má hins vegar aldrei ef- ast. Vinnubúðir og vitfirringahæli bíða ugglaust þeirra, sem fara yfir mörkin. Á bls. 62 ritar Gorbastjov tU dæmis: „Mín skoðun er sú að aUar heiðarlegar, opnar umræður Bókmenntir Hannes H. Gissurarson eigi að bjóða velkomnar, jafnvel þótt þær veki efasemdir. En varið ykkur á því að reyna að klæða okk- ur í annarra manna fot! Glasnost er ætlað að styrkja þjóðfélag okkar. Og það er margt sem við stöndum fast á. Um það getur enginn efast nema þeir sem fá ekki fullnægt sín- um persónulega metnaði, sem. brýtur hvort eð er í bága við hags- muni alþýðunnar, fyrir okkar sósíaUska lýðræði og kröfum um ábyrga afstöðu." Frá Austur-Berlín til Afganistan Einn blaðamaðurinn hefur Ukt kynningu Steingríms Hermanns- sonar á þessari bók við það, að íslenskur stjómmálamaður hefði á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld tekið að sér að auglýsa Baráttu mína (Mein Kampf) eftir Adolf Hitl- er. Ég held, að þessi Uking standist ekki að öUu leyti. Hitler var ábyrgðarlaus og líklega geðveikur ævintýramaður, sem heimsfriðn- um stafaði hætta af. Gorbatsjov er hins vegar kaldhygginn fuUtrúi hinnar nýju stéttar, sem hefur tögl- in og hagldimar í Ráðstjómarríkj- unum. Og þótt hann fangelsi umsvifalaust andófsmenri eða sendi þá úr landi, útrýmir hann ekki skipulega sumum kynþáttum eða þjóðum eins og Hifier gerði. Unnt á að vera að semja við Gor- batsjov, eins og frú Margrét Thatcher hefur sagt. En sitt er hvað, að semja við hann eða láta undan honum. Vestrænar þjóðir verða einmitt að hitta Kremlveija fyrir sameinaðar og fastar fyrir, en hætt er við, að menn eins og Stein- grímur Hermannsson. ijúfi slíka einingu með flaðri sínu upp um Gorbatsjov. En það sem blaðamaðurinn sagði var að því leyti satt, að Gorbatsjov er ékki sambærilegur við venjulega ráðamenn i vestrænum lýðræðis- ríkjum. Hann er einræðisherra, sem trúir á stáhð og beitir hiklaust valdi, þegar honum þurfa þykir. Aðrir íslenskir stjómmálamenn en Steingrímur Hermannsson hafa ekki lagt það í vana sinn að mæra sUka merin. Hvers vegna eru rúss- neskir kafbátar alltaf á sveimi í sænska skeijagarðinum og á sigl- ingu fyrir ströndum íslands? Hvers vegna stendur BerUnarmúrinn enn? Og hvers vegna beijarst rúss- neskar hersveitir í Afganistan? Á bls. 140 í bók sinni svarar Gor- batsjov því til, að þær hafi ekki verið sendar, fyrr en valdhafamir í Afganistan hafi beðið eUefu sinn- um um það! Ætlast hann eða draugaskrifarar hans til þess, að verijulegt fólk taki þetta alvarlega? Og hér get ég ekki stiUt mig um . að hafa eftir ummæU á bls. 95 í bókinni: „Rússland keisaradæmis- ins var oft nefnt fangelsi þjóða. Byltingin og sósíaUsminn hafa út- rýmt misrétti' og kúgun einstakra þjóða, og tryggt efnahagslegar, andlegar og menningarlegar fram- farir allra þjóða og þjóðabrota." Ég veit ekki, hvort þeir Steingrímur Hermannsson, Heimir Pálsson, yfirþýðandi bókarinnar, og eigend- ur Iðunnar, sem gefur hana út, geta horft kinnroðalaust framan í afkomendur Krim-tataranna, Volgu-Þjóðveijanna eða hinna ógæfusömu manna frá Eystrasalts- ríkjunum þremur, sem fluttir vom nauðungarflutningum tíl Síberíu. Fólki ekki leyft að velja En hvenær getum við fagnað nýj- um degi í austri? Ég held, að svarið sé einfalt. Viö getum gert það, þeg- ar Kremlveijar hafa fuUnægt þremur skUyrðum. í fyrsta lagi verða þeir að leyfa fóUd að fara úr landi, ef það viU, þannig að það geti í raun váUð um stjómarhætti. I öðra lagi verða þeir að leyfa fólki að kjósa um valdhafa og víkja sjálf- ir, ef þeir verða ekki fyrir vaUnu. í þriðja lagi verða þeir að leyfa fólki að velja um skoðanir, vöra og þjón- ustu á fijálsum markaði, jafnvel þótt það velji eitthvað, sem þeim er ekki þóknanlegt eða ekki er gert ráð fyrir í áætlunum þeirra. En ríki, sem fuUnægir þessum þremur skUyrðum, getur ekki verið sósíal- ískt. Það hlýtur eðU málsins samkvæmt að vera vestrænt menningar- og mannúðarríki, og ekkert er fjær kastalaherrunum í Kreml en stofna slíkt ríki. Eins og er hygg ég, að Gorbatsjov og lagsbræður hans séu að reyna að slaka á taumunum, svo að drátt- arkláramir í ráðstjómarkerfinu hlaupi hraðar. En þeir vUja hins vegar alls ekki afhenda dráttar- klárunum, hinum ólíku þjóðum Ráðstjórnarrikjanna, sömu rétt- indi og þeir hafa sjálfir. Þess vegna hljótum við að tortryggja þá og taka bók sem þessari með miklum fyrir- vara. HHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.