Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1987, Blaðsíða 66
66 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1987. Samstarf scm skilar þér frábæm kaffi. Sandkom Menn biöa nú eftir jólasnjónum. Kemur jólasnjórinn? Hin eindæma veðurblíða nú í allt haust og það sem af er vetri hefur víst ekki farið fram hjá neinum lands- manna. Norðlendingar hafa ekki farið varhluta af blið- unni og þá ekki Akureyring- ar sem eru ýmsu vanir (ekki síst innfæddir). En nú er þó svo komið að elstu menn á Akureyri muna ekki annað eins. Er þá langt til jafnað. Þeir stara undrandi til fjalla og gá til veðurs oft á dag. Ekkert bólar á vetrinum en gróður hefur hins vegar tekið við sér. Þeir sem horfa til fjallá frá Akureyri sjá til skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli ef þeir eru staddir ofarlega í bænum. En eins og staðan er í dag verður litil skiða- rómantík þar í brekkunum í vetur. Þar mun þurfa um eins metra snjólag til þess að hægt sé að opna brekkumar og ekkert bendir til þess að það verðiíbráð. En hver veit hvað gerist? Jólasnjórinn getur enn látið sjá sig og það er best að geyma frekari fullyrðingar. Þeir mega brenna inni Bæjarstjórnarmaðurinn Kristján Asgeirsson á Húsa- vík er ekki vanur að skafa neitt utan af hlutunum en segir meiningu sína oflast umbúðalaust. Það gerði hann t.d. á bæjarstjórnarfundi á dögunum þegar tekið var fyr- ir erindi frá Landssambandi slökkviliðsmanna, en slökkviliðsmennimir fóm fram á að fá fjárstuðning frá Húsavíkurbæ til að gangast fyrir kynningarherferð um brunavamir í Morgunblað- inu. Að sögn Víkurblaðsins, sem vakir yfir hag og velferð Húsvíkinga, sagði Kristján á fundinum að þetta væri dæmigert fyrir þá stefnu að koma alþýðubandalags- mönnum á kaldan klaka með öllum tiltækum ráðum. „Það á að bjarga lesendum Mogg- ans frá brunadauða en þeir sem lesa Þjóðviljann eiga bara að brenna inni yfir há- tíðamar," sagði Kristján. Og bæjarstjómin hafnaði erindi slökkviliðsmanna. „Júggamir" lifandi Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að bænda- blaðið Tíminn hefur tekið nokkrum útlitsbreytingum á forsíðu. Nú er forsíðan lögð undir risastórar tilvisanir á innblaðsefnið og gengur oft mikið á. Þannig var það eför fyrri landsleik okkar manna við Júgóslava í handboltan- um í síðustu viku. Tilvísun efst á forsíðu Tímans sagði: „Við höfðum Júggana í kvöldmat." Ég flýtti mér að fletta upp á íþróttasíðunni til að sjá hvetjir hinna heimsþekktu handboltamanna frá Júgó- slavíu hefðu verið étnir í Laugardalshöllinni kvöldið áður. En mér til mikils léttis var ekkert getið þar um át- veislu í höllinni. Heimsmeist- aramir vom vist allir lifandi enda snem þeir dæminu við þá um kvöldið og unnu sigur gegn okkar mönnum í síðari leiknum. Verslað í borginni Og enn um veðurblíðuna, nú um þau áhrif sem hún hefur á jólaverslunina. Það mun haft fyrir satt að versl- unin fyrir j ólin hafi flust mikið til höfuðborgarinnar, frá stöðum úti á landi. Þannig mun talsvert um að fólk sem t.d. er búsett á Hvammstanga og jafnvel á Blönduósi geri nú öll sín jólainnkaup í Reykjavík. Það er ekki orðið nema um þriggj a klukku- stunda akstur frá Blönduósi til Reykjavíkur efdr malbik- uðum vegi nær alla leið og því ekkert mál að skjótast til borgarinnar að morgni, versla yfir daginn og aka síð- an heim aftur að kvöldi. Þarna kemur að visu bens- ínkostnaður inn í. En á móti kemur að vöruverð er mun hagstæðara í höfuðborginni en á minni stöðunum úti á landi og vöruúrval margfalt meira. Haft er fyrir satt að þetta sé orðið mikið vandamál fyrir verslunarmenn úti á lands- byggðinni og gæti riðið einhveijum þeirra að fullu. Framandi veislumatur Klúbbur matreiðslumeistara, sem nefnist Framandi, hefur bent á að vannýttir séu stofn- ar villtra fugla í landinu, sem gætu verið góðir til matar. M.a. nefna þeir lóur, spóa, þresti og kjóa, einnig innmat eins og hóstarkirtla. Þetta iít- ur svo sem ágætlega út á pappímum, þótt ekki renni beint munnvatn við þá til- hugsun að leggja lóur sér til munns. Rjúpan er betri... Einn jólaglöggur maður hefur bent á að upplagt sé að éta fugla eins og snjótittlinga og kríur. Þetta er vissulega nokkuð framandi og hver myndi ekki hrökkva við ef hann kæmi inn á veitingahús og á matseðlinum stæði m.a: gljáöar lóubringur með ijómasósu eða pönnusteiktur snjólimur með fersku græn- meti! Nei, ætli það sé ekki bara betraaðhaldasigviðijúp- umarumjólin. .. .en lóan. Umsjón: Gylfi Krisfjánsson Jólagetraun DV - 6. hluti: Hvar er jólasveinninn? ATHUGIÐ! Sendið EKKI inn úrlausnir fyrr en allir tíu hlutar getraunarinnar hafa birst. Enn verður jólasveinninn fyrir óvæntri lífsreynslu þegar haim heimsækir nýja borg til að deila út gjöfum. Og enn eru það farartækin sem koma honum á óvart. Að þessu sinni þarf hann að ferðast um í tveggja hæða strætisvagni. Það er ekki laust við að hann svimi þegar hann er kominn upp á aðra hæð, en engu að síður hefur hann nú dálítið gaman af þessu. En Sveinki er ekki hrifinn af þokunni sem sífellt hangir yfir borginni. Það er varla að hann geti lesið framan á strætisvagninn eða séð götuheitin. Þó getur hann greint að framan á öðm hveiju húsi stendur „pub. En hann veit ekkert hvað það þýðir. Þið merkið við rétt svar á seðlinum, khppið hann út og geymið þar til allir tíu hlutar getraunarinnar háfa birst. Þá em allar úrlausnirnar sendar í einu umslagi til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt: „Jólagetraun". Við minnum á hina veglegu vinninga sem em í boði. Þeir era sextán talsins og býsna fiölbreyttir. Fyrsti vinningur er geislaspilari, annar vinningur er geislaferðaspilari og sá þriðji er ferðaútvarpstæki. Vinningar nr. 4-16 em bangsar sem segja sögur, lazer-leiktæki og brúður sem dansa í takt við hvaða lag sem er. Heildarverðmæti vinninganna nemur ríflega 130.000 krónum. En spurningin er: í hvaða borg er jólasveinninn staddur? LAC r&C) Þetta eru vinningar nr. 4-6. Þeir félagarnir Bangsi bestaskinn og Gorm- ur, vinur hans. Bangsi segir Gormi sögur á íslensku og syngur fyrir hann. Og auðvitað hreyfir bangsi munn og augu þegar hann er að spjalla við vin sinn. Moskvu NAFN: London Berlín HEIMIUSFANG: SÍMI:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.