Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 49 Fréttir Læknar dýraspítalans gera að meislum Petrós en hann brotnaði á hægri afturfæti. DV-mynd S Hundi bjargað eftir bílslys Ekið var á scháferhundinn Petró við Rauðavatn á flmmtudagskvöld þegar hann hrá sér í göngutúr frá heimili sínu upp á eigin spýtur. Lögreglan kom strax á staðinn og fór með Petró á dýraspítalann í Víði- dal þar sem gert var að sárum hans. Petró er m.a. beinbrotinn á hægri afturfæti. Hann liggur nú á dýraspít- alanum og líður eftir atvikum að sögn Þorvalds Þórðarsonar, dýra- læknis á spítalanum. Eigandi Petrós er fundinn. Þorvaldur sagði í samtali við DV að slysaalda á heimilisdýrum hefði gengið yfir í síðustu viku en þá voru gerðar fjórar aðgerðir á dýrum sem höfðu slasast. Aðallega eru það hundar og kettir sem lenda í slysum en Þorvaldur sagði þó önnur dýr, s.s. hesta, koma einstöku sinnum. -JBj Minnsta atvinnuleysi í áratug í desemher síðastliðnum voru færri atvinnuleysisdagar skráðir hér á landi en verið hefur í'þessum mán- uði í áratug, eða 14 þúsund á öllu landinu. Þetta jafngildir því að 650 manns hafi verið án atvinnu í mán- uðinum, sem er 0,5% af mannafla. Frá því í nóvember fjölgaði skráð- um atvinnuleysisdögum um 8 þúsund eða úr 0,2% af mannafla í 0,5%. Á áratugnum 1977 til 1986 voru að jafnaði skráðir 21 þúsund atvinnu- leysisdagar hér á landi í desember, en frá 1982 til 1986 að báðum árum meðtöldum voru þeir 36 þúsund. -S.dór Tívolísprengjur: Akvörðun á Rannsókn á tívolísprengjuslysun- um er nú lokið. Fundur með þeim aðilum, sem tengjast málinu, verður á miðvikudag. Þá mun liggja fyrir ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um hvort leyft verður framvegis að selja almenningi sprengjurnar. Þeg- ar hefur verið ákveðið að sprengj- urnar verði leyfðar áfram til miðvikudag sýninga. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur skilað ráðuneytinu skýrslum sem teknar voru af þeim sem slösuð- ust og þeim sem seldu sprengjurnar. Einnig var rannsakað hversu marg- ar tívolísprengjur voru seldar hér og eins hvaðan þær komu. -sme Norðurlandaráð: Finni hlaut tón- listaiverðlaunin Á fundi sínum í gær ákvað nor- ræna dómnefndin um úthlutun Tónhstarverðlauna Norðurlanda- ráðs (Nordisk Musikpris) að veita finnska tónskáldinu Magnus Lind- berg verðlaunin fyrir árið 1988, en þau nema 125.000 dönskum krónum (um 721.000 ísl. kr.). Verðlaunin eru veitt fyrir verk sem tónskáldið nefnir „Orka“ en dóm- nefndin lýsir því með eftirfarandi hætti: „Með tölvutækni og elektróník er grófur og fíngerður hljómur sam- einaður á sannfærandi hátt.“ Magnus Linberg er kornungur, fæddur 1958, lauk námi viö Síbelíus- arakademíuna árið 1981 og hefur stundað framhaldsnám og tónlistar- rannsóknir í Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi. Fyrir hönd íslands sitja Ragnar Björnsson skólastjóri og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri í dómnefnd- inni. Tónlistarverðlaunin verða afhent í Osló þann 8. mars næstkom- andi á 36. þingi Norðurlandaráðs. -ai Mikið slasaður eflir 6 metra fall Vinnuslys varð í nýbyggingu við Laugaveg seint í gærdag. Maður féll ofan af byggingunni og var fallið um sex metrar. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítaians. Þegar DV fór í prentun í gærkvöld voru ekki fyrir- liggjandi upplýsingar um hversu mikið maðurinn slasaðist en hann mun hafa slasast alvarlega. -sme Bridge Evrópumeistarar Svía sigursælir á boðs- móti í Englandi Áður en heimsmeistarakeppnin á Jamaica hófst stóð lítill bridgeklúbb- ur í London fyrir boðsmóti þar sem boðið var nokkrum sterkum bridge- sveitum, með Evrópumeistara Svía í broddi fylkingar. Meðal annarra þátttakenda voru sveitir frá Banda- ríkjunum, Hollandi, Skotlandi og írlandi. Svíar unnu keppnina með nokkr- um yfirburðum en röð og stig sveit- anna varð eftirfarandi: 1. Svíþjóð 287 2. England 239 3. Skotland 234 4. Bandaríkin 222 5. Hohand 203 6. London 171 7. írland 171 8. Woolwich 151 Sviamir Göthe og Gullberg fengu einnig verðlaun fyrir bestu sagnim- ar í eftirfarandi spili frá leiknum við írland. S/A-V K83 873 6543 752 D1094 - 1092 ÁDG4 Á8 DG107 K1084 ÁDG93 ÁG7652 K65 K92 6 Það telst ávaht góður árangur að ná láglitaslemmu á 25 punkta saman- lagðan háspilastyrk, svo ekki sé talað um ef andstæðingarnir hafa átt frumkvæðið í sögnunum. Verðlaunasagnröð Svíanna var þessi: Suður Vestur Norður Austur Göthe Guh- • berg 1S pass pass dobl pass 2L1) pass 3S2) pass 4T3) pass 4H pass 5L pass 6L pass pass pass Aðgönguverð er einungis 300 kr. fyrir allan leikinn og 200 kr. fyrir annan hálíleikinn. Spiluð verða 64 spil og verður spil- að frá kl. 13 til 17.30 og frá 19-23.30. Bridge Stefán Guðjohnsen Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 14. jan. voru spilaðar sjöunda og áttunda umferðin í sveita- keppni félagsins og er staðan eftir þær eftirfarandi: sæti sveit stig 1. Kristófers Magnússonar 160 2. yalgarðs Blöndal 150 3. Ólafs Gíslasonar 144 4. Drafnar Guðmundsdóttur 135 5. Jóns Gíslasonar 134 6. Siguröar Steingrímssonar 132 7. Ólafs Torfasonar 131 Bridgefélag Siglufjarðar Keppni milli eldri og yngri spilara. Miðað er við 40 ár. Úrslit: Eldri spilarar: sæti sveit stig 1. Birgis Björnssonar 121 2. Nielsar Friðbjarnarsonar 106 3. Guðlaugar Márusdóttur 93 4. Guðbrands Sigurbjömss. 86 Samtals 406 Yngri spilarar: sæti sveit stig 1. Bergs Reynissonar 108 2. Þorsteins Jóhannssonar 94 3. Sigríðar Björnsdóttur 83 4. Georgs Ragnarssonar 77 Samtals 362 Bridgefélag Siglufjarðar Árleg bæjarkeppni mhli Norður- bæjar og Suðurbæjar 28.12.87. 6. Reynis Pálssonar 849 7. Hauks Jónssonar 828 8. Jóhanns Þorvaldssonar 826 9. Haralds Árnasonar 792 Auk Hafliða voru í sigursveitinni: Bjöm Ólafsson, Ásgrímur Sigur- björnsson og Jón Sigurbjörnsson. SAMCO SAMBYGGÐAR TRÉSMÍÐAVÉLAR ★ 3 MÓT0RAR HALLANLEGT BLAÐ 3 HNÍFAR i HEFILVALSI STÓR SLEÐI FÍNSTILLILAND Á FRÆSARA TÆKJABÚÐIN HF. Smiðjuvegur 28, 200 Kópavogur Simi 75015 77 S r* Tímarit fyrir aHa tj~| 1) Eðlileg sögn með pósitífa hönd. Norðurbær Suðurbær 2) Splinter. Borð Stlg Borð Stlg 3) Góð spil með 1. og 2. fyrirstöðu i 1. 5 1 25 tígli. 2. 3 2 25 4) Fyrirstöðusögn. 3. 4 3 25 Það ber hæst í erfiðleikunum við 4. 16 4 14 að ná slemmu eftir opnun andstæö- 5. 11 5 19 inganna að á engu borði komust a-v nálægt því að ná slemmunni sem Göthe og Gullberg tóku. Sagnkerfi þeirra er aö segja eitt grand með negatífa hönd í þessari stöðu og því gat austur gefið Splintersögn í spaða með laufstuðningi. Og þegar hann heyrði fyrirstöðu- sögn vesturs í tígh þá gat hann sagt slemmuna í þeirri vissu að hún væri ekki verri en tvær svíningar. Það voru 1370 til Svíðþjóðar. Á hinu borðinu sphaði suður tvo spaða doblaða og a-v fengu 500. Bikarúrslitin á Loftleiðum á sunnudaginn Úrslitaleikur bikarkeppni Bridge- sambands Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn á Hótel Loftleiðum. Þar eigast við sveitir Pólaris og Sam- vinnuferða/Landsýnar. Leikurinn veröur sýndur á sýning- artöflu og með tökuvél þannig að áhorfendur sjá öll spihn og spilara um leið og þeir spila þau. Jafnframt verða spilin útskýrð jafnóðum svo fólk geti betur áttað sig á sögnum og spilamennsku. Öhum er heimill aðgangur og er allt bridgeáhugafólk hvatt til að mæta og fylgjast með spennandi og skemmtilegri keppni. Samt. 39 stig Samt. 108 stig Suðurbær sigraði með glæsibrag, 108 stig á móti 39. Bridgefélag Siglufjarðar Hraðsveitakeppni - blandaðar sveitir. Seinni urnferð, 30.11.87. Úrslit: sæti sveit 1. Hafliða Hafliöasonar 2. -3. Georgs Ragnarssonar 2.-3. Önnu Hertervig 4. 5. Stig 916 910 910 Guðbjargar Sigurðardóttur 878 Guðlaugar Márusdóttur 867 komið út Fæst á öllum blað- sölustödum ATTU 5-6 HERB. IBUÐ? Starfsmenn í auglýsingaidnaði óska eftir rúmgóðri 5-6 herbergja íbúð eða húsi vestan Kringlumýrarbrautar. Öruggar greiðslur— meðmæli. Nánari upplýsingar í síma 621711 á daginn og 76011, kvöld og helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.