Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 53 dv______________________Ferðamál Skíðasvæði á Islandi Fannfergið norðanlands hefur kætt skíðamenn á svæðinu og orðið til þess að skíðamenn víða á landinu mæna öfundar- augum í norð- urátt. Um síðustu helgi var skíða- svæðið í Hlíð- arQalli við Akureyii opið og reyndar einnig í Blá- fjöllum hér sunnanlands. Skíðasvæðin hér innanlands eru nokkuð mörg og virðist öll aðstaða batna með hverju árinu. Við skulum fara eina hring- ferð um landið og líta á helstu skíðastaðina. Við byrjum í Blágöllum, höldum sem sagt í austur frá höfuðborginni. Níu lyftur í Bláfjöllum Á Bláíjallasvæðinu eru níu lyftur, þar af tvær stólalyftur. Auk þess eru tvær til fjórar bamalyftur settar upp eftir þörfum. Áætlað er að um níu hundruð þúsund ferðir séu farnar í lyftunum á hverri skíðavertíð en þessi tala nær aðeins yfir ferðir í lyft- um Bláfjallanefndar. Á svæðinu starfa hka þijú íþróttafélög, Fram, Breiðabhk og Ármann. A þessu svæði er hægt aö nota sama skíða- kortið og sömu lyftumiða. í venju- legu árferði er svæðið opnað í nóvember en var opnað nú um síð- ustu helgi. Aðalskíöatíminn er eftir áramót og fram yfir páskana svo aö vertíðin er rétt aö byrja. Mikih íjöldi skíðamanna kemur árlega í Bláfjöll- in og virðist aukning ahtaf vera einhver, sérstaklega fjölgar göngu- skíöafólki. Árskort í lyftumar kostar nú fimm þúsund krónur fyrir fullorðna (kost- aði 5700 kr. í fyrra) og tvö þúsund og fimm hundruð fyrir böm. Sérstök æfingakort em nú fáanleg fyrir þá sem stunda æfmgar og kostar það árskort tvö þúsund og tvö hundruð krónur. Hamragil og Hveradalir í næsta nágrenni við Bláfjaha- svæðið er Hamragil og Sleggjubeins- skarð. í Hamragih ráöa ÍR-ingar ríkjum en í Sleggjubeinsskarði Vík- ingar. í Hamragih em a.m.k. fjórar lyftur og í Sleggjubeinsskarði era tvær. Rétt austar eru svo Hveradal- imir, sem er líklega elsta skíðasvæð- ið í nágrenni höfuöborgarinnar. Þar er ein sæmUeg lyfta. Áður en við for- um niður Kambana er smákrókur eða lykkja á leiðinni yfir á MosfeUs- heiði að SkálafeUi, skíðasvæði KR-inga. Þar em a.m.k. átta skíða- lyftur og þar af ein stólalyfta. Skíða- kortin kosta þar sama og á Bláfjalla- svæðinu en auk þess em sérstakir fjölskyldupakkar í boði. Austur- og Norðurland Aftur að Kambabrún og þá þarf að fara langt tíl að komast í næstu skíðalyftu. Við staönæmumst næst í Oddsskarði viö Neskaupstað. Þar er ein sex hundruð metra löng diska- lyfta og ágætur skíðaskáh. A Fagra- dal við EgUsstaði er skíðalyfta og eins við Seyðisfjörð. Á Húsavík em lyftumar tvær sem þar eru komnar í notkun og ekkert kvartað undan snjóleysi þar. Þá er það Akureyri og Hlíðarfjallið, en lyft- urnar þar voru opnaðar um síðustu helgi. Árskort í Hlíðarfjalli kostar sex þúsund og tvö hundruð fyrir fuU- orðna og þrjú þúsund og eitt hundrað fyrir böm. Dagskortin kosta fjögur hundruð og tíu krónur og tvö hundr- uð krónur. Þá eru fleiri skíðastaðir norðan- lands því Dalvíkingar hafa tvær lyftur í hlaðvarpanum og ágætis að- stöðu. Ólafsfiröingar og Siglfirðingar em líka mikhr skíðakappar og hafa góða aöstöðu tU skíðaiökunar. Besti skíöastökkpaUur landsins er hjá Ól- afsfirðingum og góð aðstaða til gönguskíðaiökunar. Á Hóli við Siglu- fjörð em a.m.k. þijár skíðalyftur og góð aöstaða. Fimmtán skíðasvæöi Þá er næst haldið yfir á Vestfjaröa- kjálkann og til ísafjarðar. Seljalands- dalur er þekktasta skiöasvæðið og þar em tvær stórar lyftur og ein minni eða samtals þrjár. í skíðaskála í Seljalandsdal er ágætis svefn- og veitingaaðstaða. Þá bmnum við suöur og eini við- komustaöurinn er Ólafsvík á Snæ- feUsnesi en þar mun vera ein skíðalyfta. Við höfum talið upp ein fimmtán skíðasvæði á þessari hringferð, við teljum BláfjaUasvajðið vera eitt svæði þó fleiri en einn rekstraraðiU sé þar. Ugglaust er hægt að renna sér á skíöum á fleiri stöðum á íslandi og lyftur eru á fleiri stöðum en hér hafa verið nefndir en þetta em helstu skíðastaöimir. -ÞG Hagnýtar upplýsingar fyrir flugfarþega Á ferðalagi á erlendri grund ber fyr- ir augu ferðamannsins margt sem við fyrstu sýn er framandi. Flug- hafnir og flugvelhr við stórborgir eru erilsamir staðir og stundum erfitt að ná þar áttum. Farseðlar virðast líka flóknir við fyrstu sýn. Okkur datt í hug aö það gæti greitt úr ýmsu fyrir ókunnugan ferðamann að átta sig á ýmsum smáatriðum, eins og til dæm- is merkingu skammstafana sem blasa við á stélum flugvéla og tU- kynningatöflum í flughöfnum. Við tökum hér nokkur dæmi. Þegar við erum að skipuleggja ferö- ir tfl framandi staða og gerum ráð fyrir að fara frá einum flugvelli yflr á annan er rétt að athuga fjarlægðir frá hverjum flugvelh til þeirrar mið- borgar sem er áfangastaður hveiju sinni. Við höfum lista yfir rúmlega sextíu flugvelU en við nefnum aðeins nokkur dæmi eins og í fyrra tilvik- inu. Flugvelhmir hafa ákveðnar skammstafanir, álíka og flugfélögin, og þær látum við fylgja með: Flugvöllurinn við Jóhannesarborg í Suður-Afríku heitir Jan Smuts (JNB) og er hann í tuttugu og fjög- urra kflómetra fjarlægö frá mið- borginni. Jomo Kenyatta (NBO) flugvöUurinn viö Nariobi í Kenýa er í sjö kílómetra fjarlægð frá miðborg Nariobi og svo er annar flugvöUur við borgina WUson og er hann í að- eins þriggja kílómetra fjarlægð. Ezeiza (BUE) er nafn á flugveUin- um í nágrenni Buenos Aires en hann er í fimmtíu kflómetra fjarlægð frá borginni. O’Hare Internationai (CHI) er flugvöllurinn í Chicago og í þrjátíu og fimm kflómetra fjarlægð frá sjálfri miöborginni. FlugvöUurinn við Hong Kong (HKG) heitir Kai Tak og er nítj- án kOómetra frá borginni. Luga heitir flugvöUurinn á Möltu, við höf- uöborgina Valletta, og hefur hann skammstöfunina MLA. Flugvöllur- inn er svo gott sem í borginni því fjarlægðin .þama á núlh er aöeins fimm kOómetrar. Þessir velUr em valdir af handahófi en vonandi til fróðleiks fyrir einhveija feröalanga. AA - American Airlines (bandarískt flugfélag) AC - Air Canada (kanadískt flugfélag) Al - Air India (indverskt flugfélag) AM - Aermexico (mexfkanskt flugfélag) AY - Finnair (finnskt flugfélag) BA - British Airways (breskt flugfélag) BD - British Midland Airways (breskt flugfélag) Cl - China Airlines (kinverskt flugfélag) DL - Delta Air Lines (bandarískt flugfélag) EA - Eastern Air Lines (bandariskt flugfélag) El - Air Lingus (irskt flugfélag) GJ - Ansett Airlines og South Australia (ástralskt flugféiag) HA - Hawaiian Airlines (havaiiiskt flugfélag) HN - NLM - Dutch Airlines (hollenskt flugfélag) IB - Iberia (spánskt flugfélag) JL - Japan Air Lines (japanskt flugfélag) KE - Korean Airlines (kóreskt flugfélag) KL - KLM - Royal Dutch Airlines (hollenskt flugfélag) LY - EL AL Israel (israelskt flugfélag) MS - Egyptair (egypskt flugfélag) NZ - Air New Zealand (Flugfélag Nýja-Sjálands - Eyjaálfunnar) OS - Austrian Airlines (austurriskt flugfélag) PC - Fiji Air (Flugfélag Fijieyja - Eyjaálfunnar) QZ - Zambia Airways (Zambíuflugfélag (Afríku) RA - Royal Nepal Airlines (nepalskt flugfélag) RJ - ALIA - Royal Jordanian Airlines Qórdanskt flugfélag) SN - Sabena - Belgian World Airlines (belgískt flugfélag) TP - TAP Air Portugal (portúgalskt flugfélag) UP - Bahamasair (flugfélag á Bahamaeyjum)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.