Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Yfirmenn hætta oftast strax í harðri samkeppni - segir Þórir Einarsson prófessor Viðskipti Þórir Einarsson, prófessor í vió- skiptafræði og kennari i stjórnun. „Sýnist að oftast verði það að sam- komulagi aö yfirmenn i fyrirtækjum sem búa við harða samkeppni og ráða sig til samkeppnisaðila hætti samdægurs.“ „Það eru engar sérstakar kenning- ar í gangi um þetta atriði. Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mat vinnuveitandans á viðkomandi starfsmanni. En mér sýnist samt að oftast verði þaö að samkomulagi að yfirmenn í fyrirtaekjum sem búa við harða samkeppni og ráða sig til sam- keppnisaðila hætti samdægurs," segir Þórir Einarsson, prófessor í viðskiptadeild Háskóla íslands og kennari í stjómun. Þórir segir aö erlendis, í löndum eins og Bandaríkjunum, séu miklu meiri sviptingar í viðskiptalífinu. „Þar em framkvæmdastjórar og for- stjórar meira í óvæginni samkeppni og þar hætta þeir oftast samdægurs. Hér er öðmvísi viðskiptaþjóðfélag. Samkeppnin er ekki eins hörð, ekki eins óvægin og persónuleg og vissar siðareglur em virtar.“ Um það merkilega dæmi að nýráð- inn bankastjóri Verslunarbankans, Tryggvi Pálsson, sé enn að störfum sem framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Landsbankans, segir Þórir. „Það er mikil samkeppni á milh alira bankanna og greinilegt að ákvarðan- ir'eins og um vextina em samkeppn- isatriði. Ég tel samt að ekki sé um óvægna samkeppni að ræða. Það veltur því mjög á vinnuveitandanum sjálfum, í þessu tilviki Landsbankan- um, hvaða traust hann ber til viðkomandi starfsmanns og hvort hann telji það brýna nauðsyn að hann hætti samdægurs." Þórir segir epnfremur að ekki megi gleyma jákvæðu áhrifunum við að menn skipti um starf. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé jákvæð þróun ef menn skipta um starf með ákveðnu millibili. Eg tel að bankakerfið styrk- ist þegar góöir menn fara á milli banka. Það sýnir að bankakerfið er orðið opið og svona breytingar virka því hvetjandi.“ Um það atriöi hvort maður, sem hefur ráðiö sig til annars fyrirtækis, sé ekki kominn með hugann þangað og nýtist því ekki sem skyldi á upp- sagnartímanum, segir Þórir: „Það er mjög misjafnt og fer eftir ábyrgðartil- finningu hvers og eins. Én þegar verið er að ræða um menn í störfum framkvæmdastjóra eða forstjóra hlýtur það að vera kappsmál hvers og eins að skilja vel við, annað spyrst út. Eins má heldur ekki gleyma þeirri gagnkvæmu virðingu sem verður að ríkja á milii fyrirtækis og viðkom- andi starfsmanns,“ segir Þórir Einarsson prófessor. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 22-23 Lb.Bb. Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 23-25 Ab.Sb 6mán.uppsógn 24-27,5 Ab 12mán. uppsögn 24-30,5 Úb.Ab 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 11-12 Sp.lb, Vb.Ab, Lb.Sb Sértékkareikningar 12-25 Ab Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb. Bb.lb Innlán með sérkjörum 18-34 Sb.Lb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6-7 Úb.Vb, Ab.Sb. Sterlingspund 7,50-8 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 2-3 Ab.Vb Danskar krónur 8-9 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 34-36 Úb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 37 Allir Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 37-39 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 33-36 . Lb.Bb SDR 8-8,50 Lb.Bb. Sb Bandarikjadalir 10,25-10. Lb.Bb, 75 Sb.Sp Sterlingspund 10,50-11. 25 Úb Vestur-þýsk mork 5-5,75 Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 51,6 4.3 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. feb. 88 36,4 Verðtr. feb. 88 9.5 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala feb. 1958 stig Byggingavísitala feb. 344 stig Byggingavisitala feb. 107,4stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1,3927 Einingabréf 1 2,660 Einingabréf 2 1,549 Einingabréf 3 1,660 / Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,660 Lífeyrisbréf 1.337 Markbréf 1,374 Sjóðsbréf 1 1,253 Sjóðsbréf 2 1,173 Tekjubréf 1,363 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 384 kr. Flugleiðir 255 kr. Hampiðjan 138 kr. Iðnaðarbankinn 155 kr. Skagstrendingur hf. 189 kr. Verslunarbankinn 135 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viöskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað viö sérstakt kaupgengi, kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóö- irnir. Nánarl upplýslngar um peningamarkað- Inn birtast I DV á flmmtudögum. Menn oft hættir í huganum og komnir í nýja starfið - segir foimaður Sljómunarfélags íslands „Það er aldrei hægt að setja algilda reglu um það hvenær best er fyrir þann sem hefur ráðið sig annars staðar að hætta á gamla staönum. Það verður aö meta það hverju sinni eftir aðstæöum. Oft er það svo að menn eru hættir í huganum og komnir með allan hugann við nýja starfið. Þess vegna er það almennt talið æskilegt fyrir báða aðila að flýta því að menn geti hætt og á þetta sér- staklega við um yfirmenn,“ segir Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips og formaður Stjómunarfélags íslands. „Hin hhðin er sú að starfsmenn í Bankastjóri Verslunar- bankans einn af toppum Landsbankans háum stöðum, eins og Tryggvi Páls- son í þessu tilviki hjá Landsbankan- um, búa yfir svo mikilli þekkingu að erfitt er fyrir fyrirtækin að missa þá án nokkurs fyrirvara." Að sögn Þórðar þekkist ameríska aðferðin, „aö menn hætti strax“, hér- lendis. „Algengast er samt að meta stöðuna hverju sinni og koma sér saman um hvenær farsælast sé að viðkomandi hætti. Og aö sjálfsögðu þekkist sú aðferð líka í Bandaríkjun- um.“ Um það hvemig þessum málum sé háttað í praxís hjá Einmskip segir Þórður að allur gangur sé á því. „Venjan er að viðkomandi starfs- maður og fyrirtækið reyna að ná samkomulagi um hvenær hann hætti og hafa báðir aðilar þá hag hvor annars í huga,“ segir Þórður Sverrisson. -JGH Þó.rður Sverrisson, formaður Stjórn- unarfélags íslands og framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips. „Það er almennt talið æskilegt fyrir báða aðila að flýta því að menn geti hætt og á þetta sérstaklega við um yfir- menn.“ Athyglisverðustu auglýsingamar: GBB-Auglýsinga- þjónustan mokaði inn verðlaunum Verðlaun fyrir bestu sjónvarpsauglýsinguna fékk kvikmyndafyrirtækiö Saga Film. Auglýsingin var Pepsi er best ískalt, gerð fyrir Sanitas. Hér sjáum við Hörð Vilhjálmsson, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, afhenda Snorra Þör- issyni hjá Saga Film verðlaunin, sem Rikisútvarpið veitti. Lengst til vinstri er Páll G. Jónsson, eigandi Sanitas, og honum við hlið Jóhann G. Jóhanns- son sem samdi auglýsinguna. henni er góð. Menn mega samt ekki láta það veröa sitt eina keppikefli að sigra. Aðalatriðinu má nefnilega ekki gleyma en það er að búa til góða auglýsingu sem virkar, selur það sem henni er ætlað að selja,“ segir Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri GBB-Auglýsingaþjón- ustimnar. Stofan vann í fyrra tvenn verðlaun í keppninni. Önnur þeirra voru fyrir bestu sjónvarpsauglýsinguna. Þá auglýsingu þekkja alhr, en hún er frá Samvinnutryggingum og sýnir Sig- urð Sigurjónsson í leikhúsi að fylgj- ast meö menningunni. Hin var fyrir Samvinnuferðir/Landsýn og bar yfirskriftina Verður þú sólarmegin í sumar? Keppt er í átta flokkum auglýsinga og eru fimm auglýsingar útnefndar til verðlauna í hverjum flokki. „Ég tel það jafnmikinn heiöur í keppni sem þessari að vera útnefndur til verðlauna, enda hlýtur ávaht að vera erfitt að dæma um hvaða auglýsing sé best eða athyghsverðust," segir Halldór Guðmundsson. -JGH GBB-Auglýsingaþjónustan er greini- lega í mestu stuði íslenskra auglýs- ingastofa um þessar mundir. Stofan átti tíu auglýsingar af fjörutíu 1 úr- shtum í samkeppni íslenska mark- aðsklúbbsins og Sambands íslenskra auglýsingastofa. Og hún hirti svo hvorki meira né minna en þrenn verðlaun af átta. Á óvart kom hve fáar þekktar auglýsingastofur ko- must í úrslitakeppnina. Þannig hlaut kvikmyndafyrirtækið Saga Film verðlaim fyrir bestu sjónvarpsaug- lýsinguna og Stjarnan fékk verðlaun fyrir bestu útvarpsauglýsinguna. Verðlaun voru veitt á veglegri upp- skeruhátíð í Broadway síðastliðið fóstudagskvöld. „Svona samkeppni er hvetjandi fyrir fagið. Þetta er í annaö sinn sem þessi keppni fer fram og reynslan af Eigendur og nokkrir starfsmenn GBB-Auglýsingaþjónustunnar fagna sigri fyrir bestu auglýsingaherferðina sem var Staögreiöslukerfi skatta en þau verðlaun veitti Stöð 2. Jón Óttar Ragnarsson afhenti verðlaunin. Halldór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri GBB, er lengst tij hægri. Þá fékk stofan verðlaun fyrir athyglisverðustu dagblaðsaug- lýsinguna sem var Tll hamingju RÚV, áfram RÚV, gerð fyrir Stöö 2, og athyglisverðustu tímaritaauglýsinguna sem var Obrengluð mynd af tilverunni, einnlg gerð fyrir Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.