Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 27 Sæl nú!... Þær sögusagnir hafa verið á kreiki vestra að rokkhljóm- sveitin Heart væri að leggja upp laupana. Ekki eiga þess- ar sögur alls kostar við rök að styðjast staðreyndin er að hljómsveitin ætlar að taka sér fri frá störfum um nokkurra mánaða skeið. Á meðan ætla þær Wilson- systur, sem veita hljóm- sveitinni forstöðu, að snúa sér að sólóverkefnum. Nancy er með nokkurs konar söng- leik í bigerð en Ann systir hennar stefnir að sólóplötu. Hún hefur þegar tryggt sér upptökustjóra og hann ekki af lakari endanum, eða Mike Jones liðsmann Foreign- er... Grace Slik, sú gamalkunna söngkona, hef- ur látið þau boð út ganga að hún sé hætt að troða upp með hljómsveitinni Star- ship. Þetta þýðir ekki að Slick sé hætt i hljómsveit- inni heldur einfaldlega hætt að koma fram opinberlega á hljómleikum. Ástæðuna fyr- irþessari ákvörðun segir söngkonan vera aldur sinn, hún hafi hreinlega ekki út- hald i það lengur að hamast á sviði langtimum saman. Frúiner48áragömul... Hinn sögufrægi rokkklúb- bur, Marquee i London, heyrir brátt sögunni til ef marka má fréttir i breskum tónlistarblöðum. Húsnæði það, sem klúbburinn hefur verið til húsa i svo lengi sem elstu menn muna, vetður rif- ið á næstunni og vafasamt hvort reynt verður að opna klúbbinn annars staðar. Marqueeklúbburinn var upp- eldisstöð fyrir margar af helstu rokksveitum sögunn- ar á sínum tima, hljómsveit- ir á borð við Rolling Stones, Who, Led Zeppelin og Police... Frank gamli Zappa hefur haft hægt um sig undanfarin ár en er langt þvi frá dauður úr öllum æðum. Hann hefur nýhafið fyrstu tónleikaferð sina i þrjú ár og móttökur hafa verið framar öllum von- um. Zappa hefur sjaldnast farið troðnar slóðir i tónlist- arsköpun sinni og i umsögn um fyrétu tónleikana er skýrt frá ævintýralegum útgáfum Zappa af gamalkunnum lög- um eins og Stairway to Heaven og Bítlalaginu I Am the Walrus. Ekki er kunnugt hvortZappa muni heim- sækja Evrópulönd i þessari tónleikaferð ... við bíð- um... Nýjar plötur Vantar meðeiganda Lítið fyrirtæki í fiskiðnaði leitar eftir meðeigendum. Gott tækifæri að skapa sér sjálfstæða atvinnu, góðar tekjur eða að ávaxta peninga sína. Þeir sem hefðu áhuga sendi tilboð til DV, merkt „Meðeigandi“. Skemmuvegl 34fi Kóp. Sími 74240 Afsláttarmiði - 150 kr. BALL! Kinks - The Road Hafa gengið til góðs... Ef einhver hljómsveit hefur níu líf eins og kötturinn er þaö tvímæla- laust hljómsveitin Kinks. Þessi gamalkunna hljómsveit hefur komiö og fariö úr sviösljósinu síðastliöin 25 ár og er enn að. Síðasta stúdíóplata Kinks - Think Visiual - hlaut mjög góðar viðtökur þegar hún kom út 1986 en þá voru 'allmörg ár frá því plata frá Kinks haföi vakið athygli. Og nú senda gömlu mennirnir frá sér hljómleikaplötu, ekki þá fyrstu á ferlinum, og hér kennir ýmissa grasa frá síðari árum hljómsveitarinnar. Hér er sem sagt ekkert af þeim lögum sem gerðu Kinks fræga fyrir um 25 árum heldur lög frá síðustu tíu árum. eða svo. Kinks hafa alla tíð verið vinsæl hljómleikahljómsveit enda Ray Da; vis með hressari mönnum á sviði. Á þessu er ekkert lát að heyra á þess- ari plötu, áheyrendur taka vel undir og gjörþekkja greinilega lög hljóm- sveitarinnar. Ekki getur þessi plata talist til þeirra merkari á ferh Kinks en þetta er engu að síður gagnmerk heimild um þessa langlífustu rokkhljómsveit veraldar (það er að segja ef Stones eru hættir). -SþS- Eurythmics - Savage Manni getur nú mistekist föstudags- og laugardagskvöld Aldurstakmark 1 6 ár Opið frá kl. 11 til 03 FYRSTU 20 FÁ ÓKEYPIS INN Rútur heim Munið nafnskírteinin Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða fjóra starfsmenn 1. Háspennudeild. Rafvirkja, en deildin annast háspennulínur, að- veitustöðvar, spennistöðvar o.fl. á vegum fyrir- tækisins. 2. Rafmagnseftirlit. Rafvirkja, sem þarf að uppfylla skilyrði til B- löggildingar til rafvirkjunarstarfa. 3. Orkuver í Svartsengi. Laghentan starfsmann til að annast þrif á orku- verum og vélbúnaði auk minniháttar viðhalds. 4. Tækniteiknara. Tækniteiknara til starfa hjá tæknideild H.S. Launakjör samkvæmt nýgerðum kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja og Hitaveitu Suður- nesja. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu umsóknir berast þangað, eigi síð- ar en 4. mars 1 988. Hitaveita Suðurnesja Ekki veit ég hvort ætlast er til að þessi síðasta afurð Dave Stewart og Annie Lennox í Eurythmics sé tekin alvarlega. Plata þessi hefur á sér yfir- bragð tilrauna sem þeir einir geta leyft sér sem hafa fyrir löngu sannað hæfileika sína og þurfa ekki að óttast um afkomuna þð einni plötu sé fórn- að í tilraunaskyni. í það minnsta er þessi ágæti dúett meira og minna óþekkjanlegur á þessari plötu enda hefur hún hvergi fariö hátt, hvorki sem heild né í formi einstakra laga. Það sem fyrst og fremst gerir þessa plötu svo frábrugðna fyrri plötum Eurythmics er óhófleg notkun hljóð- gervla og útsetningar. Reyndar hefur Dave Stewart notað hljóðgervla í talsverðum mæli áður en hér finnst mér keyra um þverbak, önnur hljóð- færi koma vart við sögu. Lagasmíðar Stewarts og Lennox eru líka með lakara mótinu að þessu sinni, enda hafði Stewart í mörgu að snúast á síðasta ári, plötuupptökum fyrir hina og þessa poppara, að ógleymdri eigin giftingu með pomp og pragt. Ekki er þetta þó alvond plata en það þarf nokkra hörku til að hlusta það oft aö góðu lögin finnist. -SþS- Námskeið hefjast 22. febrúar. 15% afsláttur fyrir skólafólk. Erobikk-leikfimi Heilsuræktin Sólskin, sími 46055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.