Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Handknattleikur unglinga Enn eru Valsmenn taplausir Sigurganga Vals í 4. flokki karla hélt áfram í síðustu undankeppni fyrir úrslitaumferðina sem fram fór 1 íþróttahúsi Vals við Hlíðarenda. Valsstrákamir unnu alla leiki sína, við ÍR, Týr og ÍA, með miklum mun en gegn KR og Fram lentu þeir í miklum vandræðum. KR sigruðu þeir með einu marki, 10-9, eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum. Leik- ur Vals og Fram reyndist vera úrslitaleikur 1. deildar þar sem Framaramir höfðu einnig unnið aila leiki sína til þessa. í fyrri hálfleik náðu Valsmenn for- ustu með mörkum Dags Sigurðsson- ar en með mikilli baráttu náöu Framarar að vinna upp forskot þeirra og komust einu marki yfir stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en í hálfleik leiddu Valsmenn með einu marki, 7-6. Um miðjan seinni hálf- leikinn var forusta Valsmanna orðin þrjú mörk, 11-8, en enn á ný sóttu Framarar í sig veðriö og jöfnuðu, 14-14. Mikill darraöardans var stig- inn í lok leiksins en Val tókst að tryggja sér sigur með marki á síðustu mínútunni. Er fimm sekúndur vom til leiksloka fengu Framarar auka- kast og gátu þar með jafnað leikinn en skot þeirra fór í slá Valsmarksins. Framarar töpuðu aðeins þessum eina leik, sigruðu KR í miklum bar- áttuleik, Týr, ÍA, og síðan ÍR í úrslita- leik um 2. sætið, 16-11. ÍR sigraði lið Týs og ÍA með nokkr- um mun en leik IR og KR endaði með jafntefli, 15-15. Týr endaði í 4. sæti með sigrum á ÍA og KR en KR varð í 5. sæti eftir sigur gegn ÍA og jafntefli við ÍR. Neðstir í 1. deild með ekkert stig varð lið ÍA. Valsmenn fara því í úrslit með tvö stig en Framarar með eitt stig. Ljóst er að þessi hð spila ekki saman í riðl- um þar sem ákveðið hefur verið að tvö efstu lið 1. deildar spila í sitthvor- um riðlinum en dregið verður um í hvaða riðla hin liðin fara. Það var ekki síður hart barist í 2. deild en þrjú efstu lið deildarinnar tryggðu sér sæti í úrslitum. Lið FH varð í efsta sæti deildarinnar, tapaði aðeins einum leik gegn UBK. í 2. sæti varð lið Víkings og kom frammi- staða þeirra nokkuð á óvart þar sem þeir komu upp úr 3. deild í síöustu umferð. Víkingar sigruðu þrjá leiki eins og lið Stjörnunnar sem varð í 3. sæti vegna óhagstæðari úrslita í innbyrðisviðureigninni gegn Vík- ingi. Breiðabliksstrákarnir sátu eftir með sárt ennið í 4. sæti, unnu FH eins og áður sagði og lið Gróttu. í neðstu sætum 2. deildar urðu lið Gróttu með þrjú stig og Selfoss með tvö stig. Þriðja deildin var leikin í Njarðvík. Haukar mættu sterkir til leiks og sigruðu alla leiki sína nema einn en þeir gerðu jafntefli við UMFN í sín- um fyrsta leik, 16-16. UMFA lenti í öðru sæti og tapaði aðeins fyrir Haukum, 15-14. Heimamenn lentu síðan í þriðja sæti. Þór lenti í fjórða sæti. Þessi lið ásamt einu liði að norðan og tvö efstu liðin í fjórðu deild tryggðu sér rétt til þess að leika í B-úrslitum. UFHÖ og Fylkir féllu og leika í C-úrslitum. Ekki reyndist u'nnt að fá úrslit í fjórðu deild og er því ekki hægt að greina frá því hvað lið taka þátt í B-úrslitum. KR sigraði í 1. deildinni í 6. flokki karla var sama baráttan og venjulega. Ekkert gefið eftir og barist um hvem bolta. Fyrsta deildin fór fram í Breið- holtsskóla og var Fram með umsjón. KR sigraði í deildinni og vann alla sína leiki nema einn en þeir gerðu jafntefli við UBK, 4-4, í leik hinna sterku vama. KR er með mjög sterkt lið og er til alls líklegt í vetur og er það öraggt mál að þarna fara hand- boltamenn framtíðarinnar. KR fékk 11 stig. í öðru sæti varð síðan HK en þeir fengu 9 stig jafnmörg og Stjarnan en HK var með hagstæðara markahlut- fall. Þessi tvö lið eiga vafalaust eftir að veita KR-ingum harða keppni í vetur. Stjaman- og HK gerðu jafn- tefli, 4-4. FH lenti síðan í íjórða sæti með 6 stig. Þessi lið héldu sæti sínu í 1. deild. • Brosandi HK-piltur svífur inn og skorar í 6. flokki karla eftir að hafa brotist í gegnum vörn Breiðabliks. • Leikmenn eru teknir föstum tökum í 6. ur HK sé ekki ánægður með móttökur . flokki karla og virðist sem leikmað- KR. • Frá leik Týs og ÍR í 4. flokki karla. Urslit liggja ekki fyrir Ekki reyndist unnt að nálgast öll úrslit í 4. flokki kvenna, þ.e. ákveðið hefur verið að' geyma umfjöllun um þennan flokk til næstu helgar. Leiðrétting UM síöustu helgi birtist grein um 16. ára landslið pilta og vildi þá svo illa til að niður féll nafn eins af leik- mönnum liðsins sem valið hafði verið til æfínga. Niður féll nafn Gunnars. Kvaran, línumanns úr UMFA, og biðjum við hann og hlutaöeigandi velvirðingar á þeim mistökum. Umsjón: Brynjar Stefánsson og Heimir Ríkarðsson Þrjú lið féllu síðan í 2. deild UBK sem fékk 3 stig og Haukar og Víking- ar með 2 stig. Þessi lið þurfa ekki að örvænta, þau geta hæglega unnið sér sæti í 1. deild að nýju. Önnur deildin var leikin í Hvera- gerði og var baráttan þar engu minni, Barist um hvert stig og ekkert gefið eftir. Það voru heimamenn sem sigr- uðu þessa deild en þeir töpuðu aðeins einum leik, sem var á móti Gróttu, 7-5. Það er því ljóst að Hveragerði á framtíð fyrir sér í handbolta með þessa snjöllu leikmenn. Fylkir varð í öðru sæti 9 stig. Vals- menn lentu síðan í þriðja sæti með 7 stig. Þessi þrjú lið leika í 1. deild í næstu umferð og geta vafalaust spjarað sig vel þar. Grótta fékk 7 stig eins og Valur en þeir töpuðu í innbyrðis leik fyrir þeim og verða því að sætta sig við að leika áfram í annarri deild en þeir gefa örugglega ekkert eftir til þess að komast upp í 1. deildina í næstu umferð. UMFG fékk 6 stig, Selfoss fékk 3 stig og Framarar ráku lestina að þessu sinni og fengu eitt stig. Víkingur sigraði í 1. deild 2. flokks kvenna Víkingar í 2. flokki kvenna komu mjög sterkir til leiks um sl. helgi og töpuðu ekki leik. Leikið var í Digra- nesi og virtust Víkingsstúlkurnar kunna mjög vel við sig þar og átti ekkert lið svar við leik þeirra nema ef vera skyldi lið Stjömunnar. Sigrar Víkingsliðsins voru mjög sannfær- andi og var minnsti sigur þeirra gegn Gróttu, sem endaði í 2. sæti, 17-14. Leikur Víkings og Stjömunnar var mjög jafn og spennandi og endaði með jafntefli, 13-13. Liö Gróttu varð í 2. sæti, einu stigi á eftir Víkingi enda töpuðu Gróttu- stúlkumar aöeins leiknum gegn Vikingi. Stjarnan varð í 3. sæti, sigraði FH og Hauka, gerði jafntefli við UBK og Landsliðshópur 18 ára og yngri Umsjónarmenn landsliðs pilta 18 ára og yngri voru á ferð og flugi um síðustu helgi er leikið var í 2. flokki karla. Voru þeir að velja lið er hefja skyldi æflngar fyrir NM-’88 sem fer fram í Osló í lok aprfl. Ekki verður byijaö að æfa af krafti fyrr en leikjum er að mestu lokið í meistaraflokki karla þar sem flestir af þessum drengjum spila. í aprfl, að loknu íslandsmóti, verður síðan æft af krafti fram að Norður- landamótinu. Mesta athygli vekur án efa valið á Jasoni Ólafssyni, Fram, en hann spilar í 3. flokki og er á yngra ári. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Axel Stefánsson, Þór Hallgrímur Jónasson, ÍR Viðar Hjálmarsson, Fram Ragnar Hjálmtýsson, Selfoss • Frá landsleik íslendinga og Svisslendinga fyrr i vetur, leikmanna 18 ára og yngri. Aðrir leikmenn: Finnur B. Jónasson, ÍR Magnús Eggertsson, Stjömunni Róbert Haraldsson, HK Jóhann Ásgeirsson, ÍR Davíð Gíslason, Gróttu Jason Ólafsson, Fram Gunnar Andrésson, Fram Sigurður Bjarnason, Stjömunni Magnús Sigurðsson, Selfossi Gústaf Bjamason, Selfossi Einar Guðmundsson, Selfossi Róbert Rafnsson, ÍR Gunnar Gíslason, Gróttu Einn leikmaöur mun síðan bætast við þennan leikmannahóp. Þjálfari er Magnús Teitsson og honum til aðstoðar er Lárus H. Lárasson. Víking en tapaði fyrir Gróttu. UBK varð í 4. sæti, einu stigi á undan FH sem sigraði aðeins lið Hauka. Haukar urðu í neðsta sæti með tvö stig sem þeir hlutu gegn UBK. í Keflavík fór fram keppni í 2. deild og var meiri barátta þar en í 1. deild enda barist þar um laus sæti í úrslit- um. Ekki er ljóst hvört þrjú eða fjögur efstu liö 2. deildar fara í úrslit og fer það eftir því hvort liðið kemur úr Norðurlandsriðli. Eitt lið, Valur, mætti ekki til keppni í Keflavík og féllu því niður sjö leikir. ÍBV, sem féll niður úr 1. deild eftir síðustu umferð, kom mjög sterkt til leiks og vann alla leiki sína nokkuð öragglega. Lið ÍR, sem hefur spilað í neðri deildum í vetur, kom mest á óvart og varð í 2. sæti. í 3. sæti varð lið Fram en UMFA varð í 4. sæti. Þessi lið ættu að vera örugg um sæti í úrslitum en eins og áður sagði velt- ur allt á því hvort lið kemur að norðan hvort UMFA spilar í úrslit- um. í 5. sæti varð lið KR með jafnmörg stig og UMFA en situr eftir með sárt ennið þar sem stúlkurnar töpuðu innbyrðisviðureigninni við UMFA. Neðst í 2. defld varð lið ÍBK sem Klaut aðeins eitt stig. í úrslitum verður leikið í tveimur riðlum og spila lið Víkings og Gróttu sitt í hvorum riðlinum en dregið verður um í hvaða riölum önnur lið spila. í úrslitum spila því eftirtalin liö: Víkingur Grótta Stjarnan UBK FH Haukar ÍBV ÍR Fram UMFA eða lið að norðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.