Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. Sandkom Það munaði öllu Ísíöustuviku rofaði skyntli- legatil lyáþpim Landakots- mönnumþogar ráöherrarnir Guðmundur Bjarnasonog JónBaldvin Hannibalsson féllustáósk þeirraumað: nefndin.semá aÖsjátílþess aðrekstur spít- alansverði tramvegis innan skynsamlegra marka, fengi nýtt nafn. Þeir sem áttu aösjátil þess höfðu fengið heitiö „eft- irlitsstjórn" en þvívar breyttí „sam- starfsnefhd‘ ‘. Það munaði víst öllu þótt starf „eftirlitssamstarfsstjómar- nefndarinnar' ‘ astti áfram að vera hiö sama, og yfirlæknirinh lýsti þ ví yfir aö þessi nafnabreyting væri veiga- mikil og með tilkomu hennar væru góðar líkur á samkomulagi. Það virð- ist stundum ekki þurfa mikið til að losa um málin. Ertþú pasta? „Efþúertþaö semþúborðar : þáergottaðfá sérMuellers pasta“,segirí auglýsinguírá heildsaiafyrir- tækiíReykja- vik.Síðaríaug- lýsingunnier útlistaðhvað þettapastasé gottoggirni- : legt.holltog næringarríkt. Enheldurfer að vandast málið þegar í auglýsing- unni segir: „Þaö ér auðvelt og þægi- legt að matreiða Muellers pasta og þú ert innan við hálftima að lagaljúf- fengan pastarétt, sem gefur ítölskum meistarakokkum lítið eftir.‘ ‘ - Nú er það stóra spumingin hvort einh verjir geti notað þessa viðmiöun, því tii þess þurfa menn auð vitað að hafa iagt sér ítalska meistarakokka tiJ mimns og ætli þeir séumjög bragö- góðir? Karlar óþarfir? Kvennabar- áttantekurnú ásigýmsar raymlir.Þegar kvennaráð- stefnanmikiaí Noregistóð semtiæstádög- unumlýsti norsk„lessa“ þviýfiraðhún værifaðir barnssambýl- iskonusinnar! -Emniglýsti húnþvíyfirað þær konur vildu lifa eðlilegu hjóna- lifi og fá að gifta sig! Að vísu kom fram að bamið, sem um ræðir, á al- vöruföður en ætli það líði á löngu þar til konurnar fari bara að sjá um þetta allt saman sjálfar? Steingrímurá kvennaráðstefnu Steingrimur Hermannsson utanrikisráð- herraermaður scmgcrirvíð- reist.Hann munhíifavcriö nokkuðiðinn viðiaxveiðarn- araðundan- fönmengafsér þótimatilað skjótast ti! Nor- egsogtakaþar þátt í kvennar- áöstefhunni „Nordisk Forum" i Osló. Þetta hlýtur að vera rétt því Timinn, málgagn Steingrims, segir að framsóknarkon- ur á þinginu hafi farið út að borða og tekið Steingrím með ettda hafi hann boðið íslensku konunum á ráð- steíhunni í hanastél og þar munu hafa mætt hátt í 1000 konur. Þaö hlýt- ur að hafa veriö gaman hjá Stein- grimiþar. Umsjón: Gylli Kristjánsson Fréttir Sameining allra hreppa við ísafjarðardjúp: Mikill meirihluti andsnúinn sameiningu - eldra fólkið og brottfluttir íbúar vildu ekki sameinast Sameining allra hreppa við ísa- fjarðardjúp var felld í þremur hrepp- um af fjórum í kosningum um helg- ina. Þar sem sameiningin var ekki samþykkt er málið nú í höndum fé- lagsmálaráðuneytisins. Tveir af hreppunum uppfylla ekki skilyrði laga um lágmarksfólksíjölda. í lögum segir að ef hreppur hafi færri íbúa en 50 skuli hann sameinaður ná- grannahreppi sínum. „Það er margbúið að óska eftir eðli- legum rökum fyrir því að hrepparnir sameinist ekki en þau hafa enn ekki fundist. Ég get því ekki komið með neina skýringu á því af hverju fólkið vildi ekki sameiningu," sagði Engil- bert Ingvarsson, formaður samein- ingarnefndar. Að sögn Engilberts var áberandi að yngra fólkið vildi fremur samein- ingu. Eldra fólkiö var andvígt og einnig þeir sem eiga lögheimili í hreppunum en búa þar ekki. Úrslit kosninganna urðu þessi: í nyrsta hreppnum, Snæfjalla- hreppi, voru 17 á kjörskrá. 12 greiddu atkvæði. 9 vildu sameiningu en 3 voru á móti. í Nauteyrarhreppi voru 46 á kjör- skrá. 37 greiddu atkvæði. 14 vildu sameiningu en 23 voru á móti. í Reykjarfjarðarhreppi voru 43 á kjörskrá. 30 greiddu atkvæði. 11 vildu sameiningu en 19 voru á móti. í Ögurhreppi voru 32 á kjörskrá. 25 greiddu atkvæði. 2 vildu samein- ingu, 21 var á móti og 2 seðlar voru auðir. Samanlagt kusu því 104 af þeim 138 sem voru á kjörskrá. 36 vildu sam- eina hreppana en 66 voru því andvíg- ir. 2 seðlar voru ógildir. Færri en 50 eiga lögheimih í Snæ- fjallahreppi og Ógurhreppi. Samein- ing þeirra kemur hins vegar varla til greina þar sem • hinir hrepparnir tveir eru á milli þeirra. Það mun hins vegar vera mikil andstaða í Ögur- hreppi við að sameinast Reykjar- fjarðarhreppi og einnig er andstaða í Snæfjallahreppi við að sameinast Nauteyrarhreppi þó svo meirihluti íbúa í Snæfjallahreppi hafi viljað sameina alla hreppana. -gse Þrír bílar skemmdust mikiö í hörðum árekstri á Bústaðavegi á laugardag. Farþegi eins bilsins var fluttur á slysadeild. DV-mynd S Þrír bflar í árekstri Harður árekstur varð á Bústaða- vegi, á móts við Suðurhlíð, um kvöld- matarleytið á laugardag. Þrír bílar skullu hver aftan á öðr- um og var farþegi eins bílsins fluttur á slysadeild. Ökumaður þriðja bílsins reyndist ölvaður en ekki er talið að hann hafi verið aðalvaldur árekstursins heldur að hann hafi lent aftan á hinum bíl- unum tveimur rétt eftir að þeir skullu saman. Bílarnir eru mjög mikið skemmdir. -RóG. Nauðsynlegt að heim- sókninni verði fylgt eftir Opinber heimsókn Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra til Banda- ríkjanna í síðustu viku staðfestir að samband íslands og Bandaríkjanna er nú með mestu ágætum. Niöur- staða heimsóknarinnar er sú að gagnkvæm hlýja og virðing ríkir í samskiptum ríkjanna. Á undanförn- um árum hafa komið upp erfið vandamál, sem valdið hafa ólgu í samskiptunum, og hefur stundum virst sem langt og gott samband væri í hættu. Deilur um hvalveiðar íslend- inga og flutninga til varnarliðsins hafa verið útkljáðar með samning- um, eins og vera ber þegar um er aö ræða vinaþjóðir. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna það sé fyrst núna sem íslensk- um forsætisráðherra er boðið í opin- bera heimsókn til Washington. Tals- menn bandaríska utanríkisráðu- neytisins segjast hreinlega ékki vita hver ástæðan sé. Það er hins vegar auðvelt aö komast að þeirri niður- stöðu nú að með þessu boði vilji bandarísk stjórnvöld fullvissa ís- lendinga um að vinátta okkar sé mik- Os metin og að við séum mikilvæg bandalagsþjóð. Mikilvægasta atriðið í samskiptum íslands og Bandaríkjanna er að sjálf- sögðu samstarfið innan NATO og vera varnarliðsins hér á landi. Það kom glögglega fram í viðtölum DV við talsmenn bandarískra stjórn- valda í Washington í síðustu viku að stjórnvöld þar í landi telja að ísland gegni lykilhlutverki í varnarsam- starfi vestrænna ríkja. Deilur íslands og Bandaríkjanna vegna flutninga til varnarliðsins og hvalamálsins urðu um tíma mjög alvarlegar og virtist sem þær gætu varanlega skaöað góð samskipti ríkj- anna. Við slíkar aðstæður gat varn- arsamningurinn verið í hættu. Þessu tókst að afstýra og nú virðast sam- skipti ríkjanna vera komin aftur í eðlilegt horf. Vegna þeirra gífurlegu hagsmuna sem hér eru í húfi fyrir Bandaríkjamenn er þeim mjög um- hugað um að aldrei aftur komi slíkir brestir í samstarf þjóðanna. Líklega eru ofangreind atriði helstu ástæður fyrir því að nú var íslenskum forsætisráðherra boðið í opinbera heimsókn. Heimsóknin var vel undirbúin og greinilegt að varn-' arsamstarfið var mönnum efst í huga. Þau mál, sem valdið hafa deilum milli íslands og Bandaríkjanna, voru ekki á dagskrá í þessari heimsókn Þorsteins Pálssonar utan þess hvað Þorsteinn vakti athygli á hvalamál- inu. Bandarikjamenn vildu leggja áherslu á þau mál, sem samkomulag ríkir um, en sem minnst tala um ágreiningsefnin. Umbúnaður um heimsóknina var glæsilegur og mót- tökurnar sem forsætisráðherra ís- lands fékk Voru allar hinar virðuleg- ustu. Rætt var um hagsmunamál beggja landa og af hálfu íslendinga var lögð mest áhersla á viðskipta- mál, 'varnarmál, menningar- og menntamál og önnur atriöi í tvíhliða samskiptum ríkjanna. Bandaríkja- forseti lýsti yfir áhuga sínum á að kannað yrði hvort ekki væri mögu- legt að gera einhvers konar fríversl- unarsamning milli landanna. Ekki hafa Bandaríkjamenn áhuga á aö gera allsherjarfríverslunarsamning í líkingu við þann sem nýlega var gerður á milli Bandaríkjanna og Kanada og heldur er ólíklegt að ís- lendingar teldu sér hag af slíkum samningi. Hann myndi hafa í för með sér að opna þyrfti landið fyrir inn- flutningi ýmissa vara, sem í dag eru strangar innflutningshömlur á, svo sem landbúnaðarvara. Líklegt er aö fríverslunarsamningur myndi verða mun afmarkaðari og fela í sér að hvor þjóð myndi njóta nokkurs kon- ar bestu kjara á sviði tolla á vissar vörutegundir. Viðskiptamálin eru geysilega mik- ilvæg fyrir okkur íslendinga og flest- ir telja að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að tryggja markaðshagsmuni okkar bæði í Bandaríkjunum og Evr- ópu áður en sameining Evrópumark- aöar verður að veruleika í upphafi næsta áratugar. Bestu kjara samn- ingur við Bandaríkin myndi hafa í för með sér að íslendingar nytu aldr- ei verri tollakjara á Bandaríkja- markaöi en sú þjóð sem nýtur lægstu tolla. Þorsteinn Pálsson segir að andi í þessum viðræðum hafi verið mjög góöur og vist er að samskipti íslands og Bandaríkjanna standa með mikl- um bíóma nú. Þessi heimsókn á enn frekar eftir að hlynna að samskiptum ríkjanna og skapa velvilja í garð ís- lendinga í Washington. Heimsókn sem þessi hefur þó sennilega lítið aö segja þegar til lengri tíma er litið ef henni er ekki fylgt kröftulega eftir. Heimsóknin lagði grunninn að mörgu góöu sem síöan á eftir að vinna úr. Mikið er í húfi fyrir okkur íslendinga og nauðsynlegt að vel verði haldið á málum. Það er ekki -mikill tími til stefnu því að í við- skiptamálum t.d. verðum við að marka okkur framtíðarstefnu áöur en sameinaður Evrópumarkaður verður að veruleika árið 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.