Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 18
18 Erlendir fréttaritarar FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. DV Danir hræðast áhrif sameinaðs markaðar Þýskir kaupmenn hafa hagnast vel á verslunarferðum Dana suður á bóg- inn. Sameinaður markaður Evrópubandalagsins mun þó verða til þess að tekjur af landamæraversluninni hverfa. Sjálfir óttast Danir að kröfur um samræmingu ýmissa gjalda verði til þess að velferðarsamfélag þeirra bíði hnekki. Sumarliði tsleifsson, DV, Árósum; Innkaupaferðir til Þýskalands eru hluti af daglegu lífi margra Dana. Fólk streymir yfir landamærin til þess að kaupa bjór, sykur, rafmagns- tæki og áfengi svo nokkuð sé nefnt. Allt er þetta miklu ódýrara þegar komið er yfir til nágrannans í suðri. Þeir sem búa næst landamærunum fara jafnvel reglulega yfir þau til þess að kaupa bensín. Þýsk verslunarfyrirtæki leggja sitt af mörkum til þess að laða Dani yfir landamærin. Þau bjóða ókeypis ferð- ir frá mörgum dönskum bæjum til Þýskalands. Skattagleði Skýringin á hinum mikla mun á verðlagi í löndunum tveimur er fyrst og fremst sú mikla skattagleði sem hefur ríkt í Danmörku. í mörgum tilvikum eru óbeinir skattar stærstur hluti vöruverðs. Á það til dæmis við um bíla. Og Danir leggja há gjöld á bjór og áfengi. í flestum öðrum Evr- ópubandalagslöndum eru gjöldin miklu lægri og sums staðar engin. Þýskalandsmegin hafa margir verslunareigendur hagnast vel á landamæraversluninni. En nú bend- ir margt til þess að sú tekjulind hverfi innan fárra ára. Árið 1992 á sameinaður markaður Evrópu- bandalagsríkjanna að vera orðinn staðreynd ef áætlanirnar standast. Tollar hverfa Þaö þýðir meðal annars að tollar og önnur gjöld á vörum, sem eru fluttar yfir landamæri, hverfa. F)ár- magn á sömuleiðis að geta streymt óhindrað milli landanna. En auk þess er gerö sú krafa aö álögur hins opinbera á vörur og þjón- ustu veröi svipaðar til þess að ekki verði mikiö misræmi í verðlagi. Verði það gert mun það hafa í fór með sér mikla lækkun á ýmsum vörutegundum hér í landi og þar meö afnám landamæraverslunarinnar. Samræming þessara gjalda er nú meðal umræðuefna á fundi fjármála- ráðherra Evrópubandalagsríkjanna sem er haldinn þessa dagana á Krít. Gífurlegt tekjutap Þar hefur komið í ljós að ýmsar þjóðir, ekki síst Danir, eiga erfitt með aö sætta sig við þær kröfur sem eru gerðar í þessum efnum. Er ástæðan fyrst og fremst sú að það myndi þýða gífurlegt tekjutap fyrir ríkissjóð Dana og þar með mikinn niðurskurð á samneyslu í landinu. Óttast ýmsir að velferðarsamfélagið, sem hefur verið byggt upp á undanförnum ára- tugum, muni bíða hnekki ef farið verður eftir þeim kröfum sem ráð- andi öfl innan Evrópubandalagsins gera um samræmingu gjaldanna. Vafalaust hafa tekjusjónarmið danska ríkisins verið ráðandi en Danir hafa einnig bent á fleiri rök- semdir fyrir því að hafa há gjöld á ýmsum vörum. Erlend áhrif Þeir telja sjálfsagt að leggja há gjöld á tóbak og áfengi af heilsufarsástæð- um. Sömuleiðis halda þeir fast við þá skoðun sína að síaukin mengun umhverfis hvetji til hárrar skattlagn- ingar á bOa og bensin. Hafa Danir hvátt aðrar aöildarþjóðir bandalags- ins til að fara að dæmi sínu í þessum efnum. Gagnrýni á hinn sameinaöa mark- að er sprottinn af fleiri orsökum en ótta við aö velferðarkerfið danska bíði hnekki. Margir eru einnig hræddir viö að erlend áhrif í landinu verði alltof mikil. Þegar Danir gengu í Evrópubandalagiö óttuðust margir aö útlendingar, sérstaklega Þjóöverj- ar, myndu flæða yfir landið og kaupa sumarhús í stórum stíl. Undanþágan framlengd Til þess að hindra þetta og kveða niður gagnrýni almennings fengu dönsk stjómvöld sett sérákvæði þess efnis að ekki væri heimilt að selja útlendingum sumarhús. Nú nýlega stóð tO aö afnema þessa undanþágu þegjandi og hljóðalaust. En eftir að bent var á í fjölmiðlum að þetta stæði til tók ríkisstjórnin ákvörðun um að fá undanþáguna framlengda enn um sinn. Tókst það en fyrirvari Dana verður tæplega látinn gOda til fram- búðar. Hér í landi hafa sömuleiðis verið háværar gagnrýnisraddir á kaup út- lendinga á dönskum fyrirtækjum. Hefur veriö bent á að ef fram heldur sem horfir komist verulegur hluti af dönsku atvinnulífi undir áhrifavald útlendra stórfyrirtækja. Einokunarhringar Þegar Danir gengu í Evrópubanda- lagið var mikO andstaða við þá ákvörðun. Svo er enn og er jafnvel talið að ekki sé meiri andstaða við bandalagið í nokkru öðru aðildar- ríki. Eru andstæðingar bandalagsins skipulagöir í samtökum sem hafa allmikil umsvif. Hafa þeir boöið fram tO þings Evrópubandalagsins og eiga þar fulltrúa. Að undanfömu hafa samtökin breytt um stefnu og segja að höfuðverkefnið sé ekki lengur að berjast fyrir úrsögn úr bandalaginu heldur beina spjótum sínum gegn hinum sameinaða markaði. Telja þeir að einokunarhringar muni hafa þar tögl og hagldir og sjálfræði þjóða verði lítils virt. Útflutningsmöguleikar Þeir eru þó mun fleiri sem styðja aðild að Evrópubandalaginu en þeir sem eru óánægðir. Danskir atvinnu- rekendur telja að með þessum sam- einaða markaði opnist þeim miklir möguleikar til aukinnar framleiðslu og útflutnings. Verkalýöshreyfingin hefur sömu- leiðis stutt aðild að Evrópubandalag- inu, ekki síst' af þeirri ástæðu að von- ast er til að stærri markaður og auk- inn útflutningur leiði til aukinnar atvinnu. Atvinnuleysi í Danmörku er nú hátt í 9 prósent og eitt stærsta mein samfélagsins að margra áhti. Danir eiga einir Norðurlandaþjóða aðild að Evrópubandalaginu. Þrátt fyrir að þessar þjóðir hafi gert margs konar samninga við bandalagið jafn- ast þaö ekki á við fulla aðOd. Inn bakdyramegin Komið hefur í ljós að það eru ekki einungis danskir atvinnurekendur sem hugsa sér gott til glóðarinnar þegar hinn sameinaði markaður verður að veruleika. Margir norskir og sænskir atvinnurekendur ætla sér að nota Danmörku til þess að komast bakdyramegin inn í hlýjuna. Hafa bæði Norðmenn og Svíar fiárfest drjúgt hér í landi að undanförnu til þess að tryggja sér og framleiðslu- vörum sínum óheftan aðgang að hin- um sameinaða markaði. Ekki hefur spillt fyrir aö fyrirtæki eru ódýr vegna hins erfiða efnahags- ástands sem verið hefur í landinu að undanförnu, að sögn norskra fiár- festingaraðila. Einnig verður vart við sama áhuga í Finnlandi. Þegar Schlúter, forsætis- ráðherra Dana, var í opinberri heim- sókn i Finnlandi nýlega voru Evr- ópubandalagið og viðskiptamál efst á baugi. Óskuðu Finnar eftir því aö Danir gættu hagsmuna þeirra innan bandalagsins. Hefur sú sérstaða Dana að eiga aðild að Evrópubandalaginu vafa- laust styrkt stöðu þeirra gagnvart hinum Norðurlandaþjóðunum. ■ Dýrahald ViÖ fengum okkur tvær um daginn, bara fyrir krakkana, þær eru svo sætar......svona fyrst ” 4* 4» 4» - og nú vantar okkur töframann! ek smAauglýsingar SÍMI 27Ó22 Berjast gegn verðbólgu með auknum kjötinnflutningi Pétur L. Pétursson, DV, Baroelona; Spænski fiármálaráðherrann hefur boðað stóraukinn innflutn- ing á kjöti, fiski, grænmeti og ávöxtum. Tilgangurinn er aö reyna að ná niður verðbólgu en í ágúst- mánuði hækkaði vísitala fram- færslukostnaðar um 3,9 stig. Spænska sfiómin hafði sett sér það markmiö að verðbólgan yrði ekki meiri en 3 prósent á árinu. Hækkun framfærsluvísitölunnar hefur gert þau áform að engu og hefur stjórnin því boöaö harðar aögeröir í verðlagsmálum. Hækkunin í ágúst þykir mikil ótíöindi fyrir sfiórnina því hún hefur nýlokið stórri lotu í lfiara- samningunum. Allir samningar, sem gerðir hafa verið aö undan- förnu, innihalda rautt strik við 3 prósent verðbólgu á árinu. Ef ekki á að koma til endurskoðun samn- inga veröur sfiórninni að takast að ná verðbólgunni niður næstu fióra mánuði, annars er voöinn vís. Þjóðin kölluð til samstarfs Aðgeröirnar, sem boðaðar hafá verið, fela í sér stóraukinn inn- flutning eins og áður segir. Inn- flutningurinn á að veita innlendum framleiðendum aðhald og sam- keppni þannig að verðhækkanir fari ekki fram úr hófi. Til aö tryggja þetta hefur sfiórnin kallað þjóöina til samstarfs viö verðlagseftirlit. Neytandinn er hvattur til aö snið- ganga þær vörur sem eru á óeðli- lega háu verði. Aðeins þannig sé hægt aö stemma stigu við verð- bólgunni. Krefjast afsagnar Verkalýðfélög eru vantrúuð á að sfiórninni takist að ná niður verð-. bólgunni og hafa krafist tafarlausr- ar afsagnar fiármálaráðherrans á grundvelli þess að honum hafi mis- tekist í meginmarkmiðum sfióm- arinnar. Þau hafa einnig krafist þess aö samningar verði endur- skoðaðir hið fyrsta. Það er þó ekkert sem bendir til þess aö stjómin ætli sér að hlíta tilmælum verkalýðsforystunnar. Hún heldur því fram að enn sé ekki öll nótt úti, aö enn sé hægt aö stemma stigu viö verðbólgunni. Rök sfiómarinnar eru þau aö hækkun framfærsluvísitölu sé svo lítil að hægt sé aö hafa stjórn á henni. Hækkunin sé einnig bein afleiðing þess að hagvöxtur á Spáni sé mun hraöari en í nágrannalönd- unum. Einnig hafi minnkandi atvinnu- leysi sitt að segja, en í ágústmánuði var tala atvinnulausra komin rúö- ur í 18 prósent vinnufærra manna. Þessi tala er þó ekki meö öllu rétt því til atvinnulausra teljast ekki heiraavinnandi húsmæður né þeir atvinnuleysingjar sem eru á nám- skeiðum hjá vinnumálastofnun- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.