Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 45 Lífsstm Jogginggallarnir hafa veriö lengur við lýöi en glansgallarnir. Undanfar- ar þeirra voru hinir margfrægu krepgallar sem íþróttaliöin gengu öll í. Þeir voru ágætir til síns brúks á þeim tíma en eru nú nánast úr sög- unni. íþróttagarpar okkar klæðast orðið alltaf glansupphitunargöllum, en ast um þessar mundir. Jogginggall- arnir eru í þeim litum sem eru hvað mest í tísku í ár. Ein starfsstúlka í sportvöruverslun kvað joggingpeys- urnar mikið keyptar stakar sem skólapeysur, bæði af stelpum og strákum. Enda eru þessar peysur ekki ólíkar þeim sem fást í tískuvöru- verslunum. Sannur íþróttaandi Verð á íþróttagöllum er frá 5.000 til 10.000 krónur í verslunum víða. Jogginggallarnir eru almennt ódýr- ari en fara ekki mikiö niður fyrir 5000 krónur. Þeir geta þó einnig fariö upp í allt að 8000 krónur. íþróttagall- ar á yngri kynslóðina kosta allt frá 3000 upp í 5000 krónur, eftir því hversu mikið er lagt í gallana og það sama er að segja um íþróttagalla á eldra fólkið. Eða eins og einn versl- unarstjóri orðaöi það: I íþróttafatn- aði væru það gæðin en ekki merkin sem skiptu máli, sem sagt sannur íþróttaandi. -GKr ,+ SjL. ■ "í Si i Jogginggalli: buxur og peysa sem hægt er að kaupa saman eða I sitt hvoru lagi, buxurnar kosta 2390 og peysan 3290 í Sportval. DV-myndir BG sem kunnugt er notar Einar Þor- varðar markvörður ævinlega jogg- ingbuxur þegar hann reynir aö fylla upp í markið. Stakar buxur ogjakkar Venjulega er ekki hægt að kaupa glansgallana eða krumpefnagallana nema í heilu lagi, það er að segja buxur ogjakka saman. En í jogging- göllunum er hægt að kaupa stakar buxur og staka jakka, eða boli, bæði í tískuvöruverslunum, stórmörkuð- um og sportvöruverslunum. Sport- vöruverslanirnar eru hins vegar þær einu sem hafa úrval af glansgöllum. Þessir gallar sem við fáum að sjá hér eru aðeins örlítið brot af því úr- vali sem til er í bænum en engu að síður ætti það að gefa nokkra hug- mynd um það sem til er. Flestir þeir gallar sem blaðamaður DV barði augum voru úr þessu svokallaða krumpefni, sem virðist hvað vinsæl- Parið er í iþróttagalla frá Útilifi. Hann er í jogginggalla sem skipt er upp i buxur, peysu og vesti, þegar kuldinn bítur. Bux- urnar kosta 2500, peysan 2700 og vestið 2300. Stúlkan er i glansgalla sem kostar rúmar 5000 krónur. Á neðri myndinni er hún í glansgalla frá Sportval sem kostar rétt tæpar 6000 krónur. Uppeldisfulltrúi/aðstoðarfólk Skólinn við Kópavogsbraut, Kópavogsbraut 5, sem er sérskóli fyrir fatlaða, óskar eftir uppeldisfulltrúa/að- stoðarfólki til ýmissa starfa. Uppl. veitir skólastjóri í síma 41423 milli kl. 9 og 16. Skólastjóri I '■ztœ * ' 1. VINNINGUR á réttu tölumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.