Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. 9 Utlönd Þiða í frönskum stjómmálum Bjami ffinriksaon, DV, Bordeaiuc Ríkisstjóm Michels Rocard í Frakklandi hefur unnið mikilvæg- an áfangasigur og menn tala nú aftur um þíðu í samskiplum sósíal- ista og miðjumanna, „opnunina" í frönskum stjórrynálum sem svo mikið var talað um í forseta- og þingkosningunum í vor og sumar. Sigurinn felst í samþykkt þings- ins á fyrri hluta tjárlagafrumvarps- ins, þes£ er lýtur að tekjum ríkis- ins.' Eítir mikið samningamakk og tilslakanir af allra hálfu sátu miðjumenn og kommúnistar hjá við atkvæðagreiðsluna og gerðu þingmönnum sósíalista, sem einir sér hafa ekki meirihluta á þingi, þannig fært að samþykkja fjárlaga- frumvarpið með 274 atkvæöum gegn 228 atkvæðura gaullista og annarra hægri manna. Sigurinn er ekki að fullu unninn því næst verð- ur frumvarpið tekið fyrir í öld- ungádeildinni áður en það kemur aftur fyrir þingið til endanlegrar afgreiðslu. I næstu viku hefjast umræður um síðari hlutann, útgjöld ríkisins. Þar verða útgjöld hvers ráðuneytis fyr- ir sig tekin fyrir og búast má við að sú umræða taki enda í kringum 20. nóvember. Með því að sitja hjá sýna þing- menn miöjumanna og kommúnista samstarfsvilja sinn en segja um leið: „Við bíöum og sjáum hvað setur.“ Þeir eru ekki sammála öll- um atriöum frumvarpsins en hafa fengið fram talsverðar tilslakanir. Söluskattur verður minni en áætl- að var, svokallaður starfsgreina- skattur minnkar einnig og breyt- ingar eru gerðar á stóreignaskatti ríkisstjómarinnar sem afnuminn var í tíð ríkisstjómar Chiracs. Sós- íalistar hafa haft hann sem eitt af meginmarkmiðum sinum. Allar þessar breytingar koma til vegna krafna miðjumanna. Komm- únistar • fengu því framgengt að fasteignaskattur láglaunafólks ' verður minni og styrkur til dag- blaða eykst Saman kröfðust svo báðir hjásetuflokkamir hærri námsstyrkja og meiri framlaga til húsnæðismála. Þessar breytingar gera hallann á ríkissjóði aðeins meiri en fyrir- hugað var. En ríkisstjórninm hefur tekist aö koma frumvarpinu í gegn án þess aö grípa til ákvæða í stjóm- arskránni sem gera henni kleift að samþykkja fjárlög án þess að meiri- hluti sé fyrir þeim. Enn er reynt að bjarga gráhvölunum sem fastir eru ísbreiðu norður af Ai- aska. Simamynd Reuter Sovétmenn aðstoða við bjöigunavstörf og Sovétríkin ákváðu að senda ís- brjót á staðinn til að freista þess að ryðja hvölunum leið til bjargar. Bandarískt olíufélag haföi þegar lagt til ísbrjót til starfsins en sá átti við bilanir að stríða og nær ekki til Barrowhöfða í tíma. Einn hvalanna er nú talinn dauður og hefur ekkert sést til hans síðan á fóstudag. En sjávarlíffræðingar segja að hinir tveir séu við góða heilsu og telja að þeir muni lifa af nokkurra daga bið. Veðurguðirnir hafa verið að hóta öllu illu í Alaska síðustu daga og óttast björgunarmenn að tíminn sé að renna þeim úr greipum. En þó takist að bjarga hvölunum úr ísilagðri prísund þeirra er alls- endis óvíst að þeir nái nokkurn tima til vetrarheimkynna sinna. Leiðin er löng og ströng og hvalirnir eru orðn- ir örmagna eftir dvötina í ísnum. Að auki er hætta á að þeir lendi í klónum á ísbjörnum sem sést hafa á vappi í kringum vakirnar. Allt erfiðið getur því reynst til einskis. Umsjón Olafur Arnarson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Steinunn Böðvaxsdóttir, DV, Washington: Tilraunir til að bjarga tveimur grá- hvölum, sem fastir eru í ís norður af Alaska, hafa nú leitt af sér sam- vinnu stórveldanna á mjög sérkenni- legan máta. Bandaríkjamenn og Sov- étmenn munu nú vinna að því í sam- einingu að ryðja tæplega tíu kíló- metra leið í gegnum þykka ísbreiðu frá þeim stað sem dýrin eru fóst og til næsta opna hafsvæðis svo hval- irnir geti hafið ferð sína suður á bóg- inn til vetrarheimkynna sinna. Hvalirnir voru í fæðuleit í Norður- íshafinu norður af Barrowhöfða í Alaska þegar sjó lagði. Þeir dvöldust of lengi í fæðuríkum sjónum og fyrr en varði umlukti hafís þá á alla vegu. í rúmlega hálfan mánuð hefur fiöld- inn allur af dýraverndunarsinnum, eskimóum og jafnvel hermönnum unnið að því að höggva vakir í ísinn svo hvalimir geti komist upp á yfír- borðið og andað. Björgunaraðgerð- irnar vöktu athygli um allan heim Miriam að hverfa á haf út Fellibylurinn Jóhanna, sem nú er orðinn tiitabeltisstormurinn Miriam, sem hefur orðið um eitt hundrað manns að bana á ferð sinni yfír Karíbahafið, hvarf út á Kyrrahaf frá strönd Guatemala í gær: Veðurfræð- ingar vom bjartsýnir á aö stormur- inn myndi hverfa út yfir Kyrrahaf og verða að engu. Embættismenn frá almannavörn- um Guatemala sögðust engar fregnir hafa fengið af fórnarlömbum storms- ins eða skemmdum af völdum hans. Breytt var um nafn á storminum þegar hann fór yfir Mið-Ameríku trá Karíbahafi til Kyrrahafs. Almannavarnir létu í gær loka skólum og stjórnarskrifstofum sök- um rigninga sem komu í kjölfar stormsins. Sem fellibylurinn Jóhanna olli stormurinn miklum usla í Nicaragúa og Costa Rica í síðustu viku og skildi eftir sig svo mikinn eyðileggingar- slóða að forseti Nicaragua, Daniel Ortega, sagði að þetta væru mestu náttúruhamfarir sem hefðu gengiö yfir landið. Mjög haföi dregið úr storminum þegar hann gekk yfir E1 Salvador á sunnudag og hann orðinn aö hita- beltisstormi. íbúar bæjarins Bluefields á austurströnd Nicaragua urðu einna verst úti i fellibylnum. Eyðileggingin í bænum er gífurleg og jafnvel talið að það muni taka nokkur ár að endurbyggja þennan þrjátiu og fimm þúsund manna bæ. . Símamynd Reuter Að sögn yfirvalda í E1 Salvador um í landinu en í gær var all* að hafði Miriam valdið nokkrum flóð- færast í eðhlegt horf. Reuier FATAFELLUGLÖS Þegar ís er settur í glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin prýða, öllum til mikillar ánægju. Þegar ísinn bráðnar fara þær aftur í fötin. Ómissandi á gleðistundum. ATH. Þvoið glösin úr volgu vatni en ekki heitu. Aðeins kr. 1.190,- settið. Bæði settin aðeins kr. 1.900,- Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. S VISA S EUROCARD Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, Bankastræti, sími 21556. r=-, IS.I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.