Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. 11 Utlönd Gorbatsjov setur sitt folk í æðstu stöður Mikhail Gorbatsjov er óumdeilanlega sterki maöurinn í Kreml eftir uppstokkunina fyrr i þessum mánuði. Mynd Lurie Um helgina voru stofnuö í Litháen grasrótarsamtök sem hafa stefnu sem um margt er svipuð þeirri stefnu sem Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur verið að reyna að hrinda í framkvæmd. Raunar ganga Litháar lengra og vilja losna undan algerum yfirráðum Sovét- ríkjanna og hafa ályktað um að lýðveldið losi sig undan efnahags- legum yfirráðum Sovétríkjanna. Telja verður mjög líklegt að sú hraða atburðarás, sem orðið hefur í Litháen í þessum mánuði, sé til komin vegna þeirrar uppstokkun- ar sem varð í sovéska stjómkerfmu fyrr í þessum mánuði. Það má búast við að áhrifa upp- stokkunarinnar í Kreml komi til með að gæta verulega á næstu árum og jafnvel um alla framtíð. Enn hefur heimurinn ekki fengið að sjá neinar stórbreytingar á stefnu enda varla von því að nýir menn þurfa tíma til að hrinda áformum sínum í framkvæmd. Gorbatsjov sigurvegari Á þessari stundu er hins vegar rík ástæða til að skoða þær manna- breytingar, sem urðu í Kreml, og reyna að átta sig á því hvaða áhrif þær líklega munu hafa í framtíð- inni. Best er að gera slikt með því að skoöa hverjir það eru sem eru farnir út og hverjir eru komnir inn. Það er ljóst að sigurvegarinn í uppstokkuninni var Gorbatsjov sjálfur. Hann barði í borðið og keyrði í gegn breytingar sem hann taldi nauðsynlegar. Gorbatsjov hef- ur talið að hann væri orðinn nógu sterkur til að geta látið sverfa til stáls gegn'þeim sem eru andsnúnir stefnu hans í flokknum eða nýtast honum ekki við framkvæmd henn- ar. Nú er svo komið að einungis þrír af tólf meðlimum stjórnmálaráðs Sovétríkjanna eru ekki skipaðir af Gorbatsjov. Leið Gorbatsjovs til valda hefur verið fljótfarin og hann hefur þurft að færa menn upp, niö- ur og til hliðar á ferð sinni. í byrjun október neyddi Gor- batsjov Andrei Gromyko, sem er sjötíu og níu ára gamall, til aö draga sig í hlé sem forseti landsins. Gromyko er merkisberi gamalla tíma og hefur þjónað sex leiðtogum, þar af sem utanríkisráðherra í tutt- ugu og átta ár. Það var Gorbatsjov sjálfur sem tók við forsetaembætti og er þar með orðinn fullgildur þjóðhöfðingi. Annar maður, sem mikil áhrif hefur haft á utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna í áratugi, er Anatoli Do- brynin sem í tuttugu og fjögur ár var sendiherra í Washington. Hann varð helsti ráðgjafi Gorbatsjovs í utanríkismálum árið 1986 en ef til vill telur Gorbatsjov hann minna um of á hðna tíð. Hann var látinn hætta nú í byijun mánaðarins. Hugmyndafræðingur flokksins, Yegor Ligatsjov, sem er sextíu og sjö ára, fékk líka að sjá rauða spjaldið hjá Gorbatsjov. Ligatsjov hefur oft verið í opinberri andstöðu við Gorbatsjov en staða hans hafði verið tahn sterk engu aö síður. Hann var annar valdamesti maður stjórnmálaráðsins. Ligatsjov var færður í eitt óvinsælasta embætti sem til er innan Sovétríkjanna, en það er umsjón landbúnaðarmála sem eru í miklum ólestri í Sovét- ríkjunum. Viktor Sébrikov, yfirmaður KGB, var fluttur yfir í að stjórna nefnd sem á að marka endurbótastefnu í dómsmálum. Þetta verður að telj- ast stöðulækkun. Gorbatsjov kom sínu fólki að í stað þessa fólks og annarra sem voru látnir hætta eöa hrókað tii á annan hátt kom fólk sem virðist eiga þaö helst sameiginlegt aö það er yngra en venjan hefur verið með æðstu menn Sovétríkjanna og það er hlynnt stefnu Gorbatsjovs. Vadim Medvedev, fimmtíu og níu ára gamah, er nýi hugmyndafræð- ingurinn í flokknum. Hann var einnig gerður að fullgildum með- limi í stjórnmálaráðinu og þykir frami hans á skömmum tíma með ólíkindum. Enn er ekki ljóst hvort hann verður annar valdamesti maðurinn í stjórnmálaráðinu en tahð er mjög líklegt að svo verði, því hugmyndafræðingum flokks- ins hefur ahtaf verið gert mjög hátt undir höfði. Alexandér Jakovlev, sextíu og fjögurra ára, sem var í tíu ár sendi- herra í Kanada, tók við af Dobryn- in sem helsti ráðgjafi í utanríkis- málum. Hann er maður sem ekki virðist vera rígbundinn í hugsun- argang gamla tímahs hvað utanrík- ismál varðar, maður að skapi Gor- batsjovs. Vladimir Krjúskov, sextíu og fjögurra ára, sem hefur stjórnað njósnum KGB erlendis síðan 1974, tók við sem yfirmaður KGB. Kijúskov var undir handarjaðri Andropovs, eins og Gorbatsjov, og Gorbatsjov þekkir hann vel og treystir að talið er. Alexandra Birjúkova, fimmtíu og níu ára, er sérfræðingur í neyt- endamálum fyrir miðnefnd flokks- ins. Hún var gerð að meðlimi stjórnmálaráðsins án atkvæðis- réttar og er fyrsta konan í tuttugu og sjö ár til að gegna slíkri stöðu. Anatoli Lúkjanov, fimmtiu og átta ára, er náinn vinur Gor- batsjovs. Hann var gerður að með- limi í stjórnmálaráðinu án atkvæð- isréttar og einnig gerður að fyrsta varaforseta í ríkisstjórninni. Mörgum öðrum var hrókað fram og til baka í uppskiptunum en þaö sem hér er talið að ofan gefur þó til kynna í hvaða átt breytingarnar. stefna. Gorbatsjov hefur komiö inn fólki sem honum er þóknanlegt og líklegt þykir til að fylgja honum að málum og á móti hefur hann losað sig við þá sem hann heldur að séu dragbítar á framkvæmd stefnu þeirrar sem kennd er við endur- reisn. Sumir þeirra hafa jafnvel lýst sig andvíga stefnunni. Breytingar að gömlum hætti Svo virðist því sem þess sé að •vænta að stefna Gorbatsjovs eigi nú meiri möguleika en áður á að komast að fullu í framkvæmd. Sú stefna felst í að opna sovéskt þjóð- félag og nýta sér vissa hluti sem hingað til hafa verið á bannlista þar í landi. Nú virðist sem auka eigi fijálsræði upp að einhverju marki. Það vekur hins vegar athygli að breytingarnar fóru fram á dæmi- gerðan sovéskan hátt. Inn gekk hinn sterki leiðtogi og stjórnaði mannaskiptum með harðri hendi. Þetta voru ekki breytingar sem al- menningur kom í gegn eða hafði yfirleitt nokkra hugmynd um fyrr en eftir á. í þeim efnum hefur ekkert breyst. Lýðræði er ekki til nema í orði í Sovétríkjunum og því fer fjarri að Sovétríkin séu nú nær lýðræði en fyrir daga Gorbatsjovss, þótt frelsi fólks hafi verið aukið eitthvað á vissum sviðum. Frelsi fólks hefur verið aukið vegna þess að það er í þágu Kreml- verja að nýta sér þá kosti sem fylgja auknu frelsi fólks, en það er allt sem bendir til þéss að þær þjóð- félagsbreytingar, sem nú er verið að gera í Sovétríkjunum, séu til þess ætlaðar að styrkja stöðu Kommúnistaflokksins en ekki auka frelsi almennings meir en bráðnauðsynlegt þykir. Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 IMÚMER 680780 Gunnar Ásgeirsson hf. SUÐURLANDSBRAUT16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.