Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Keflavíkurtogaramir: Aukið hlutafé hefur streymt til Eldeyjar - yiðræður við Sambandið heflast 1 dag „Síöan barátta okkur fyrir því að taka upp viðræður við stjórn að halda Keflavikurtogurunum Eldeyjar um að félagið kaupi hlut tveimuráSuöurnesjumhófsthefur Sambandsins í Hraöfrystihúsi átt sér stað vakning á Suðurnesjum Keflavíkur. Ákveðið hefur veriö að um málið. Til okkar hafa streymt þær viðræður hefjist í dag. aðilar sdm gerst hafa hluthafar í Að sögn Jóns Norðfjörö verður Eldey hf. og viö erum þegar komn- það Eldey hf. sem kaupir hlut Sam- ir með hlutafé eða hlutafjárloforð bandsins efafþessu verður en aðil- upp á margar milljónir. Ég hef því ar eins og íslenskur gæöafiskur og miður ekki nákvæma tölu en hér Valbjörn hf. í Sandgerði koma þá er verið að tala um tugi milljóna," inn í Eldey hf. sem hluthafar. sagði Jón Norðfjörö, stjómarfor- „Viö höfum orðið varir viö að maður Eldeyjar hf. þeir Sambandsmenn treysta ekki á Eins og skýrt var frá í DV í gær getu okkar til að kaupa hlut Sam- hefur stjórn Sambandsins ákveðið bandsins í fyrirtækinu. Það er mis- skilningur hjá þeim. Þeir geta alls ekki skotið sér á bak við vanmátt okkar til að kaupa. Það yrði heldur ekki hðið pólitískt ef Sambandið ætlaði að skjóta sér- á bak viö þetta atriði. Hitt er annað að þeir hafa ekki getað látið okkur hafa allar upplýsingar um fjárhagsstöðu Hraðfrystihússins og þeir hafa heldur ekki sagt hvað þeir vilja fa fyrir sinn hlut Þetta skýrist von- andi í viðræðunum sem nú eru að hefjast,“ sagði Jón Norðfjörð. -S.dór Eins og flestir sem leið eiga um Snorrabrautina hafa tekið eftir hafa bilastæðin, sem voru við umferðar- eyjuna á miðri götunni, verið færð að gangstéttunum. Það virðast ekki allir hafa tekið eftir því þar sem töluvert margir leggja á gamla staðnum. Á annatímum hefur þetta skapað umferðaröngþveiti þar sem aðeins ein akrein hefur verið fær í staö tveggja. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík skapar þetta óþarfa vandræði og er afar slæmt. Eins og myndin ber með sér hafa menn ver- ið sektaöir fyrir að leggja þarna. h!h/DV-mynd Brynjar Gauti Brúarsmíði yfir Miklatorg frestað - þar sem ekki lá fyrir leyfi byggingamefndar Utht er nú fyrir að fresta þurfi framkvæmdum við væntanlega brú yfir Miklubraut sunnan Miklatorgs en þær áttu að hefjast 15. nóvember. Ástæðan var sú að byggjandinn, Borgarsjóður Reykjavíkur, hafði ekki fengiö byggingarleyfi fyrir brúnni. Þetta mál var tekið fyrir í Bygging- arnefnd Reykjavíkur í síðustu viku. Þá vakti minnihluti byggingamefnd- ar, Gunnar H. Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, og Gissur Símonarson, Alþýðuflokki, athygli meirihlutans á því að ekkert byggingarleyfi hefði verið veitt fyrir brúnni en fram- kvæmdir ættu að hefjast við hana alveg á næstu dögum. Lagði minni- hlutinn fram tíllögu þar sem sagði: „Byggingarriefnd Reykjavíkur felur embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík að sjá til þess að ekki verði hafnar byggingarframkvæmdir við væntanlega brú yfir Miklubraut sunnan Miklatorgs, fyrr en byggj- andinn, Borgarsjóður Reykjavíkur, hefur fengið byggingarleyfi fyrir brúni frá nefndinni.“ Samþykkti byggingarnefnd tillöguna samhljóða. í greinargerð, sem lögð var fram með tillögunni, kemur fram að 29. október 1987 voru lagðar fram teikn- ingar að brúnni í Byggingarnefnd Reykjavíkur. Þar komu fram ýmsar athugasemdir varðandi þær og var málinu frestað af þeim sökum. Það næsta, sem hefði gerst í málinu, væri að í dagblöðum hefði mátt lesa að framkvæmdir væru að hefjast við brúna 15. nóv. næstkomandi. -JSS F005985v81 SAMKVÆMT LÖGUM 29.MAR! Liggja peningamir þínir undir skemmdum? SKAMM TÍMABRÉF Þú ert ef til vill meðal þeirra, sem bónar bílinn þinn reglulega og heldur húsnœðinu þínu vel við. A það sama við um peningana þína ? Kannski tilheyrir þú þeim hópi sem er í biðstöðu á fasteignamarkaðnum oghefuryfirfjármagniað ráða eða átt von á greiðslu. Heldur því að þér höndum, vilt ekki binda féð en geymir það ofan í skúffu eða bara á tékkheftinu. Á þennan hátt er því ekki vel við haldið. Skammtímabréf Kaupþings er bœði hagkvœm og örttgg ávöxtunarleið sem á sérlega vel við í tilfellum sem þessum. Þaufást í einingum sem henta jafnt einstaklingum sem fyrirtœkjum með mismunandi fjárráð; frá 10.000 til 500.000 króna. Þau má innleysa svo til fyrirvaralaust og án alls innlausnarkostnaðar. Bréfin eru fullkomlega örugg. Fé sem lagt er í Skammtímabréf Kaupþings er eingöngu ávaxtað í bönkum, sparisjóðum og hjá opinberum aðilum. Ávöxtun Skammtímabréfa er áœtluð 8—9% umfram verðbólgu, eða allt að fjórfalt hœrri raunvextir enfengjust á venjulegum bankareikningi. Haltu peningunum þínum vel við, með Skammlímabréfum. KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar, simi 91-686988 Kaupþing Norður/ands, Ráðhústorgi 5, Akureyri, stmi 96-24700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.