Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1988, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1988. Viðskipti Lítil sala ríkisskuldabréfa „Sala spariskírteina ríkissjóðs er mjög næm fyrir vöxtum. Ríkissjóður hækkaði vextina í fyrrahaust eftir að skírteinin höfðu selst lítiö. Þaö sýndi sig þá að salan varð mjög lífleg og ný bréf fyrir hundruð milljóna króna seldust á nokkrum vikum. Á sama hátt hefur salan dottið niður núna þegar búið er að lækka vextina úr 8 prósentum niður í 7,3 prósent," segir Sigurður B. Stefánsson, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri Veröbréfamarkaðar Iðnaðarbank- ans. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbank- ans ákvað á föstudaginn að hækka vexti á nýjum 3ja ára spariskírtein- um úr 7,3 prósentum í 8 prósent í von um að salan ykist aftur. „Það er erfitt að selja ný skírteini með 7,3 prósent vöxtum þegar eldri Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 5-7 Bb Sparireikningar 3jamán.uppsögn 5-8 Sb.Sp 6 mán. uppsögn 5-9 Vb.Sb,- Sp 12 mán. uppsögn 6-10 Ab 18 mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar. alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab Sértékkareikningar 5-7 Ab.Bb.- Vb Innlán verötryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1:5-2 Bb.Vb.- Sp 6mán. uppsogn 2-3.75 Vb.Sp Innlán meðsérkjörum 5-12 Lb.Bb.- Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 7.25-8 Vb Sterlingspund 10,50- 11.25 Vb Vestur-þýsk mörk 4-4.25 Ab.V- b,S- b.Úb Danskar krónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15.5-18 Sp Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 16,5-21 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 19-22 Lb.Úb Utlán verðtryggö . Skuldabréf 8-8.75 Vb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9.75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 10.25 Allir Sterlingspund 13,50- 14,50 Lb.Úb Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Allir nema Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán. | MEÐALVEXTIR överðtr. nóv. 88 20,5 Verðtr. nóv. 88 8.7 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 2272 stig Byggingavísitala nóv. 399,2 stig Byggingavísitála nóv. 124,8stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt. Verðstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,364 Einingabréf 2 1.915 Einingabréf 3 2,181 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,565 Kjarabréf 3,359 Lifeyrisbréf 1.691 Markbréf 1,775 Skyndibréf 1.030 Sjóðsbréf 1 1,618 Sjóðsbréf 2 1.405 Sjóðsbréf 3 1,154 Tekjubréf 1.565 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. - verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hækkar vextina skuldabréf ríkissjóðs seljast á Verð- bréfaþinginu með á milli 8 og 9 pró- sent vöxtum. Það segir sig sjálft.“ Áhuginn snarminnkaði við vaxtalækkunina Að sögn Sigurðar snarminnkaði áhugi fólks á spariskírteinunum við vaxtalækkunina þann 18. október. „Fyrr í haust voru vextirnir lækkað- ir úr 8,5 prósentum í 8 prósent og sú lækkun hélt. Spariskirteini á þessum kjörum seldust.“ Almenn deyfð virðist vera komin í verðbréfaviðskipti hérlendis. Salan hefur minnkað á Verðbréfaþinginu Sigurður B. Stefánsson hagfræðing- ur. og líka hjá verðbréfamörkuðunum og verðbréfadeildum bankanna. Að sogn Sigurður B. Stefánssonar eru að hans mati nokkrar ástæður fyrir þeirri deyfð sem nú er. „Stjórnvöld knúðu fram lækkun- ina á spariskírteinunum úr 8 pró- sentunum niður í 7,3 prósent. Sölu- aðilar féllust á að gera þessa tilraun. Nú sýnir sig að hún stenst ekki.“ Hann segir ennfremur að stjórn- völd hafi komið róti á hugi sparifjár- eigenda með tali um að breyta ætti lánskjaravísitölunni og draga úr verötryggingu og loks hafi hugmynd- ir um skattlagningu vaxta slæm áhrif á þá sem spara, þeir dragi úr sparn- aði. „Það er hægt að hræða líftóruna úr fyrirtækjum og heimilum þannig adað áhugi á spamaði minnki. Sá sem fær það yfir sig að skattleggja eigi sparnaðinn spyr sig að því hvort þá sé ekki alveg eins gott að eyða peningunum strax og bregða sér í dagsferð til Dublin.“ Að sögn Sigurðar þýðir minni sala spariskírteina meiri viðskiptahaUa. „Sá hluti fj árfestingarinnar sem fjár- magnaður er með erlendum lánum eykst,“ segir Sigurður B. Stefánsson. -JGH Eigendur smábáta í kaupleiguvandræðum Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að hátt í 40 smábátaeigendur, sem keypt hafi bátana í gegnum fjár- mögnunarleigurnar, séu núna í verulegum vandræðum og séu að stórtapa. Flestir bátanna eru í kring- um 9 tonn. „Ætli um 40 nýir smábátar hafi ekki verið keyptir í gegnum kaup- leigumar. Þetta em lán til 3 til 5 ára. Ég veit að það hefur verið lagt fyrir menn af eigendum leiganna að það sé ekki svo mikið mál að borga með þessum hætti. En það er þveröfugt," segir Öm Pálsson. Að sögn Amar veit hann um sjó- mann sem keypti bát og borgaði ekki neitt út heldur fór til fjármögnunar- leigu og fékk lánaðar 6 milljónir til 5 ára. Vextir voru 10,6 prósent. „Þessi maður fór að róa með þann bagga að þurfa að borga um 153 þús- und á mánuði til fjármögnunarleig- unnar. En þegar fiskverð stendur í stað, afli minnkar og lánin hækka vegna vísitölunnar og til viðbótar hefur verð á smábátum lækkað er dsemið ekki glæsilegt." Örn segir ennfremur: „Ég hef vax- andi áhyggjur af þessum málum. Þótt menn hafi 100 tonna kvóta og veiði hann allan gera það aðeins um 4 milljónir króna á ári í tekjur. Beint Þeir eigendur smábáta sem keypt hafa bátana í gegnum fjármögnunarleigurnar eiga nú flestallir i vandræðum. í afborganir fara 2 miUjónir og þá á sem er hugsanlega um 2 milljónir. handa sjómönnunum sjálfum," segir eftir að greiða allan útgerðarkostnað Það er sem sagt ekkert eftir í laun Örn Pálsson. -JGH Hluti Eimskips í öðrum fyrirtækjum - á 33 prósent í Flugleiðum Eimskip á 33 prósent í Flugleiðum hf. og hefur eignarhluti þess aukist úr 23 prósentum í 33 prósentin á þessu ári. Þetta kemur fram í dreifi- riti Hlutabréfabréfamarkaðarins hf. um Eimskip. Ennfremur eru gefnar upplýsingar um hlut Eimskips í öðrum fyrirtækj- um í lok síðasta árs. Fyrirtækin eru þessi: Árlax hf....................16,4% DNG hf........................22% Ferðaskrifstofan Úrval hf....20% Fjárfestingarfélag íslands hf. .17,4% Flugleiðir hf..„............23,6% Iðnaðarbanki íslands hf......5,3% íslensk endurtrygging........5,9% Pólstækni hf................35,6% Skeljungur hf................2,6% Slippstöðin hf...............2,4% Tollvörugeymslan hf.........22,2% Tækniþróun hf...............33,3% Verslunarbanki íslands hf....5,8% Þróunarfélag íslands hf......1,4% Það kemur ennfremur fram að eignarhlutar Eimskips iöðrum fyrir- tækjum námu 188,2 milljónum króna að nafnvirði en um 224,7 milljónum að raunvirði í lok síðasta árs. Á ílutningamarkaðnum í almenn- um stykkjavörum til landsins er markaðshlutdeild Eimskips tahn um 60 prósent. -JGH 300 millj- ónir fóru á 14 dögum í fyrra - þegar vextir hækkuðu Spariskírteini ríkissjóðs seldust fyrir um 300 milljónir króna á nokkrum dögum í ágúst í fyrra þegar ríkissjóður ákvaö að hækka vextina úr 6,5 prósentum í 8,5 prósent á tveggja ára bréfum. Um þetta birti DV frétt þann 2. október í fyrra. Amdís Steinþórsdóttir, deildar- stjóri í fj ánnálaráðuneytinu, sagöi þá orðrétt við DV: „Það gekk illa að selja bréfm með 6,5 prósent vöxtum en þá vexti vor- um við með frá 1. september í fyrra. Viö urðum því að aölaga okkur markaðnum og hækka vextina. Við buðum einfaldlega ekki nógu góð kjör.“ -JGH Eimskip er fjölmennasta hlutafélag landsmanna. Félagið á eignir víða í öðrum fyrirtækjum. Eimskip á núna 33 prósent i Flugleiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.