Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 9 Chun biðst afsökunar Chun Doo Hwan, fyrrum forseti Suður-Kóreu, bað í morgun landa sína afsökunar á hneykslismálum þeim er komu upp í stjómartíð hans. Með því vonast Chun, sem stjórnaði Suður-Kóreu í átta ár, að kröfurnar um að hann verði látinn mæta fyrir rétti verði ekki jafnháværar. Chun hét því að afhenda ríkinu fé sitt og eigur og kvaðst mundu yfir- gefa Seoul og koma sér fyrir úti á landsbyggðinni. Var Chun sagður hafa verið kominn að því að tárast er hann tilkynnti þetta í sjónvarpi. Stuttu eftir útsendinguna var ekið með hann og grátandi konu hans á ókunnan stað. Frá því var skýrt í blaðafregnum að Chun myndi setjast að í fjallaþorpi í norðausturhluta landsins, nálægt landamærum Norð- ur-Kóreu. Það var núverandi stjórn landsins sem hafði í raun sett saman afsökun- arbeiðnina, sem Chun bar fram í morgun, til að reyna að komast hjá því að leiða hann fyrir rétt. En þrátt fyrir fréttir um að Chun muni af- henda meira en tuttugu milljónir dollara í pólítíska sjóði er ekki víst að stjórnarandstaðan og róttækir stúdentar láti sér það nægja. Kim Dae-Jung, sem lengi baröist gegn haröstjóm Chuns, sagði að flokkur sinn myndi ekki berjast fyrir því að Chun yrði handtekinn en að hann myndi halda áfram að krefjast rannsóknar á meintri spillingu og harðræði í tíð Chuns. Nefndi Kim sérstaklega fjöldamorðin frá 1980 þegar hermenn bældu niður upp- reisn borgara í Kwangju með þeim afleiðingum að tvö hundruö manns biðu bana. Fyrstu viðbrögð róttækra stúdenta voru á þann veg að þeir kváðust ekki vilja afsökun heldur aftöku fyrrver- andi forsetans. Til átaka kom milli hundrað og fimmtíu námsmanna og óeirðalögreglu og köstuðu náms- menn bensínsprengjum. Á meðan sjónvarpað var frá ávarpi Chuns voru götur höfuðborgarinnar næstum auðar. Reuter Fyrrum forseti Suður-Kóreu, Chun Doo Hwan, baðst i sjónvarpsútsendingu í morgun afsökunar á því sem miður fór meðan hann var við völd. Frá þvi að Chun lét af völdum í febrúar síðastliðnum hefur þess verið krafist að hann verði látinn svara til saka. Chun og kona hans, Lee Sun-ja, yfirgefa hér heimili sitt í Seoul. Simamynd Reuter Ósýnilega vélin afhjúpuð Bandaríski flugherinn afhjúpaði í gær hina ósýnilegu Stealth sprengju- flugvél, sem er framúrstefnuleg flug- vél sem sést ekki á rátsjám. Fimm hundruö boðsgestir og starfsmenn Northrop fyrirtækisins sem smíðaði véhna fengu að vera fimmtíu og fimm metra frá véhnni, sem kostar tæplega tuttugu og fimm mihjarða íslenskra króna. Sýningin fór fram í Palmdale í Kaliforníu. í tíu ár var vélin í hönnun og fram- leiðslu án þess að flugherinn vildi viðurkenna að hún væri tíl. B-2 sprengjuflugvélin, eins og hún er opinberlega kölluð, er í laginu eins og búmmerang og úr efnum sém drekka í sig og trufla ratsjárgeisla. Fjórir hreyflar vélarinnar eru faldir í vængjunum sitt hvorum megin við flugstjórnarklefann til þess að ekki mælist úr henni útblásturinn á inn- rauðum skynjurum. Þrátt fyrir að vélin hafi í fyrsta skipti komið fyrir almenningssjónir í gær er hún þegar orðin mjög um- deild í Bandaríkjunum. DeUt er um það hvort hún sé virði þeirra peninga sem settir hafa verið í smíði hennar og einnig hvort hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru ætluð. Hönnuðir vélarinnar segja að hún geti farið hvert sem er án þess að sjást og muni þar með styrkja stöðu Bandaríkjanna gífurlega. Áætlað er að smíða eitt hundrað þijátíu og tvær B-2 sprengjuflugvélar og gert er ráð fyrir því að vélin fari í sitt fyrsta flug innan sex til tólf vikna. Reuter Útlönd Christina Onassis nokkrum dögum áður en hún lést. Símamynd Reuter Líkflutningur heimiladur Argentínsk dómsyfirvöld heimiluðu í gær að lík Christinu Onassis, en hún lést á laugardaginn í Buenos Aires, yrði flutt úr landi. Úrskurðað hafði verið að líkið yrði um kyrrt í Argentínu á meðan á rannsókn á dauða Christinu stæði. Christina, sem var dóttir stópakóngsins Aristotelesar sáluga, var ein ríkasta kona heims. Hún var 37 ára að aldri er hún lést úr lungnakvilla sem gæti hafa orsakast af hjartaáfalli, að því er tilkynnt var fyrr í vikunni. Sprengjutilræði í Madrid Einn maður lést og rúmlega fjörutíu og fimm særðust þegar bíla- sprengja sprakk við aðalstöðvar þjóðvarðliðsins í Madrid í gærkvöldi. Talið er að aðskilnaðarsinnar Baska hafi komið sprengjunni fyrir. Að sögn vitna var sá sem beið bana ökumaöur er átti leið fram hjá til- ræðisstaðnum. Þriggja ára gamalt bam særðist alvarlega og foreldrar þess einnig. Fimm metra stórt gat kom á eina bygginganna þar sem fjölskyldur þjóð- varðliðanna búa. Um tuttugu bílar eyðilögðust, þrjátíu skemmdust og gluggarúður í þrjú hundruö metra fjarlægð brotnuðu. Loftárásir á Líbanon Palestinumenn virða fyrir sér skemmdimar eftir loftárás ísraela á flótta- mannabúðir í Suður-Libanon í gær. Simamynd Reuter ísraelar geröu loftárásir á ílóttamannabúðir Palestínumanna i suður- hluta Líbanons í gær þegar Líbanir héldu upp á fjörutíu og fimm ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar. Og í úthverfúnum í suðurhluta Beirúts börðust stríöandi fylkingar shíta. Embættismenn héldu upp á daginn með því að horfa á hersýningu. Leifar eiturgass fundnar Starfsmenn á breskri rannsóknastofu segjast hafa fundið leifar efna- vopna í jarðvegssýnum sem tetón voru í íraska hluta Kúrdistan. Kúrdar hafa haldið því fram að írakar hafi beitt eiturgasi gegn þeim. Sendiherra íraks i Bretlándi vísar þessu á bug sem tilbúningi einum og segir eiturgasið vera komið frá írönum. Bandaríkin hafa sakað íraka um notkun efnavopna gegn Kúrdum sem búa í norðurhluta íraks. Rúmlega fimmtíu þúsund Kúrdar.hafa flúið -til Tyrklands og írans frá þvi að sókn íraka gegn Kúrdum hófst í júlí. Hafa margir fullyrt að heil þorp hafi verið þurrkuð út í efnavopnaárásum. Yfirvöld í Bagdad hafa stöðugt vísað þessum ásökunum á bug. Gott, fr ábært oi ÍLX T QAA ódýrt í 4 daga Buxur Bolir frá kr. 500,- Nýjarvörur 1. desember Jakkar frá kr. 1.950,- Pils frákr. 1.200,- r I E "Hl Laugavegi 41 1 T I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.