Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. UtLönd Bush er vandi á höndum Meöal þeirra vandamála sem bíða George Bush, hins nýkjörna for- seta Bandaríkjanna. er hann tekur viö embætti þann 20. janúar næst- komandi, er skæruliðastyrjöldin í E1 Salvador sem engan enda virðist ætla að taka. Á undanfórnum mánuðum hefur ýmislegt bent til þess að dauða- sveitir hægri manna séu komnar á kreik á nýjan leik. Skæruliðar vinstri manna hafa einnig látið á sér kræla í auknum mæli í höfuð- borginni. San Salvador. Þeir gerðu meðal annars árás á höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins um hábjartan dag fyrir nokkru og þykir að benda til þess að þeir séu síður en svo að niðurlotum komnir. Flokkurinn klofinn Bandaríkin hafa ákaft stutt for- seta landsins, Jose Napoleon Du- arte: Nú er hann alvarlega sjúkur og þjáist af . lifrarkrabbameini. Flokkur hans, Kristilegi demó- krataflokkurinn, er klofinn í tvennt og liggur undir ásökunum um spillingu. Flokkurinn missti meirihluta í þjóðþinginu í mars síðastliðnum og margir sérfræðingar spá því að forsetaembættið geti gengið flokknum úr greipum í almennum kosningum í mars næstkomandi. Bandaríkin hafa dælt nærri tvö hundruð milljörðum íslenskra króna inn í þetta litla Mið-Amer- íkuríki síðan árið 1980. Þetta er meiri styrkur á hvern íbúa en í nokkru öðru bandalagsríki ef ísra- el er undanskilið. Reagan forseti gerði það eitt af höfuðverkefnum sínum að styrkja lýðræði í landinu Eitt af helstu verkefnum Bush í utanríkismálum verður að fást við erfiða stöðu i málefnum El Salvador og annarra Mið-Ameríkuríkja. Hann er hér ásamt Dan Quayle og Margréti Thatcher. Simamynd Reuter MALA Mið-Amerika hefur valdið banda- rískum stjórnvöldum miklum vandræðum á undanförnum árum. og koma í veg fyrir útbreiðslu bylt- ingarhugmynda í álfunni. Stórfelldur vandi þrátt fyrir mikinn stuðning Bandaríkj- anna Samt virðist þaö vera svo að nú, þegar Reagan býr sig undir að víkja fyrir Bush, er lýðræði og stöðug- leiki enn langt undan í E1 Salvad- or, að því er virðist. Bush þekkir vel til í E1 Salvador. Opinskáar og ákveðnar viðræður hans við yfirmenn hersins þar er hann heimsótti landið 1983 eru taldar hafa rutt brautina fyrir bættum mannréttindum í landinu. í upphafi baráttunnar milli vinstri og hægri aflanna í E1 Salvador voru mannréttindi fótum troðin á báða bóga. Öfgaflokkurtil hægri hagn- ast Nú er talið líklegt öfgaflokkur til hægri geti hagnast mjög á klofn- ingnum í röðum kristinna demó- krata. Þjóðernissinnaða lýöveldis- bandalagið hefur í gegnum tíðina verið mjög tengt dauðasveitunum illræmdu, en frambjóðandi flokks- ins í kosningunum í mars næst- komandi, Alfredo Cristiani, er sagður vera maður nýrra tíma í flokknum. Cristani, sem er fjörutíu og eins árs kaupsýslumaður, talar um það í kosningabaráttu sinni að binda verði enda á félagslegt óréttlæti og að lífskjör verði að bæta. En sér- fræðingar telja að ef hann komist að sé mikil hætta á að mannrétt- indamál færist til verri vegar. Bandarískir embættismenn hafa gefið í skyn að Bush stjórnin muni halda áfram að styrkja E1 Salvador í sama mæh og verið hefur en við- urkenna að allsendis sé óvíst hvort stjórn lýðveldisbandalagsins hljóti jafnóskoraðan stuðning beggja flokka á Bandaríkjaþingi eins og stjórn Duartes. Reuter Vinnandi börn setja fram kröf ur .Venjulega eru það fullorðnir sem sitja ráðstefnur þar sem fjallað er úm málefni barna. í Lima í Perú er það öðruvísi. Þar söfnuðust ný- lega saman um hundrað vinnandi börn frá sex löndum í Suður- Ameríku til að ræöa vandamál sín og setja fram kröfur. í flestum löndum eru lög sem banna barnavinnu en þau koma ekki í veg fyrir að börn vinni. Bara í Lima eru um tvö hundruð þúsund börn sem stunda vinnu. Þau bursta skó, þvo bíla, selja sælgæti og tó- bak, vinna á mörkuðum, fara í sendiferðir og gera hreint á heimil- um. Og úti á landsbyggðinni vinna börnin við landbúnaðarstörf og í námum. Þau hafa oft verstu og sóðalegustu störfin og lægstu launin. Jeanette, sem sat ráðstefnuna, er fimmtán ára. Hún gengur í skóla fyrir hádegi en pússar skó í Lima eftir hádegi. Vikulaunin hennar. Jeanette, sem á heima i Lima, vinnur sér inn sjötíu krónur á viku fyrir að pússa skó. Pabbi hennar er atvinnulaus og hún á sjö systk- ini. Vikulaunin hennar duga í mat fyrir einn dag handa fjölskyldunni. eru um 70 íslenskar krónur. Pabbi hennar er atvinnulaus og aðeins eitt af sjö systkinum hennar hefur vinnu. Laun Jeanette eru nauðsyn- leg búbót þótt þau dugi bara fyrir mat í einn dag. Hörð barátta Það var fyrir tíu árum sem prest- ur í Perú aðstoðaöi atvinnulausa unglinga við að stofna samtökin. Árlega hefur verið haldin ráðstefna en þetta er í fyrsta skipti sem svip- uð samtök frá öðrum löndum hafa tekið þátt. Þau samtök sem eru til fyrir vinnandi börn leggja áherslu á að börnin veröi aö fá að vera með til að hafa áhrif á stöðu sína. Þar sem barnavinna er bönnuð eru engin lög eða reglur sem kveöa á um hana. Þess vegna eru heldur ekki til nein verkalýðssamtök sem tala máli barna eða styðja kröfur þeirra. Mikil fátækt er í Perú og nýjustu sparnaðaraðgerðir stjórnarinnar hafa ekki orðið til að minnka hana. Baráttan um störfm hefur harðnað og mörg barnanna, sem áöur unnu á mörkuðunum, hafa hrakist þaðan. Einn þátttakendanna á ráðstefn- unni, Carlos Nina Silva, sem er þrettán ára, sagði það vera eina af kröfum barnanna að fá að komast aftur inn á markaðina. Einn af full- orðnu þátttakendunum á ráðstefn- unni hafði á orði að nú þegar full- orðnir vildu ekki samkeppni þætt- ust þeir allt í einu hafa áhyggjur af vinnu barna. Einfaldar kröfur Mörg þeirra barna í Perú sem vinna eiga heimili. í Argentínu eru hins vegar börn, sem lifa á göt- unni, stærsta vandamálið en þar er fátæktin hins vegar ekki jafn mikiL í Brasilíu eru börnin mörg sem eiga ekkert heimili. Heimilis- laus börn eru heldur færri í Chile. Á ráðstefnunni skiptu börnin sér niður í hópa eftir verkefnum. Tími gafst einnig til leikja. Mörg börnin syntu í fyrsta skipti í sundlaug og mörg sváfu í fyrsta skip'ti í eigin rúmi. Börnin kynntu ályktun í lok ráð- stefnunnar þar sem stöðu þeirra og kröfum er lýst. í ályktuninni segja börnin að fullorðnir treysti þeim ekki af því að þau séu fátæk. Þau eru álitin þroskaheft, nokkur þeirra verða að stela eða betla þar sem þau fá ekki vinnu. Kröfur barnanna voru mjög ein- faldar og mjög skýrar. Þær gengu út á að þau veröi viðurkennd og að hlustað verði á yfirlýsingar þeirra. Á. næstu ráðstefnu, sem haldin verður árið 1990 í Argentínu, er ætlunin að bjóða fulltrúum frá Asíu og Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.