Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 11 Ethel Kennedy leggur blómsveig á leiði mágs síns í Arlington kirkjugarðin- um í gær. Símamynd Reuter Frakkarnir hafa fjarvistarsannanir Bandaríkjamenn minntust þess í gær að tuttugu og fimm ár voru liðin frá því að John F. Kennedy, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var veginn í Dallas. Mikill mannfjöldi heimsótti grafreit forsetans í Arlington kirkju- garðinum í Washington og þúsundir sóttu minningarmessur. Fjölskylda hins myrta forseta tók ekki þátt í minningarathöfnunum. Fjölskyldan segist frekar vilja minnast lífshlaups Kennedys en hörmulegs dauða hans. Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður frá Massachusetts, sem verið hefur í forsvari fyrir fjölskyld- una frá því að Robert Kennedy var myrtur árið 1968, var staddur í Bret- landi í gær. Hann sagði í gær að hann teldi það þýðingarmeira að minnast lífs forsetans og þess vegna vildi fjöl- skyldan frekar halda upp á afmælis- dag hans, 29. maí, en dánardægur. Eini meðlimur fjölskyldunnar til að heimsækja grafreit Johns F. Kennedy var Ethel Kennedy, ekkja Roberts Kennedy. Hún lagði blóm- sveig á leiði hans og sleit síðan eitt blóm úr sveignum til að leggja á leiði manns síns sem 'er skammt frá. í sjónvarpsþætti sem sýndur var í íslenska sjónvarpinu í gærkvöldi er því haldið fram aö þrír Frakkar hafi drepið John F. Kennedy, en ekki Lee Harvey Oswald eins og hingað til hefur verið haldið fram. Sauveur Pironti, einn Frakkanna sem í myndinni er sakaður um morð- ið, hefur lagt fram gögn um að hann gegndi herþjónustu í franska sjó- hernum þegar morðið var framið. Franski sjóherinn hefur staðfest að tundurspillirinn sem Pironti var á hafi verið á sjó þann 22. nóvember 1963. Joseph Bocognani var í fangelsi á þessum tíma og Lucien Sarti, sá sem á að hafa skotið forsetann hafði svo slæma sjón að í desember 1962 var hann sviptur ökuleyfi af þeim völd- um. Allar þessar upplýsingar hafa verið staðfestar með opinberum gögnum. Pironti hefur hótað að fara í skaða- bótamál við framleiðendur þáttanna fyrir ærumeiðingar. Reuter Geðsjúklingar í norskum fangelsum Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Verkalýðssamtök norskra fanga- varða hafa ákveðið að loka dyrum eins stærsta fangelsisins í Noregi og neita að hleypa inn fleiri afbrota- mönnum. Þetta eru mótmæli gegn norskum heilbrigðisyfirvöldum vegna fjölda geðsjúklinga sem eru lokaðir inni í fangelsisklefum án þess að þeir fái læknishjálp. Núna eru sautján geðsjúkir fangar í einangrun í fangelsinu sem er í Osló. Þeir eru hættulegir bæði sjálf- um sér og öðrum. Óhugnanleg öskur berast úr einangrunarklefunum og út í ganga fangelsisins. En eina með- höndlunin sem fangaverðirnir geta veitt er að reyra fangana fasta viö bekkina í klefunum. „Og þannig eru þeir bundnir þegar við þrífum klefana og það eru einu ■ samskiptin sem þeir hafa við fólk oft vikum saman,“ segja fangaverðirnir. „Nú viljum við ekki meira því það er ekki hægt að vinna á svona stað’ og við getum ekki lengur átt hlut að því að það sé farið svona með geð- sjúklinga." Viðskiptastríð framundan? Gunnar Guðmundss., DV, Kaupmaimahöfn: Sú ákvörðun Evrópubandalagsins að banna frá áramótum innflutning á nautakjöti frá Bandaríkjunum, sem inniheldur vaxtarhormóna, lítur út fyrir að ætla að leiða til viðskipta- stríðs. Bandaríkin líta nefnilega á bannið sem viðskiptahömlur og ætla að svara í sömu mynt. Það mun koma sér sérstaklega illa fyrir Dani sökum þess að Bandaríkin eru næststærsti útflutningsmarkað- ur þeirra fyrir svínakjöt. Þeir munu tapa markaði sem svarar til andvirð- is tvö hundruð milljarða íslenskra króna árlega auk þess sem þúsundir danskra svínabænda og slátrara munu missa vinnuna. Evrópubandalagið hefur reynt að semja við Bandaríkin og meðal ann- ars boðist til að flytja nautakjötið inn sem hráefni í hunda- og kattafóður en án árangurs. Bandaríkin óttast nefnilega að bann Evrópubandalags- ins leiði til þess að aðrir aðilar, með- al annars Japanir, muni einnig grípa til banns gegn innflutningi á kjöti sem inniheldur vaxtarhormóna. Utanríkisráðherra Dana, Uffe Elle- mann-Jensen, hefur undanfarna daga staðið í ströngu við að reyna að fá Evrópubandalagið til annars tveggja, grípa til alvarlegri viðskipta- hamla gegn Bandaríkjunum eða fá styrk fyrir þá tvö hundruð milljarða sem Danir tapa. Hefur honum mis- tekist hvorutveggja. Stjórn Evrópubandalagsins segir nefnilega að enn sé möguleiki á að losna við viðskiptastríð og hefur skotið málinu til alþjóða tolla- og við- skiptastofnunarinnar GATT í von um skjóta afgreiðslu. Útlönd Allt á huldu um vegabréfsáritun Sameinuðu þjóðirnar afhentu í gær bandarískum yfirvöldum beiðni um vegabréfsáritun handa Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Pa- lestínumanna. Arafat hefur sótt um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna til þess að geta ávarpað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði. Bandarísk yfirvöld neituðu í gær að hafa ákveðið að gefa Arafat vega- bréfsáritun. Orðrómi um að banda- rísk yflrvöld hefðu gefið í skyn við yfirvöld í Egyptalandi að vænta mætti vegabréfsáritunar var einnig vísað á bug. Var bent á aö ekki væri hægt að taka ákvörðun fyrr en Ara- fat sjálfur sækti formlega um áritun. Arafat, sem verið hefur í heimsókn Enn er ekki vitað hvort Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsissamtaka Palest- ínumanna, fær vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Símamynd Reuter í Egyptalandi, sagði egypska leiðtoga hafa tjáð sér að bandarísk yfirvöld myndu veita honum vegabréfsárit- un. Árið 1974 kom Arafat að næturlagi með þyrlu frá Kennedyflugvelli í New York til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna. Eftir ávarp þar var hann samdægurs fluttur úr landi þar sem óttast var um líf hans í New York þar sem gyðingar eru fjölmennir. Heimildarmenn hjá Sameinuðu þjóðunum, sem venjulega hefur mátt treysta, segjast undanfarna daga hafa heyrt drunur í þyrlum. Sú ályktun hefur verið dregin að verið sé að æfa fyrir flutning á Arafat. Reuter Þegar þú kemur með bílinn í smurningu til okkar, færðu að sjálf- sögðu fyrsta flokks alhliða smurningu. En það eru tvö atriði sem við- skiptavinum okkar hafa líkað sérstaklega vel og við viljum vekja athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum við án sérstaks auka- gjalds á öllum bílum, sem við smyrjum. í fyrsta lagi smyrjum við hurðalamir og læs- ingar á bílnum. Þetta tryggir að hurðir og læs- ingar verða liðugar og auðopnaðar, jafnvel í mestu frostum. í öðru lagi tjöruhreinsum við framrúðuna, framljósin og þurrkublöðin. Þetta lengir end- ingu þurrkublaðanna og eykur útsýni og öryggi í vetrarumferðinni. Tryggðu þér fyrsta flokks smurningu með því að panta í síma 695670 eða renna við á smurstöð Heklu hf. Laugavegi 172. Hér erum við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.