Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Page 10
10 MNÍJDAGUR 12. DESEMBER 1988. Utlönd Egyptinn Naquib Mahfouz, sem hlaut bókmenntaverólaun Nóbels í ár, sat heima í Kaíró og fylgdist meö verðlauna- afhendingunni. Símamynd Reuter skcmmtilcga atburði frá æskuárunum í Ölfusi • fjölda samferðamanna * læknamiðla • hinar „alræmdu“ poppmessur • hestamennsku • sálarrannsóknir • brottrekstur frá útvarpi og sjónvarpi Nýja Bókaútgáfan Jónína Leósdóttir Guð almáttugur hjálpi þér Endurminningar séra Sigurðar Hauks onssonar Séra Sigurður Haukur hefur löngum verið umdeildur, enda þekktur fyrir að segja skoðun sína afdráttarlaust. I þessari hispurslausu bók fjallar hann m.a. um: Mahfouz komst ekki Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Nóbelsverðlaunaafhendingin í Stokkhólmi á laugardaginn vakti meiri athygli víða um heim en nokkru sinni fyrr. Ástæðan til þess voru fyrst og fremst bókmenntaverð- laun Egyptans Naquib Mahfouz. Mikill íjöldi blaðamanna frá araba- þjóðum fylgdi dætrum Mahfouz sem tóku við verðlaununum fyrir hönd föður síns. Þetta er í fyrsta skipti í áttatíu ár sem manni af arabaþjóð eru veitt nóbelsverðlaun. Mahfouz komst ekki sjálfur vegna veikinda en fylgdist með athöfninni að heim- an, frá Nílargötu 172 í Kaíró. Verðlaunahafarnir voru einnig mun fleiri en venjan er. Ellefu tóku á móti á verðlaununum í Stokkhólmi auk friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna sem tóku við friðarverð- laununum í Osló. Verðlaunahafarnir voru á aldrin- um 40 til 83 ára, flestir gamlir í árum talið en ótrúlega unglegir. Allir eru þeir í fullu starfi ennþá þó að margir ættu aö vera hættir að vinna fyrir löngu. Ein kona var í hópnum, amerísk, Gerd Elion, sem ásamt félaga sínum, George Hitzings, 83 ára að aldri, hef- ur fundið upp lyf gegn ýmsum sjúk- dómum. Þau hafa unnið saman í 45 ár og hafa enn stór framtíðaráform. Rannsóknir þeirra hafa leitt til þess að upp vap fundið eina lyfið sem til þessa hefur haft nokkur áhrif á sjúk- dóminn eyðni. Sá þriðji sem hlaut meðalaverðlaunin var Skotinn Ja- mes Black sem á heiðurinn af hjarta- og blóðþrýstingsmeðulum sem millj- ónir manna um allan heim þurfa að nota. Allir ellefu verðlaunahafarnir virt- ust una hag sínum hið besta í hópi konunglegra og annars sænsk hefð- arfólks og þegar líða tók á veisluhöld- in um kvöldið hélt einn þeirra meira að segja þakkarræðu á sænsku. Allsherjarverkfall boðað á Spáni Pétur L. Pétuisson, DV, Barcelona: Svo virðist sem ekkert fái afstýrt allsherjarverkfalli hér á Spáni á mið- vikudaginn kemur. Stærstu verka- lýðsfélög landsins hafa nú óll lýst yfir stuðningi við verkfallið og óbrú- anleg hyldýpisgjá hefur opnast milli ríkisstjórnar sósíaldemókrata og verkalýösarms flokksins. í stað þess að leita leiöa til að af- stýra verkfallinu hafa ríkisstjórn og verkalýðsforysta háð blóðuga fjöl- miðlastyrjöld. Yfirlýsingar deiluað- ila hafa magnast með degi hverjum og eru engar líkur til þess aö stór orð, sem fallið hafa, veröi aftur tekin. Verkalýðsforystan hefur lýst því yfir að megintilgangur verkfallsins sé að mótmæla efnahagsstefnu stjórnarinnar. Félögin benda á þá staðreynd að hagvöxtur hér í landi sé meiri en í nokkru öðru Evrópuríki og að fyrirtæki og bankar hafi aldrei fyrr lifað annað eins góðæri. Á sama tíma sé ríkisstjórnin ekkert nema harðneskjan í samningagerð og hafi þar að auki misst tökin á veröbólg- unni. Hagfræðingar verkalýðsfélag- anna halda því fram að gróði fyrir- tækja sé verðbólguhvetjandi meðan ríkisstjórn og samtök vinnuveitenda vara við afleiðingum launahækkana. Sósíalistaflokkurinn telur verk- fallsboðunina hins vegar fáránlega og ekkert nema vatn á myllu kölska. Hún sé til þess eins að koma stjórn- inni frá völdum og komi því engum vel nema hægrimönnum. Hægri flokkarnir hugsa það sama því þeir styðja verkfallið heils hugar og meira að segja hinir alræmdu þjóðvarðliðar hafa boðað til verkfalls. Það er því engin þjóðarsátt í sjónmáli hér á Spáni. Sósíaldemókrötum spáð meirihluta Pétur L. Pétursson, DV, Barcelona: Sósíaldemókratar myndu ná aftur meirihluta á þingi ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstööur skoðanakann- ana sem birst hafa hér á Spáni um helgina. Svo gæti farið að stjórnin leysti upp þing og boðaði til kosninga eftir allsherjarverkfallið á miðviku- daginn kemur. Kannanirnar leiða í ljós að flokkur sósíalista heldur sínu ef gengið væri til kosninga. Þær sýna hins vegar megna óánægju fólks með ráðherra núverandi ríkisstjórnar og að aðeins einn þeirra hefur hrifið kjósendur flokksins. Það er utanríkisráðherr- ann, Francisco Fernández Ordonez. Það er því stjórnun á innanríkis- málum í tíð núverandi ríkisstjórnar sem fer fyrir brjóstið á kjósendum flokksins. Þessi skoöun endurspegl- ast í því að óvinsælustu ráðherrarnir eru innanríkisráðherrann Carlos Solchaga og atvinnumálaráöherrann Manuel Chaves. Þessar niðurstöður hafa verið túlk- aðar stjórninni mjög í óhag. Bent er á að svo virðist sem meginmarkmið stjórnarinnar séu fólki lítt að skapi og að kjósendur haldi sig við flokkinn því ekki sé um annan valkost að ræða. Þó sýna kannanir að hægri flokkar sækja heldur í sig veðrið meðan fylgi miðjuflokka minnkar heldur. Þessar niðurstöður renna stoöum undir þær grunsemdir manna að rík- isstjórn Felipe González muni leysa upp þing og boða til kosninga áður en vikan er á enda. Málið sé aö hafa kosningar meðan fylgi sé til staðar en kjörtímabilið er nú meira en hálfnað. Verði boðaö til kosninga nú má telja næsta fullvíst að sósíal- demókratar verði hér við völd til 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.