Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1988, Qupperneq 45
MÁNUDAGUR Í2. DÉSEMBER 1988. Fréttir Skuldbreytingar leggjast þungt á sveitarfélögin ÞórhaJlur Asmundsson, DV, Sauöárkróki: Allt útlit er fyrir að erfið staða fyr- irtækja eigi eftir að leggjast meö auknum þunga á bæjar- og sveitar- sjóði á næstunni sökum þess að það lendi á þeim að standa undir miklum hluta þeirra skuldbreytinga sem stjórnvöld áætla að framkvæma í gegnum atvinnutryggingarsjóðinn. Á fundi bæjarstjórnar Sauðárkróks nýlega var samþykkt að veita 3 fyrir- tækjum skuldbreytingu viö bæjar- sjóð i gegnum Atvinnutryggingar- sjóð ríkisins. Vitað er að slíkt er að gerast viðar á landinu. Skuldabréfin, sem út verða gefin, eru til 6 ára og afborgunarlaus fyrstu 2 árin. Alls munu þessi þrjú fyrir- tæki skulda bæjarsjóði tæplega 4 milljónir króna. 1 umræðum í bæjar- stjórn kom fram að 8 fyrirtæki skulda bæjarsjóði rúmlega 13 millj- ónir og töldu bæjarfulltrúar það ekki mikið miðað við það sem gerist ann- ars staðar. Við afgreiðslu málsins í bæjar- stjórn taldi Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri þetta miður æskilegt og bæjarsjóður ætti ekki að vera lána- stofnun. En það væri vitað mál að fyrirtækin gætu ekki greitt þessar skuldir sínar og þetta hafi því þótt vænlegri lausn en sú að breyta skuldum fyrirtækjanna í hlutafé. Það hefði sýnt sig að ekki kæmi mikið út úr slíkum ráöstöfunum. Nokkrir bæjarfulltrúar tóku til máls og höfðu þeir svipaðar skoðanir á málinu og bæjarstjóri. Einn bæjarfulltrúi, Hörður Ingi- marsson, var á móti samþykktinni og færði fram bókun. Eldur í íbúö á Höfn: „Lokaðist algjörlega af hræðslu“ Júlía Imsland, DV, Höfn: Slökkvilið Hornafjarðar var kallað út á miðvikudagskvöldið vegna elds í íbúð á Höfn en búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á stað- inn. Skemmdir urðu litlar. Tildrög þess að eldur braust út voru þau aö húsmóöirin var að byija að steikja á pönnu og búin að setja feiti á og kveikja á hellunni þegar síminn hringdi og pannan gleymdist nokkur augnablik. Þegar konan kom aftur logaði glatt á pönnunni. Nokk- ur smábörn voru í íbúðinni og kpm konan þeim út og hringdi á hjálp. Þá var að reyna að eiga við eldinn. Lítið slökkvitæki var við hendina og hugðist skeflingu lostin konan nota það en ekkert gerðist. Hún hafði afdr- ei kynnt sér hvernig nota skyfdi tæk- iö og í öllu fátinu leit hún ekki á þær leiðbeiningar sem á tækinu eru. Þá var að reyna að breiða stykki yfir en þannig tókst ekki aö kæfa eldinn. Eldvarnateppi var innan seifingar í efdhúsinu en það bara gleymdist. „Ég fokaðist algjörlega af hræðslu en nú hef ég lært af reynslunni,“ sagði konan. Það er ábyggilega full ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér notkun og meðferð slökkvitækja áður en þarf að nota þau. Ódýra O-kjötið fæst enn Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Esther Hoffretz, innkaupastjóri í kjötdeild KÁ, Selfossi, sagði mér að hún heföi haldið um síðustu mánaða- mót, samanber frétt hér í DV sl. þriðjudag, að hún fengi ekki meira af ódýra O-kjötinu sem selt hefur verið á 169 kr. kílóið. Hins vegar hefur orðið breyting þar á. SÍS fékk miklar birgðir af kjötinu frá stöðum úti á landi og verður því áframhald- andi sala á því hjá KÁ á Selfossi svo lengi sem birgðir endast. Lono-UR MEÐ SEX EIGINLEIKUM FNormaltími • vekjari • annar heimstími • dagsetning • skeiðkiukka • timagjafi Lottótölurnar eru unnar í tölvukerfi úrsins. Þær eru kallaðar fram á einfaldan hátt með þvi að þrýsta á hnapp. Lottó 5/38. Framtíðarlán þitt er komið undir tölunum sem þá birtast á skjá lottóúrsins. Lottótölvan er einnig gerð fyrir aðra lottóleiki sem til eru I heiminum (s.s. kerfisleiki og „Toto"). Úrið er með litíumraf hlöður sem eru sérhannaðar fyrir langtímanotkun. Vatnsþétt er úrið niður á 30 m dýpi. Kr. 4.380,- ATH., þeir sem panta fýrir 17. des. fá 25% kynningarafslátt. Afsláttarverð kr. 3.285,- Póstverslunin Príma Pöntunarsími 62-35-35. Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. © VISA © EUHOCABD Fótóhúsið - Príma - ljósmynda- og gjafavöruverslun, _ Bankastræti, sími 21556. l£.l hangikjötið? * * * ★ Það teljum við. * * Enda eingöngu nýtt úrvalskjöt, * taðreykt af reykingameisturum okkar. * * Bragðmikið og gott hangikjöt um þessi jól. ★ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI ★ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.