Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Síða 2
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Fréttir RMsstjóminni tókst ekki að móta efhahagsstefnu um helgina: Deilt um og vaxta- gengisfellingu og verðlagsmál Ekkert samkomulag varð á fund- um ráðherra ríkisstjórnarinnar um helgina annað en að skoða enn frekar og reikna betur áhrif ýmissa val- kosta. Ríkisstjórnin hefur þá sjö daga fram að því að þing kemur saman til að móta efnahagsstefnu. Fyrir þing- byrjun þarf einnig aö vera búið að ganga frá inngöngu Borgaraflokks- ins í ríkisstjórnina ef stjórnarflokk- amir sættast á hana. Enn sem fyrr er meginágreiningur- inn innan ríkisstjómarinnar um gengismál. Ýmsar ráðstafanir í vaxta- og verðlagsmálum eru síðan bundnar því hver niðurstaðan verð- ur varðandi gengið. í tillögum Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra var gert ráð fyrir að gengið yrði fellt. Verðlagseft- irliti yrði haldið áfram á sama hátt og verið hefur síðan í september. Vextir yrðu síðan lækkaðir með handafli í um 4 til 5 prósent og vaxta- munur ákveðinn með lögum. Alþýðuflokkurinn er andsnúinn þessu öllu. Hann vill helst enga geng- isfellingu. í stað vaxtalækkunar með handafli vili flokkurinn semja um vaxtalækkun í trausti þess að verð- bólga hjaðni þar sem gengisfelling sé ekki fyrir dyrum. Þá er flokkurinn andsnúinn áframhaldandi verðlags- eftirhti. Alþýðubandalagið stendur þarna á milli. Það er andsnúið því að fella gengið um 10 prósent eins og fram- sóknarmenn hafa nefnt. Alþýðu- bandalagið er hins vegar ekki mót- fallið vaxtalækkun með handafli né áframhaldandi verölagseftirliti. Þrátt fyrir þennan ágreining eru stjórnarflokkarnir ásáttir um ýmis- legt. Tillögur Halldórs Ágrímssonar um úreldingarsjóð og aðrar sértækar aðgerðir í sjávarútvegi verða líklega samþykktar lítið breyttar. Breyting- ar á vörugjaldslögunum vegna tæknilegra ágalla verða samþykktar. Þá er og ekki mikill ágreiningur um að setja sérstakt gjald á þann inn- flutning sem nýtur ríkisstyrkja í framleiðslulandinu þó að fram- kvæmd þess sé ekki ljós. Ef ríkisstjórnin kemur sér saman um hvort ög hversu mikið gengið verður fellt og til hvaða aðgerða grip- ið verður í vaxta- og verðlagsmálum í kjölfar þess er búist við að margar af tillögum Steingríms verði af- greiddar þannig aö ríkisstjórnin stefni að því að koma þeim á í fram- tíðinni. Það eru líkleg örlög tillagna hans um bann við verðtryggingu nýrra skuldbindinga, þak á launa- hækkanir á árinu og fleira. Eins og áður sagði varð enginn sýnilegur árangur af fundum helg- arinnar; tveimur ríkisstjórnarfund- um, fundi tveggja ráðherra úr hverj- um flokki og tilheyrandi þingflokks- fundum. Þjóðhagsstofnun var hins vegar falið að reikna út áhrif ýmissa aðgerða og þá einkum á raungengið. -gse Verðlaun í London fyrir togara „Þetta módel af Ingólfi Arnarsyni er þaö erfiðasta sem ég hef smíðað fram aö þessu og tók verkið um 500 klukkustundir," sagði Sigurður H. Þórólfsson, áhugamaður í módel- smíði, í samtali við DV. Um áramót tók Sigurður þátt í sýningu módel- smiða í London og hlaut silfurverð- laun í sínum flokki. Fyrirmyndin er fyrsti nýsköpunar- togarinn, Ingólfur Arnarson, sem kom til landsins í febrúar 1947. Er skipið smíðað í hlutfollunum einn á móti 315. Módehð er ekki nema 18 sentímetrar að lengd og því eru at- riði eins og loftnetsstangir á þykkt við mannshár. Aðalefni skipsins er silfur en brú, keis og hvalbakur er gullhúðað til aðgreiningar. Sigurður hefur í mörg ár fengist við að smíða skipamódel en frá árinu 1972 hefur hann einbeitt sér að smíðum úr silfri og guhi. „Þetta er í sjötta sinn sem ég tek þátt í sýningunni og því er það mikh gleði að hljóta þessi verðlaun. Kröf- umar er gifurlega strangar og verður hvert smáatriði að vera í lagi. Flokk- urinn sem ég keppti í sérhæfir sig í smámódelum af skipum en ég er sá eini sem smíða í silfur. Ég hafði teikningar af skipinu til að vinna eft- ir og auk þess ljósmyndir af módel- inu sem fylgdi skipinu en það er yfir einn metri að lengd.“ Sigurður er skrifstofumaður að at- vinnu og er módelsmíðin stunduö um kvöld og helgar í bílskúmum. Hann hefur fengið tæknilega aðstoð hjá tveimur vinum sem em lærðir guhsmiðir. Aðspurður sagði Sigurður þetta ekki dýrt áhugamál þó að efniviður- inn væri góðmálmar á borð við silfur og gull. „Efnið er að vísu dýrara en tré en þegar tekið er thht th þess tíma sem smíðin tekur er kostnaðurinn ekki svo mikih.“ -JJ Sigurður H. Þórólfsson með silfurtogarann sem kostaði 500 vinnustundir. DV-mynd: GVA Verkamannafélagið Dagsbrún: Tilboð berast frá er- lendum flugfélögum „Það er rétt að fleiri en einn um- boðsmaður erlendra flugfélaga hefur haft samband við okkur hjá Dags- brún og gert okkur tilboð í orlofs- ferðir. Hér er um að ræða verð sem er langt fyrir neðan það sem okkur býðst frá innlendum aðilum," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannafélagsins Dags- brúnar, í samtali við DV. Guðmundur sagði að thboðin, sem umboðsmennimir hefðu verið með, miðuðust við ákveðinn farþega- fjölda. Hann sagðist á þessu stigi ekki vhja greina frá því hvaða erlend flugfélög hér um ræðir, sagði það ekki tímabært. Aðspurður um hvort Dagsbrún myndi taka þessum tilboðum sagðist Guðmundur ekkert geta sagt um það á þessu stigi málsins. Það væri enn ekki farið að ræða þetta í stjórn Dags- brúnar. Hitt væri alveg ljóst að ef Flugleiðir hf. ætluðu að halda til streitu málaferlum á hendur verka- lýðsfélögum yrði máhð í heild skoð- að. „Mér þykir ekki ótrúlegt að fleiri verkalýðsfélög en Dagsbrún fái sams konar tilboö og við,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. -S.dór Aldi-máJið: Gæðamál engu síður en hvalveiðarnar? Því er haldið fram að kvörtunar- Margir halda því fram að kvörtun- bréf frá verslunarkeðjunni Aldi í in í nóvember í bland við mótmæli Þýskalandi, sem barst Sölustofiiun grænfriðunga síöustu mánuði sé lagmetis 16. nóvember síðasthðinn orsök þess að samningum um vegna grænna bletta í rækju frá rækjukaup hafi verið sagt upp. íslandi, sé höfuðorsök þess að fyr- Menn hjá Aldi hafi sagt þegar þess- irtækið hættir aö kaupa af okkur ir grænu blettir sáust á rækjunni, rækju. Hvalveiðimáhð sé notað „einu sinni enn“, og notað hval- sem tyhiástæða. Kvörtunin, sem veiðimálið sem tyhiástæðu. barst í nóvember, var vegna 3.500 Grímur Valdimarsson, forstjóri kassa af rækja Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- Theódór S. Halldórsson, forstjóri ins, sagði aö þessi vara hefði fengið Sölustofnunar lagmetis, vih ekki vottorðfrástofnuninni, endafram- samþykkja þessa keruhngu. Hann kvæmdu þeir aðeins lágmarks- segir um grænu blettina, sem sáust gæðarannsókn. Ef útflyijandi vildi á rækjunni, að við rannsókn hafi láta dæma vöruna eftir hærri komið í Ijós að þeir stöfuðu af þör- gæðakröfum þá væri það gert. ungaæti sem rækja hefði verið í. Hann sagði aö blaögrænublettimir Hann segir að þetta sé eina kvört- væru ekki galh ef dæmt væri eftir unin sem borist hafi lengi vegna lágmarkskröfum, sem miðuðust rækju frá íslandi. við að öryggi vörunnar væri í lagi, Það er aftur á móti vitaö að á að hún væri heilnæm og að hún undanfömum árum hafa oft borist væri úr óskemmdu hráefni. kvartanirvegnaniðurlagðrarvöru -S.dór frá íslandi, ahir þekkja þau dæmi. Þingmenn Borgaraflokksins: Fallast á meginatriði tillagna Steingríms Þingmenn Borgaraflokksins em thbúnir að samþykkja meginatriði efnahagstihagna Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra og Framsóknarflokksins og þær thlögur ættu ekki að hindra að Borgaraflokk- urinn verði fjórði ríkisstjómarflokk- urinn. Ekki seinna en í vikulok verð- ur ljóst hvort af ríkisstjómarsam- starfi verður, segir Júhus Sólnes, formaður Borgaraflokksins. Um helgina funduðu borgara- flokksmenn stíft heima hjá Júhusi Sólnes, formanni flokksins, og vom tíðum í sambandi við Steingrím. ;,Tíminn er að renna út í viðræðum Borgaraflokks við ríkisstjómina. Það sem gerir þessar viðræður erfiöari en ella er ósamkomulag innan ríkis- stjómarinnar sjálfrar um efnahags- tillögur Steingríms," segir Júhus. Júlíus sagði Borgaraflokkinn geta samþykkt að ríkisstjórnin gripi til stjómvaldsaðgeröa th að lækka vexti. „Við viljum hafa vextina fijálsa en th bráðabirgða getur verið nauðsynlegt að stjórna þeim.“ Júlíus sagði það fagnaðarefni að í thlögum Steingríms væri gert ráð fyrir aögerðum til styrktar sam- keppnisiðnaði og sagði að „furðuleg efnahagsstefna undanfarinna ára krefðist harkalegra aðgerða." „Næstu helgi boðar aðalstjórn Borgaraflokksins til fundar á Selfossi þar sem ljóst verður hvort af sam- starfi við ríkisstjórnina verður eða ekki,“ segir Júhus. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.