Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Qupperneq 10
I 10 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. Utlönd Nýnasistar vinna sigur í Vestur-Berlín Stjórnarflokkarnir í Vestur- Þýskalandi biðu mjög óvæntan ósigur og töpuðu meirihluta í ríkis- þingskosningum í Vestur-Berlín í gær. Nýnasistaflokkur undir för- ystu fyrrum foringja úr SS-sveitum Hitlers vann óvæntan sigur og náði mönnum á þing í fyrsta skipti. Þegar úrslit kosninganna voru ljós hófust mótmæli í borginni og hrópaði fólkið „Burt með nasista." Margt bendir til að þessi óvænti sigur þeirra muni valda mikilli ólgu í borginni og víðar í Vestur- Þýskalandi. Úrslit þessara kosninga voru enn eitt áfallið fyrir Helmut Kohl, kanslara landsins, sem fyrir átti í miklum vandræðum vegna utan- ríkismála og tillagna um umbætur á eftirlauna- og heilsugæslukerfmu í landinu. Leiðtogi jafnaðarmanna í Vest- ur-Berlín, Walter Momper, sagði að úrslit þessara kosninga væru ekki gleðiefni þrátt fyrir að flokk- urinn hefði unnið mikið á. Vel- gengni nýnasista hefði.skyggt á. „Þetta er slæmur dagur fyrir borg- ina og hann mun ekki gera okkur gott á alþjóðavettvangi," sagði hann. Búist er við að kristilegir demókratar Kohls og jafnaðar- menn muni mynda samsteypu- stjórn í borginni. Nýnasistar fengu 7,5 prósent at- kvæða og tiu þingsæti. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir ná manni á þing. Einnig tryggir þetta þeim tvö sæti á sambandsþinginu í Bonn frá og með næsta ári. Foringi nýnasista, Franz Schön- huber, fyrrum foringi í SS-sveitum Hitlers, sagði: „í dag hafa Þjóðverj- ar á ný sýnt fram á þörfina fyrir lýðræðislega hreinni ættjarðar- ást.“ Formaður nýnasista í Vestur- Berlín, Bernhard Andres lögreglu- maður, neitaði því að nýnasistarn- Tveir öryggislögreglumenn ryðja leiðina fyrir Franz Schönhuber, leið- toga nýnasista sem óvænt unnu sæti á ríkisþinginu í Vestur-Berlín í gær. Símamynd Reuter ir, eða Lýðveldisflokkurinn eins og þeir kalla sig, væru öfgaflokkur og sagði að þeir stæðu vörð um „þýsk einkenni eins og hreinlæti og stundvísi". Úrsht kosninganna stangast mjög á við skoðanakannanir sem bentu til að Eberhard Diepgen, borgar- stjóri úr hópi Kristilegra demó- krata, myndi halda völdum í sam- steypustjórn með frjálsum demó- krötum. Kristilegir demókratar fengu 37,8 prósent, örlítið meira en jafnaðar- menn, sem hlutu 37,3 prósent. Báð- ir flokkar fengu fimmtíu og fimm þingsæti. Fyrir íjórum árum fengu Kristilegir demókratar tæplega 47 prósent þannig að tap þeirra er mikið. Frjálsir demókratar duttu út af þingi, hlutu aðeins 3,6 prósent at- kvæða. Flokkur umhverfisvernd- armanna bætti við sig örlitlu fylgi og fékk sautján þingsæti. Nýnasistaflokkurinn, sem var stofnaður árið 1983, byggði kosn- ingabaráttu sína á áhrifamiklum ímyndum af eiturlyijanotkun, út- lendingum og óeirðum. En í borg þar sem er mikið at- vinnuleysi, húsnæðisskortur og mikill innflutningur flóttamanna frá Austur-Evrópu og stærsta sam- félag Tyrkja utan Tyrklands, veld- ur sigur nýnasista mönnum mikl- um áhyggjum, sérstaklega þeim sem muna fortíð Berlínar. Reuter Fyrrum f angi styður kosningar Einn helsti frammámaður í Frels- issamtökum Paiestínumanna, PLO, á vesturbakkanum lýsti yfir stuðningi í gær við kosningar á herteknu svæð- unum. Faisal al-Husseini sagði, þeg- ar honum var sleppt úr fangelsi, að skilyrði fyrir kosningunum væri al- þjóðlegt eftiriit og samþykki PLO. Hann nefndi ekki að Israelsmenn ættu að fara frá herteknu svæðun- um. Frelsissamtök Palestínumanna og Hvalrengi Bringukollar 515,- 295,- Hrútspungar 590,- Lundabaggi 570,- Sviðasulta, súr 695,- Sviöasulta, ný 821,- 720,- Svinasulta 379,- Eistnavefjur 490,- Hákarl ;.. 1590,- Hangilæri, soðið 1555,- Soðinn -hangiframp 1155,- tlrb. hangilæri 965,- Úrb. hangiframp 721,- Harðfiskur 2194,- Flatkökur 43,- Rófustappa 130,- Sviðakjammar 420,- Marineruð sild 45,- flakið Reykt sild........................45,- stk. Hverabrauð.........................78,- pk. Seidd rúgbrauð.....................41,- pk. Lifrarpylsa..........................507,- Blóðmör..............................427,- Blandaður súrmatur i fötu. Smjör, 15 g..... .389,- ...6,70 W R Glæsibæ 0 68 5168. 15% AFSLÁTTUR í blót 30-500 manns SÁ NÆSTBESTI . Palestínumaðurinn al-Husseini sem sleppt hefur verið úr fangelsi ísra- elsmanna eftir átján mánaða fanga- vist. Hann kveðst ekki útiloka kosn- ingar á vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Símamynd Reuter leiðtogar Palestínumanna á her- teknu svæðunum hafa hafnað hug- myndinni. Sagt er að Yitzhak Rabin, varnar- málaráðherra ísraels, hafi ákveðið að herða leitina að Palestínumönn- um á herteknu svæðunum sem sam- þykkir eru kosningun sem miða eiga að því að fá kjörna fulltrúa til við- ræðna við ísraelsk yfirvöld. Leið- togar Palestínumanna eru hins vegar sameinaðir í þeirri kröfu sinni að PLO verði eini samningaaðilinn. Styðja leiðtogarnir þá skoðun sam- takanna að engar kosningar eigi að fara fram fyrr en ísraelskir hermenn hafi verið kvaddir heim af herteknu svæðunum. ísraelskir hermenn eru sagðir hafa handtekið hundrað og fimmtíu manns á laugardagskvöld í bænum Tulkarem á vesturbakkanum. Her- inn lokaði heimilum sex araba á Gazasvæðinu sem grunaðir voru um að hafa ráðist á ísraelska hermenn og Palestínumenn sem taldir voru hafa verið á mála hjá ísraelsmönn- um. Utanríkisráðherra Noregs, Thor- vald Stoltenberg, kom í gær til Túnis til viðræðna við Yasser Arafat, leið- toga PLO. Margir túlka fund þeirra sem viðurkenningu Noregs á PLO og norski utanríkisráðherrann sagði Bruno Kreisky, fyrrum kanslari Austurríkis, hitti Arafat á Mallorca á laugar- daginn. Simamynd Reuter aö fundurinn væri viðurkenning á hversu mikið Arafat og samtök hans þýði fyrir friðarumleitanir í Miðaust- urlöndum. Stoltenberg hefur verið á ferð í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs og rætt við jórdanska og egypska leiðtoga. Hafa þeir gert hon- um ljóst að samningaviðræður séu útilokaðar án þátttöku PLO. Á laugardaginn átti Arafat viðræð- ur við Svend Auken, formann danskra sósíaldemókrata, í Túnis. Arafat hafði þá nýverið fengið upp- lýsingar um flutning á vopnum og hermönnum í norðurhluta ísraels við landamæri Líbanons. Að sögn Aukens óttaðist Arafat nýja innrás ísraelsmanna í Líbanon. Arafat hitti einnig að máli á laugar- daginn Bruno Kreisky, fyrrym kanslara Austurríkis. Reuter og Ritzau Róstur í Seoul Námsmaður í Seoul í gaer. Suður-Kóreu kastar bensinsprengju að lögreglu Simamynd Reuter Lögreglan í Seoul í Suður-Kóreu skaut í gær táragashylkjum að þijú þúsund námsmönnum og verka- mönnum sem safnast höfðu saman til að krefjast afsagnar Roh Tae- Woo forseta. Einnig kröfðust göngumenn handtöku fyrirrenn- ara hans. Mótmælendur reyndu að brjótast gegnum raðir lögreglumanna með því að varpa að þeim bensín- sprengjum og grjóti. Að sögn sjón- arvotta eyöiíagðist bíll og kveikt var í lögreglubíl. Engar fréttir bár- ust af meiðslum né handtökum. Mótmælendur sökuðu Roh for- seta um að bæla niður starfsemi verkalýðsfélaga og reyna að hylma yfir fjármálamisferli Chun Doo Hwan fyrrum forseta og ættingja hans. Roh hefur lýst því yfir að Chun yrði náðaður þar sem hann baðst opinberlega afsökunar í nóv- ember síðastliðnum á misgjörðum sínum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.