Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1989, Page 17
MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1989. 17 Sambandsleysi? Til eru þeir sem halda þvi fram að ibúar höfuðborgarsvæðisins, eink- um yngri kynslóðin, hafi ekki leng- ur nauðsynlegan skilning á gildi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Það sama var reyndar sagt um landbúnaðinn og borgarbúa fyrir mörgum árum. Þá og síðan höfum við alltaf gleymt því að landbúnaðurinn hef- ur löngum sparað okkur dýrmætan gjaldeyri en nú er svo komið að fólk er farið að gleyma því að gjald- eyrisöflun þjóðarinnar veltur enn þá að stærstum hluta á útgerð og fiskiðnaði. Um annan iðnað er rætt svipað og áður því staða hans hefur al- mennt ekki breyst mikið, svo mjög sem hann miðast alltaf við innan- landsmarkað. Verslun, þjónusta og opinber umsvif eru í brennidepli um þessar mundir og aðallega fyrir of mikil umsvif í Reykjavík ef marka má umræðuna. Sú var tíðin að umsvif- in voru tahn of mikil á landsbyggð- inni. Er varla meira en rúmur ára- tugur síðan. Það gleymist hins vegar að sveifl- ur í fjárfestingum miili atvinnu- greina eða landsvæða eru helsta einkenni á íjárfestingum okkar eða síðan endurnýja þurfti veiðiflotann í lok fyrri heimsstyrjaldar en hann var eins og kunnugt er hirtur af okkur í stríðinu. Þessar sveiflur orsaka stórbreytt- ar áherslur í umræðu landsmanna með reglulegu milhbhi, tilheyrandi einstrengingshætti og ásökunum um vanrækslu. Árangur Flestar þjóðir með aðra eins þátt- töku í kosningum og endalausar umræður, eins og flest hafi mistek- ist, væru fyrir löngu komnar undir einræðisstjórn ef ekki væri einu til að dreifa. Flestir íslendingar sjá árangur verka sinna í batnandi Er sambandsieysi milli íbúa höfuðborgarinnar og fólks og fyrirtækja við sjávarsíðuna? „En þótt undarlegt megi virðast eru það samt góð lífskjör almennings sem veita stjórninni lengsta gálgafrestinn eða sjálfur fiflagangur undanfarinna ára, svo aftur sé vitnað til fleygra orða.“ efncihag og fleiri tækifærum þótt á sama tíma gæti ofsjónar yfir því hvernig næsta manni vegnar. Sem sagt, þjóðinni hefur vegnað vel þrátt fyrir allt. Nú er svo komið að ríkisstjórnin getur sefað landsbyggðina með mhlifærslubitum, lánum og skuid- breytingum í trausti þess að höfuð- borgin rísi ekki upp á afturfæturna þótt sjávarútvegur standi á brauð- fótum á sama tíma og landbúnaður er í hnignun og iðnaður sumpart naumast samkeppnisfær lengur. Hún dundar hins vegar við að reka ríkissjóð og umlar eitthvað um það að hún ætli sér að koma upp velferðarkerfi. Eins og traust- ur atvinnurekstur sé ekki besta velferðartryggingin, forsendan fyr- ir viðunandi launum og sæmilega ijölbreyttum lífskjörum. Gálgafrestur Höfuðborgin fæst ekki nema að takmörkuðu leyti við fiskveiðar og fiskvinnslu en .hefur verið þeim mun uppteknaríaf öðrum verkefn- um síðustu árin. Það er því thtölu- lega auðvelt fyrir ríkisstjórnina að láta hlutina danka, reyndar aðal- lega með þeirri afsökun að fyrri ríkisstjórnir hafi hegðað sér eins og fifl og við reyndar öll. Að vísu má gera ráð fyrir efna- hagsráðstöfunum þessa dagana en á þeim hefur orðið löng bið og hk- legt að ýmislegt sitji áfram i fyrir- rúmi annað en traustur grundvöll- ur atvinnulífs á meðan hægt er að fljóta. En þótt undarlegt megi virð- ast eru það samt góð lífskjör al- mennings sem veita stjórninni lengsta gálgafrestinn eða sjálfur fíflagangur undanfarinna ára, svo aftur sé vitnað th fleygra orða. Framfarir Mála sannast er að á sama tíma og menn bökuðu allar Kringlur höfuöborgarinnar, stórar og smá- ar, átti sér einnig stað smábylting hér og þar í fyrirtækjum meðfram ahri sjávarsíðunni, tækniframfarir í fiskiðnaði, umbætur á skipakosti, þróun th bættrar nýtingar í land- búnaði, sem og sjávarútvegi, og rekstrarlegar umbætur í iðnaði. Laun hækkuðu, kostnaður jókst, þrátt fyrir of hátt gengi, og aðfóng urðu á tímabili ódýrari en oft áður, bæði til framleiöslu og einka- neyslu, og svo er komið aö bílaeign er oröin algeng í starfshópum sem nýlega töldust til þeirra lægst laun- uðu. Hóphugsun En gera þarf vissar leiðréttingar, fá hjól til að snúast hraðar og það er eitt af því sem vinstri menn skilja ekki, nema þegar þeir eru að yfirbjóða. Og þá gerist þaö að ríkisstjórnin, sem varla hefur verið mynduð þeg- ar þetta er skrifað, lafir í skjóh þess, að margra dómi, að æskulýður höf- uðborgarinnar skynjar ekki nógu vel tengsl við helstu atvinnugreinar. Kannski er þaö vegna þess að fæstir tala lengur um aflakónga og landsþekkta útgerðarmenn, bændahöfðingja og iðnrekendur og útsjónarsama hehdsala, sem sagt um athafnasama einstakhnga, heldur um kerfi, starfshópa, hehd- arstjórn og allsherjarsamninga og eins konar aðskiinað milli brjóst- vits og sérþekkingar. - Eins og áður var talað um sál og líkama sem sitt- hvað þangað til í óefni var komið með hvort tveggja. Ásmundur Einarsson Hverju voru þeir að mótmæla? „Þingmenn tala þar gjarna yfir sem næst tómum þingsölum....“ segir greinarhöfundur m.a. I sjónvarpsfréttum fyrir skömmu var meðal annarra frétta sýnt frá því þegar fuhtrúar á þingi Samein- uöu þjóðanna gengu út úr þing- salnum í mótmælaskyni við stefnu Suður-Afríku í kynþáttamálum. Síðan var salurinn sýndur og aug- ljóst að fáir sátu eftir. Þessi frétt minnti mig á það að þegar íslenskir ráðamenn halda ræður á þingi Sameinuðu þjóðanna erum við, og þá sérstaklega fjölmiðlar og mest þeir sem styðja viðkomandi stjórn- málamann, ákaflega upp með okk- ur af þeim tímamótaræðum sem okkar menn halda. Engum dylst heldur að það er sko tekið mark á okkar mönnum og þeir eiga drjúgan þátt í stefnumót- un samtakanna. Virðing og áhrif samtakanna þjóða á meðal eru svo í réttu hlutfalli við það hvernig okkar mönnum tekst th. Ég hef annars verið að velta því fyrir mér af og til í seinni tíð, af því að þegar okkar menn halda ræðurnar sínar er gjarna mjög fá- mennt í þingsölunum, hverju þing- fulltrúarnir séu að mótmæla. Alþingi Stundum er okkur bent á að Al- þingi okkar íslendinga sé hkast því að þar séu stunduð mótmæh af því tagi sem að framan er getið og það í stórum sth. Þingmenn tala þar gjarna yfir sem næst tómum þing- sölum og alveg tómum séu þeir taldir íjarverandi sem sitja þar sof- l'í lífíV'l;}/ t l , IHí ?■>:'VÍ KjaUariim Guðmundur Axelsson framhaldsskólakennari andi. Þetta hefur reyndar lágast í seinni tíð, eða eftir að íjölmiðlar fóru að gera meira í því en áöur að vekja athygli á þessu ástandi. Ef th vih megum við vera forsjóri- inni þakklát fyrir það að almennt er ekki litið til Alþingis sem fyrir- myndar um vinnubrögð og viðveru á vinnustöðum. Annars virðist svo sem, eins og áður segir, eins og þetta standi heldur th bóta, hvort sem það er að þakka áróðri fjöl- miðla eða aukinni ábyrgðartilfinn- ingu þingmanna. Ekki kemur mér th hugar að halda að þeir mæti betur í von um að sjást í sjónvarp- inu. Happdrætti Ég er áreiðanlega ekki einn um að hafa velt dálítið fyrir mér aug- lýsingum Happdrættis Háskóla ís- lands sem birtast á sjónvarpsskjám landsmanna á sem næst hverju kvöldi. í þessum auglýsingum lýsir fólk, sem greinilega hefur ekki orðið undir í lífsbaráttunni, því yfir að það spih í HHÍ. Auðvitað er ekkert við það að athuga þótt fólk sem er steinríkt, og hefur í sjálfu sér ekk- ert með vinninga að gera, spih í happdrætti. Þegar meðaljóninn er svo sýndur í annarri auglýsinga- syrpu þeirra happdrættismanna kemur í ljós að meðaljóninn telur jafnvel að stærsti vinningurinn sé svo stór að ekki sé hægt að eyða honum. Þeir vel stæðu eru ekki spurðir svona spuminga. Kannske gera þeir hinir vísu menn, sem stjórna happdrættinu, ráð fyrir því að þeir sem eru betur stæöir séu ekki í vandræðum með að eyða summunum og hver veit nema 45 milljónir séu bara eins og smáaur- ar í þeirra augum. Að hugsa dýrt eða ódýrt Ég geri ráð fyrir að það hendi fleiri en mig að hugsa sem svo að það hljóti að jaðra við að vera kraftaverk hvernig fólki tekst að draga fram lífið á launum sem eru stripaðir taxtar eins og það er stundum mefnt, þegar við sem bú- um við betri kost eigum fuht í fangi með að láta enda ná saman. Ef th vill byggist þetta á því að ef við veittum okkur aldrei meira en sá sem minnst ber úr býtum ættum við sjálfsagt peninga á bók eöa í skuldabréfum. Sá sem hefur úr litlu að spila get- ur ekki leyft sér að hugsa dýrt, þannig að hklega eru hugmyndir fólks um lífsgæði gjarna í samræmi við það hvað það getur leyft sér peninganna vegna. En ansi er ég hræddur um að við gleymum því gjarna mörg að lífsgæði eru ekki bara eitthvað sem fæst fyrir pen- inga. Auglýsingar Önnur tegund auglýsinga er engu geðfelldari en auglýsingar HHÍ. Það er að segja sú auglýsingastarf- semi sem forustumenn ýmissa stjórnmálasamtaka stunda. Þeir virðast hafa komið sér upp þess konar aðstöðu í fjölmiðlum að engu er líkara en fréttir, sérstaklega í sjónvarpi, snúist aö mestu um þá. Þar gildir greinilega einu hvort eitthvað er að gerast sem hægt er að kaha fréttnæmt eða ekki. Þeim virðist stundum vera skotið inn eins og til uppfyllingar. Svona svip- að og efni í dagblöðum er gjama haft til uppfylhngar með auglýsing- um. Guðmundur Axelsson „Ef til vill megum viö vera forsjóninni þakklát fyrir það að almennt er ekki litið til Alþingis sem fyrirmyndar um vinnubrögð og viðveru á vinustöðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.