Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. -iifómgalí ,öosíínriú'' i’., « . (i *i r t’.dj! Við fögnum langþráðri lagasetningu sem tryggir öryggi á íslenskum verðbréfamarkaði H Fjárfestingarfélag íslands hf. var stofnað árið 1971 með heimild í lögum sem sett voru á Alþingi árið 1970. í átján ára starfí hefur Fjárfestingarfélagið þróað strangar vinhu- reglur um starfsemi sína með öryggi viðskiptavina að leið- arljósi. Þar hefur ávallt verið lögð sérstök áhersla á öflugt innra eftirlit. ■ Þann 21. mars sl. setti Alþingi ný lög um verðbréfavið- skipti og verðbréfasjóði. Með þeim eru lögfestar margar af þeim reglum sem Fjárfestingarfélagið hefur sett sér og starfað eftir. Krafan um öruggan rekstur, fagleg vinnu- brögð og strangt opinbert eftirlit er orðin að veruleika. ■ Fjárfestingarfélag íslands hf. er frumkvöðull á verð- bréfamarkaði landsmanna og hefur rutt fjölmörgum nýj- ungum braut. Hluthafar í Fjárfestingarfélaginu eru 415 talsins. Verslunarbanki íslands, Eimskipafélag íslands og Lífeyrissjóður verslunarmanna eiga meirihlut.' hlutafjár- ins en auk þess er fjöldi hluthafa úr röðum einstaklinga og fyrirtækja. Rúmir 4 milljarðar króna eru nú til ávöxtunar í sjóðum sem eru í umsjá Fjárfestingarfélagsins. Þannig FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF hefur verið lagður traustur grunnur að starfsemi Fjárfest- ingarfélagsins sem ætlað er að þjóna einstaklingum og ís- lensku atvinnulífi um ókomin ár. ■ Fjárfestingarfélag íslands hf. fagnar hinum nýju lögum frá Alþingi sem tryggja hag almennings og heiðarlega samkeppni allra aðila á verðbréfamarkaðinum. framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.