Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR i! APRÍL lð89. Breiðsíðan Frá skólaskákmótinu. Áhuginn leynir sér ekki. DV-mynd S.Æ. Djúpivogur: Mikill áhugi nemenda á skák Siguröur Ægisson, DV, Djúpavogi: Á dögunum fór fram skólaskák- mót í grunnskólanum hér og var þaö liður í keðju slíkra móta í grunnskól- um landsins. Keppt var í tveimur ílokkum, frá 0. bekk upp í 6. bekk og frá 7. til og með 9. bekk. Tefldar voru 5 umferðir samkvæmt Monrad-kerfi hjá þeim yngri en 7 hjá eldri. Alls tóku 28 nemendur þátt í mót- inu, 21 nemandi í yngri flokknum en 7 í þeim eldri. Er greinilegt að skáká- huginn, sem Sturla Pétursson skák- meistari vakti upp hér fyrr í vetur, hefur lítið ef nokkuð minnkað. Nem- endur í skólanum eru 72 alls. Sigurvegari hinna yngri var Jón Davíð Pétursson (5. bekk) með 4'h vinning; í öðru sæti voru jafnir Dav- íð Sigurðsson (0. bekk), Guðjón Berg- ur Jakobsson (5. bekk) og Sigurður Karlsson (2. bekk) með 4 vinninga; í þriðja sæti voru Auður Eysteins- dóttir (4. bekk) og Karl Jakob Másson (5. bekk) með 3 U vinning. í eldri flokknum var Halldór Björg- vin ívarsson (9. bekk) hlutskarpastur með 7 vinninga; í öðru sæti var Ást- þór Elís Jónsson (9. bekk) með 5 vinninga og í þriðja sæti Margrét ívarsdóttir (8. bekk), einnig með 5 vinninga. Þess má geta til gamans að Bú- landstindur hf. gaf skólanum tvo bik- ara í hittifyrra, einn fyrir hvorn flokk, með þeim orðum að hyer sá er ynni í þrígang eignaðist þá. í fyrra vann Jón Davíð Pétursson í yngri flokki eins og nú og mun eignast bik- arinn vinni hann á næsta ári. Hall- dór Björgvin ívarsson hefur hins vegar með sigri nú unnið bikar eldri flokksins til eignar. Þú ert 2000 krónum ríkari! DV flutti skrifstofur sínar og afgreiðslu í nýtt húsnæði á Akureyri í vikunni og var blaðburðarbörnum boðið út að borða af því tilefni. Krakkarnir á Akureyri eru hörkuduglegir að bera út blaðið og sjaldan berast kvartanir. Það er því ástæða til að verðlauna eitt þeirra í þetta skiptið. Sá sem hér hefur hring um höfuð sér er tvö þúsund krónum ríkari og má vitja peninga sinna hjá skrifstofunni á Akureyri. -ELA/DV-mynd gk Lífsstíll í Ameríku Araeríkumenn eru alltaf að kanna alla hluti og geta komið hin margvíslegustu svör út úr því. Sumar þessar kannanir gæt- um við kannski heimfært upp á okkur en aörar eru alveg út í hött. Engu að síður getur verið gaman að kíkja á slíkar kannanir og því birtast hér nolíkrar sem þeir í Ameríku hafa dundað sér við að gera upp á síðkastiö. Hvað skyldu margir Kanar taka upp krónu (penny) sem þeir sjá liggja á götunní? Jú, 58% þeirra sem eru undir 35 ára aldri taka hana upp, 7% þeirra sem eru á aldrinum 35-49 ára, 84% þeirra sem eru 50-64 ára og 80% þeirra sem eru yfir 65 ára. Tekur þú krónu upp af götunni? Veistu að helmingur af öllum konum í Ameriku borðar salat í hádegisverð að minnsta kosti einu sinni i viku. 47% þeirra koma með salat með sér f vinnuna að heiman, 56% fara á fínt veitingahús í hádeginu og panta salat, 16% fá sér salat í mötuneytinu. Það er rétt að halda aukakílóunum i skefjun svona einstöku sinnum. Og svo eru það árin sem við eyðum. Ameríkaninn eyðir að meðaltali sex árum ævi sinnar í að borða. Fimm ár fara í að standa í biðröðum. Fjögur árfara i húsverkín. (Skyldi það eiga við um karlmenn líka?) Tvö ár fara i að reyna að ná símsambandi og átta mánuðir fara í að opna póstinn (reikningana). Ríku Ameríkanarnir hafa engan áhuga á fínum bilum, kavíar og kampavíni, eftir þvi sem fram kom í könnum sem gerð var meðal fimm hundruð auðugustu Kananna. Hjá þeim er gott fjöl- skyldulíf númer eitt, að standa sig vel í vinnunni númer tvö og að mennta bömin i góðum skól- um er númer þrjú í röðinni. Þess- ir fimm hundmð sögðust ekki hafa nokkurn áhuga á lúxuslífi. Þeir eru vinnusamir auðkýfing- arnir því 38% þeirra sem spurð- ir voru og voru eldri en 65 ára vildu vinna eins og þeim entist aldur til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.