Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. Fréttir Unnið að endurskoðun þjóðhagsspár: Búist við minni viðskiptahalla Gjaldeyrisviöskipti það sem af er þessu ári benda til þess aö viðskipta- hallinn á fyrsta fjóröungi ársins sé allt að því helmingi minni en í fyrra. Ásamt öörum vísbendingum bend- ir þetta til þess að Þjóðhagsstofnun hafi spáö of miklum viðskiptahalla á þessu ári í endumýjaðri þjóðhagsspá sinni i febrúar. Unnið er að því að endurskoða þessa spá og verður nið- urstaða úr þeirri vinnu birt seint í næstu viku eða í byrjun þeirrar þar- næstu. Á fyrsta ársijórðungi í fyrra var viðskiptahallinn um 3,1 milljarður. Miðað við gjaldeyriskaup og -sölu má hins vegar áætla að hallinn í ár sé á bilinu l til 1,5 milljarðar. Þetta bendir tii þess að aukið jafnvægi sé að komast á utanríkisviðskipti ís- lendinga eftir langvarandi halla. í spá Þjóðhagsstofnunar frá því í febrúar var gert ráð fyrir um 9,6 milljóna halla. Nú bendir margt til þess að vöruskiptajöfnuðurinn verði enn hagstæðari en gert var ráð fyrir í þeirri spá. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar var þannig um 800 milljón- um króna hagstæðari en í sama mán- uði í fyrra. Þar sem vextir hafa farið hækkandi erlendis dregur það nokk- uð úr áhrifum þess á viðskiptajöfn- uðinn. Þó er sýnt að spá Þjóðhags- stofnunar frá febrúar ér of svört. Hallinn á viðskiptum við útlönd verður mun minni. Annað sem breyst hefur frá þessari spá er að nú er gert ráð fyrir mun meiri verðbólgu á þessu ári. Ástæða þess er meðal annars mun meiri gengisbreytingar en reiknað var með í spánni. Þar var gert ráð fyrir að framfærsluvísitalan hækkaði um 13,5 prósent frá upphafi til loka árs- ins. Nú þegar hefur vísitalan hækkað um 10,4 prósent og fátt bendir til annars en verðbólguhraðinn muni verða um 20 til 30 prósent út árið. -gse Aðalverktakar: Formaðurínn fékk 726 þús- und á mánuði Samkvæmt greinargerð Vil- hjálms Ámasonar, stjórnarform- anns íslenskra aöalverktaka, hafði hann um 726 þúsund krón- ur á mánuði í heildarlaun frá fyr- irtækinu á síðustu tólf mánuðum. Heildargreiðslur til hans á þessu tímabili námu 8,7 miUjónum króna. Laun Vilhjálras eru þrískipt. Samkvæmt samningi sem hann gerði við stjómina áður en hann varð formaöur hennar á ný á síð- asta ári fékk hann greitt fyrir störf sín samkvæmt reikningum er byggðu á taxta Lögmannafé- lags íslands. Á umræddum tólf mánuðum fékk VUhjálmur greidda reikninga sem hljóðuöu upp á rétt tæpar 5 mUljónir króna. í öðru lagi fékk Vilhjálm- ur greidda þá reikninga upp á 922 þúsund krónur fyrir lögfræði- störf sem töldust umfram hefð- bundin stjómarstörf. i þriðja lagi hélt Vilhjálmur eftirlaimum sín- um sem fyrrum formaöur stjóm- ar þrátt fyrir að væri orðinn það að nýju. Eftírlaun hans á þessu tímabili vom rúmlega 2,8 mUljón- ir króna. Vilhjálmur fékk því 235 þúsund á mánuöi í eftírlaun, 414 þúsund fyrir stjórnarsetu og 77 þúsund fyrir lögfræðistörf. i greiöslum fyrir stjómarsetu og lögfræðistörf eru ýmsir kostn- aðarliðir. Miðað við upplýsingar í greinargerðinni má eftír sem áður gera ráð fyrir að hreinar launatekjur Vilhjálms hafi verið nálægt 600 þúsund krónum á mánuði. -gse Belgísku sjónvarpsmennirnir við upptöku í Stykkishólmi. DV-mynd Valdimar Island kynnt í Belgíu vegna heimsóknar páfa Valdimar Hreiðaisson, DV, Stykkishólxm; Þáttur um kaþólska samfélagið í Stykkishólmi, þar sem starf St. Fransiskussystra verður kynnt og rætt við belgískt starfsfólk sjúkra- hússins, verður í belgíska sjónvarp- inu og belgíska dagblaðinu Het Volk meðan á páfaheimsókninni stendur. Fyrir stuttu voru staddir hér á landi fréttamenn frá þessum aðilum og var tilgangur ferðarinnar að safna efni um Island sem mun birtast dag- ana 3.-5.júní eða þá daga sem páfinn verður hér. Fréttaþættirnir í sjónvarpinu verða þrír. í þeim verður íjallað al- mennt um ísland og einnig sagt frá kaþólska söfnuðinum hér á landi sem mun vera hinn minnsti í heimi. Þá verður Stykkishólmsþátturinn. Sömu daga verður ítarlega fjallað um Island í Het Volk. Fréttamennirnir sögðu að mikil þörf væri á kynningu á íslandi í Belg- íu því þar vissi fólk almennt mjög lítið um ísland. Til dæmis hefðu þeir talið að ísland væri norðan heim- skautsbaugs áður en þeir komu hing- að. Þeir voru mjög ánægðir með ferð sína hingað og veörið veriö mun betra en þeir hefðu átt von á. Fékk sólarlandaferð í Landslagskeppninni: Gaf IHIum dreng með alvar- legan blóðsjúkdóm ferðina „Ég ákvað fyrir Landslagskeppn- ina að ef ég fengi vinning færi hann á stað þar sem hans væri þörf. Ég vissi um lítinn dreng sem er haldinn alvarlegum blóðsjúkdómi. Hann þarf nauðsynlega að komast í sól svo hann losni við sjúkrahúslegumar og líði betur. Þess vegna gaf ég honum Spánarferðina," sagði Rúnar Þór Pétursson 1 samtali við DV. Rúnar Þór lenti í öðru sætí í keppn- inni um Landslagið á Hótel íslandi fyrir skömmu. í vihning var sólar- landaferð til Spánar. DV frétti af gjöf Rúnars til drengsins litla og hafði samband viö hann vegna þess. Hann vildi ekki gera mikið úr þessu en sagði að gott væri að geta orðið aö liði. „Maður á að heita fullfrískur og getur því unniö fyrir sinni sólar- landaferö sjálfur. Áðalatriöið er að vera mannlegur en þann þátt vantar oft í samskiptum rnanna." Að sögn föður drengsins, sem ekki vill láta nafns síns getíð, er hinn al- varlegi blóðsjúkdómur þess eölis að það vantar rauðar flögur í blóð drengsins. Meðan heilbrigt fólk væri með um 300 þúsund slíkar flögur í blóðinu væm þær venjulega um 30 þúsund í blóði drengsins. í versta falli félli tala flaganna alveg niöur í 7 þúsund. „Það þarf ekki annað en rétt að koma við drenginn til að hann fái marblett. Ef hann lenti í slysi efast ég um aö hann hefði þaö af. Viö þol- um ýmislegt hnjask og veikindi en hann er í hættu undir slíkum kring- umstæðum. Hann verður oft fyrir blæðingum sem erfitt er að stoppa og þarf miklar blóðgjafir. Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur og afar erfiður viðureignar. Við höfum hins vegar komist að því'að drengnum líður mjög vel eftír að hafa verið í sólinni. Hann fór til Búlgaríu í fyrra og hefur aldrei verið eins frískur og eftir þá ferö. Því er þessi ferö, sem Rúnar gefur honum, mjög kærkomin," sagðifaöirinn. -hlh Nær 200 blaða- menn með páfa Fimmtiu blaða- og fréttamenn munu fylgja páfa á ferö hans um Noröurlönd og koma hingað til lands með sömu flugvél og hans heilagleiki. Fleiri erlendir blaöa- menn koma eftir öðrum leiðum þannig að búist er við að tala er- lendra blaða- og fréttamanna á landinu í tengslum við páfaheim- sóknina verði um og yfir eitt hundrað. Eitmig er búist við miklum fjölda innlendra blaðamanna þannig að alls munu hátt á annaö hundrað blaðamenn fylgjast meö heimsókninni. -hlh Æft vegna Kaþólski söfhuðurinn, þar á meöal prestar og kórdrengir, æfðu í fyrrakvöldi messu undir leiðsögn siöameistara páfa sem er hér á landi viö annan mann. Æfingin fór fram utandyra við kaþólska skólann í Landakoti. Var farið í gegnum ýmis atriði í messuhaldi páfa með tílliti til messu í kirkjunni og úti á lóðinni viö kirkjuna. Siðameistari og að- stoöarmaöur hans fara af landi brott í dag en söfnuðurinn mun æfa áfram í kirkjunni. -hlh Rannsókn Gautamálsins: Af hvevju heimamaður? „Héraðslæknir er fulltrúi hins opinbera. Hann starfar sam- kvæmt sérstöku erindisbréfi og vinnur í umboöi heilbrigðisráöu- neytis og landlæknis. Það er því fullkomlega eðlilegt aö héraös- læknirinn á Akureyri sé látinn athuga ásakanir á hendur lækni í sínu héraöi,“ sagöi Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í samtali viö DV. Nokkrar fyrirspurnir hafa bor- ist í framhaldi af fréttum DV af bréfi milli tuttugu og þijátíu starfsmanna Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri vegna þess sem nefnt er atferli Gauta Am- þórssonar, yfirlæknis á sjúkra- húsinu, í starfi. Þótti fyrirspyrj- endum óeðlilegt að láta starfs- bróður Gauta hafa yfirumsjón með athugun málsins. „Þetta er ekki i íyrsta sinn sem máli af svipuðu tagi er vísaö til héraðslæknis," sagði Guöjón. „Hann mun senda landlækni skýrslu um athugun sína, athug- un sem hann mun framkvæma með fulltrúa embættisins. Ef héraðslæknir telur aðstæður þannig að hann treysti sér ekki til að fara með málið mun hann senda landlæknisembættinu greinargerð þar að lútandi.“ Fulltrúi landlæknisembættis- ins mun að líkindum fara til Ak- ureyrarínæstuviku. -hv Enj^in skrá um Islendinga í erlendum fangelsum Engin skrá er til um hversu margir íslendingar eru í fangels- um erlendis. Hér á landi er eng- inn sem veit með einhverri vissu hversu margir íslendingar taka út refsingu í erlendum fangelsum. Þorsteinn A. Jónsson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali viö DV að hann vissi ekki til að aðrar þjóðir ættu skrár yfir sína þegna sem eru í erlendum fangelsum. Þorsteinn sagði aö þaö ætti aö tilkynna yfirvöldum viðkomandi lands þegar þegn þess væri settur í fangelsi. Erfiðara er aö fylgjast með þegar íbngum er sleppt. All- ur gangur er á hvort yfirvöldum berastupplýsingarumslíkt. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.