Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. Breiðsíðan Haraldur Guðbergsson: Teiknimynd fyrir sjónvarp unnin á tölvu „Norræna goöafræöin er bráö- skemmtileg ef maður les hana meö réttu hugarfari. Þaö hefur löngum veriö álitið að þaö væri ekki á færi annarra en vísindamanna að fást viö goðafræðina en ég er ekki sammála þvi. Um leið og maöur fer að lesa hana kemur í ljós að hún er bráö- skemmtilegt lestrarefni. harmræn en urn leið fyndin enda var hún upp- haflega skrifuö fyrir allan almenn- ing. börn og fullorðna," segir Harald- ur Guðbergsson teiknari. Nú á vordögum fékk Haraldur 500 þúsund króna styrk úr Kvikmynda- sjóði til að gera teiknimynd á tölvu fyrir sjónvarp, þá fyrstu sinnar teg- undar sem gerö verður hér á landi. Öll vinnsla við myndina er enn á frumstigi en þó er ákveðið að mynd- in verði heimildarmynd sem byggi á efni úr norrænni goðafræði. „Ég hef ekki áður unnið teikni- mynd á tölvu fyrir almennan mark- að, ég hef hins vegar gert nokkrar stuttar teiknimyndir á tölvuna fyrir sjálfan mig til aö prófa mig áfram með þessa tækni. Þær myndir hafa allar verið örstuttar tilraunamyndir, lengdin á þeim hefur verið frá tveim- ur til fimm mínútur hver mynd. Sjónvarpsteiknimyndin verður um norræna goðafræði. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á þessari hlið bók- mennta og ég hef víöa leitað fanga. Það er óhemjutími sem fer í undir- búning myndar af þessu tagi. Til dæmis þarf maður að lesa allt sem maður kemst yflr af því sem skrifað hefur verið um þessi fræði, svo og goðafræðina sjálfa. Upphafið aö áhuga mínum á goða- fræðinni má meðal annars rekja til þess að ég gerði fyrir aldarfjóröunigi teiknimyndaseríu fyrir Morgunblað- ið sem byggði á þessu efni. Síðan hef ég myndskreytt nokkra bækur sem fjalla um goðafræði. Tvær þeirra komu út á vegum Máls og menningar árið 1980, það er Þrymskviöa og Bald- ursdraumar, og svo hef ég meöal annars gert myndskreytingar við þjóðsögur og fleira." - Er hægt að teikna hvað sem er á tölvuna? „Já, í raun og veru er þaö hægt. Ég vinn á Amiga 2000 tölvu og með góðum teikniforritum má segja að það sé hægt að teikna hvað sem er á tölvuna. Það má líkja þessu við að maður sé með fullkomna vinnustofu inni í tölvunni. Það eru í raun og veru allt of fáir sem þekkja tölvur út frá þessari hlið, jafnvel margir myndlistarmenn virðast ekki hafa hugmynd um alla þá möguleika sem tölvan býður upp á. Ég er ekki búinn að fá í hendur öll þau teikniforrit sem ég þarf til að búa til teiknimyndina, til dæmis vantar mig enn forrit sem sér um að hreyfa myndimar. Það er sjálfsagt að notfæra sér allar tækninýjungar því þær opna ýmsa nýja möguleika fyrir mann. Maður getur gert fyrstu drögin heima hjá sér og jafnvel unnið myndina að miklu leyti þar.“ - Ertu búinn að ákveða nafnið á myndinni? „Ég er ekki búinn aö ákveða nafnið á myndinni né lengd hennar. Þetta verður hins vegar heimildarmynd óg má segja að allur textinn verði tekinn því sem nær orðréttur úr Eddunum. Skáldskapurinn í myndinni verður einungis fólginn 1 myndunum og mun lýsa því sem ég sé út úr sögun- um en textanum mun ég breyta sára- lítið. Ég hygg að megnið af því sem ég nota í myndina verði með tímanum hægt að nota við bókargerð. Og hugs- anlega verður hægt að breyta þessu með tímanum í námsgögn sem hægt verður að nota við kennslu. Ég mun ekki vinna þetta verk einn, Jón Hjartarson leikari verður mér til hjálpar og það verður hann sem kemur til dæmis til með að ganga frá endanlegu handriti. Það er svo eftir að ganga frá því hverjir lesa inn leik- raddir og hverjir sjá um tónlistina en það er eitt sem víst er, að myndin verður bæði í tali og tónum.“ -J.Mar Haraldur Guðbergsson teiknari fékk nýiega styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera teiknimynd fyrir sjónvarp. Þú ert 2000 krónum ríkaii! mmm& Háskólamenn héldu útifund við Höfða fyrir stuttu og reyndist þeim fundurinn heldur votviðrasamur. Menn virtust þó ekki láta það svo mikið á sig fá. Verra er sjálfsagt að vera launalaus svo vikum skipti. Af vorkunnsemi við þá launalausu verðlaunum við einn háskólamann með tvö þúsund krónum og vonum að þær komi sér vel. Sú er hér hefur hring um höfuð sér má vitja peninganna á ritstjórn DV, Þverholti 11. p j ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.