Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. 47 Lífsstfll Þeir sem greiða fullt fargiald fá forgang Flugleiðir: - nýtt fargjaldakerfi í innanlandsflugi Sumaráætlun Flugleiða tekur gildi 15. maí næstkomandi. Þá gefst farþegum i innanlandsflugi kostur á að velja á milli þrenns konar fargjalda en margs konar skilmálar fylgja ódýrari fargjöldunum. Sumaráætlun innanlandsflugs Flugleiða tekur gildi 15. maí. Þá veröa jafnframt teknar upp nýjungar í fargjaldaskipan innanlandsflugs- ins. Þessar breytingar eiga að miða að því að einfaida fargjaldakerfið eft- ir því sem kostur er. Um leið er ver- ið að tryggja þeim farþegum, sem borga fullt fyrir farseöla sína, ákveð- inn forgang en hinum eru um leið boðin afsláttarfargjöld. Með þessu kerfi er verið að taka upp svipaða stefnu og er viö lýði í innanlands- flugi í nágrannalöndunum. Ýmsir skilmálar fylgja miðunum í sumaráætluninni verða allar ferðir litmerktar og gefur hver litur til kynna hvaða fargjaldaflokkar eiga við hveiju sinni. Litimir eru blár, grænn og rauður. í ferðir, sem merktar eru með blá- um lit í áætluninni, veröur einungis selt á fullu fargjaldi. Sem dæmi má taka að far til Akureyrar báðar leiðir kostar 8.128 krónur en engar kvaðir fylgja þeim ferðum. Ferðir, sem merktar eru með græn- um lit, eru ætlaðar fólki sem ferðast á 20 prósent afslætti eða fjölskyldu- fargjaldi. Fyrir slíka ferð borgar far- þegi 6.502 krónur ætli hann tfl Akur- eyrar. Kvaðirnar, sem fylgja þessu fargjaldi, eru: Dvelja verður á staðn- um minnst tvær nætur og ekki leng- ur en mánuð ef nota á miðann til baka. Um leið og miðinn er bókaður þarf að greiða hann að fullu og stað- festa flug aðra leiðina. Ferðir, sem merktar eru með rauð- um lit, eru ætlaðar fólki sem ferðast á rauðu fargjaldi eða með 40% af- slætti. Til Akureyrar kostar far á þessum kjörum 4.877 krónur. Skilmálamir eru að bóka verður ferðina með minnst tveggja daga fyr- irvara og greiða hana að fullu. Jafn- framt verður að bóka ferðir fram og Ferðir til baka. Lágmarksdvöl er þrjár næt- ur og þar af verður ein að vera að- faranótt sunnudags. Miðinn gildir lengst einn mánuð. Unglingar og aldraðir geta fengið 40 prósent afslátt í öllum ferðum en þeir miðar eru ekki bókunarhæfir. Þeir geta einnig fengið 40 prósent afsláttinn með bókanlega miða í rauðmerktum ferðum. Forgangsröð Með þessu kerfi er farþegum, sem greiða fullt verð, veittur forgangur í þær ferðir sem mest er sótt í. Hinir fá á móti meiri afslátt en áður hefur tíðkast. Með þessu ætla Flugleiðir að reyna að jafna álag og um leið að að nýta vélakost félagsins sem best. Ferðum fjölgar í hverri viku verða farnar 122 ferð- ir frá Reykjavík til áætlunarstaða flugfélagsins úti um land. Sú megin- breyting hefur orðið á sumaráætlun félagsins að ferðum til smærri staða verður fjölgað með því að fljúga til fleiri en eins staðar í sömu ferð. Þetta fyrirkomulag var tekið upp í sam- ræmi við niðurstöður skoöanakönn- unar sem Flugleiðir gerðu í vetur á þessum stöðum. Þar kom í ljós að fólk vildi gjaman fleiri ferðir. Þeir staðir, sem fá fleiri ferðir í sumará- ætlun nú, eru Húsavik, Sauðárkrók- ur og Patreksfjörður. Þetta fyrir- komulag hefur raunar verið reynt á flugleiðum til Húsavikur og Sauðár- króks frá miðjum febrúar og þykir hafa gefið góða raun. Dagsferðir Flugleiðir munu einnig bjóða upp á svokallaðar dagsferðir í sumar til Egilsstaða og kostar ferðin 11.500 krónur, til Sauðárkróks kostar ferö- in 9.900 krónur, til Húsavíkur 10.500, Vestmannaeyja 5.900, til Akureyrar 9.800 og dagsferð til ísafjarðar kostar 9.400 krónur. -J.Mar Laos: Nú er fáanlegur bæklingur í Bretlandi þar sem gerð er grein fyrir hvernig best sé fyrir ökumenn að haga sér i umferðinni. Ekið í Bretlandi Það veldur ferðalöngum oft óþæg- indum þegar þeir keyra í Bretlandi að þar er vinstrihandar umferð en ekki hægrihandar eins og hér. Nýlega var gefinn út í Bretlandi bæklingur sem á að hjálpa ökumönn- um við aksturinn þar í landi. Bækl- ingurinn, sem kallast „On the Road in Great Britain", útskýrir meðal annars í máli og myndum fram- úrakstur, hvar megi leggja bifreið og hvar ekki, reglur sem gilda um hringtorg og jafnvel er fjallað um hvemig gangandi vegfarendur eiga að fara yfir- götu. ......... Einnig er gerð grein fyrir hámarki alkóhóls í blóði og lögum um ölvun- arakstur, notkun sætisbelta, hraða- takmarkanir og fleira og fleira. Árið 1987 komu 840.000 erlendir bílar til Bretlands og lentu 1320 þeirra í árekstrum. Raunar var það 29 prósent fækkun frá árinu 1980 en bresk stjómvöld vilja stuðla að því með öllum ráðum að fækka slysum eins og kostur er. Bæklingurinn er fáanlegur á ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku og er hann 32 síður. ................* -J.Mar Býður ferðamenn velkomna á ný Á síðasta ári tilkynntu yfirvöld í Laos að þau myndu á ný leyfa ferða- mönnum að koma til landsins. Laos hefur að mestu verið lokaö ferða- mönnum síðastliöin fjörutíu ár eða á meðan þrigsa áratuga borgarastyrj- öld geisaði í landinu og eftir að kommúnistar tóku við stjómartaum- unum fyrir 13 ámm. Með því að opna landið á ný fyrir ferðamönnum vonast yfirvöld til að gjaldeyristekjur þjóðarinnar fari vaxandi. Það er ríkisferðaskrifstofan í Laos sem skipuleggur hópferðir fyrir ferðamenn um landið. Nú er meðal annars hægt að komast í hópferðir til Tham Ding-hellanna sem eru sögufrægir og geyma tugi alls kyns guðalíkneskja. Einnig er boðið upp á ferðir til hinnar fomu höfuðborgar, Luang Prabang. Borgin var aðsetur lao- tískra kónga í sex aldir eða til ársins 1977 þegar kónginum Savang Vatt- hana var steypt af stóli en tveimur ámm áður höfðu kommúnistar tekið völdin. Næstu tvö árin var Vatthana titlaöur sem sérstakur ráðgjafi ríkis- stjómarinnar en svo var hann ásak- aður um stuðning við hægrisinnuð öfl og sendur í endurmenntunarbúð- ir kommúnista. Ekki alls fyrir löngu staðfestu svo stjómvöld að yatthana væri látinn. Aðstaða fyrir ferðamenn er enn mjög ófullkomin og kerfið er þungt í vöfum. Sem dæmi um það má nefna að farþegar, sem koma til flugvallar- ins í Vientiana, verða að hírast í flug- stöðinni á vellinum uns ferð fellur til Luang Prabang sem er fjórum sinnum í viku. Raunar stefna stjóm- völd að fjölgun flugferöa milli þess- ara staða í framtíðinni. Eina hótelið í Luang Prabang var byggt á meðan Frakkar stjórnuðu landinu. Það er illa farið og úr sér gengið. En sljóm- völd hyggjast í kjölfar vaxandi ferða- mannastraums til landsins byggja ný hótel og reyna að bæta alla að- stöðu fyrir ferðamenn. -J.Mar Stjórnvöld I Laos hafa ákveöið aö leyfa ferðamönnum að koma til landsins til að reyna að auka gjaldeyristekjurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.