Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1989, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 1989. 3 dv Fréttir Verslunarmannahelgin: Útihátið líklega í Húnaveri Útlit er fyrir að eina útíhátíðin um verslunarmannahelgina, fyrir utan Galtalækjarmót og þjóðhátíð 1 Vest- mannaeyjum, verði haldin í Húna- veri - þeim fomfræga „verslunar- mannahelgarstaö". Ekki hefur feng- ist uppgefið hverjir munu koma þar fram en samkvæmt heimildum DV munu Stuðmenn eiga þar allveruleg- an hlut að máh og samningar um mótshald nánast á lokastígi. Mun sýslumaöur Húnavatnssýslu ekki vera fráhverfur hugmyndinni. í ljósi gífurlegs löggæslukostnaðar við slík- ar hátíðir, sem alltaf fer vaxandi, gæti þó brugðið til beggja vona. Stuðmenn reyndu nýverið að ná samkomuiagi um leigu á mótssvæði hestamannafélagsins Snæfellings á Kaldármelum. Að sögn formanns fé- lagsins, Ragnars Hallssonar, þver- tóku lögregla og sýslumaður í Stykk- ishólmi fyrir að útihátíð yrði á Kald- ármelum. „Neitunin var ekki rökstudd sér- staklega. Það virðist sem lögregla sé víðast hvar að gefast upp á útihátíð- um og það erum við og ungmennafé- lagið óhress með.“ Útihátíðirnar í fyrra voru ekki eins vel sóttar og vonir stóðu til. Það get- ur hafa haldið aftur af mótshöldur- um í ár en umsóknir um leyfi fyrir útihátíðir hafa ekki beinlínis oltið innáborðsýslumannaíár. -hlh Bílvelta á Svalbarðsströnd Aðfaranótt sunnudags valt Saab- bifreið út af veginum á Svalbarðs- strönd og er hún tahn ónýt eftir óhappið. Tvennt var í bílnum, öku- maður og farþegi, og sluppu þau ómeidd. Thdrög slyssins eru ókunn. -J.Mar Bifhjól ók á fólksbíl Á laugardagskvöldið ók létt bifhjól aftan á fólksbíl í Vaglaskógi. Öku- maður bifhjólsins var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri með meiðsh á fætí. Farþegar í fólksbif- reiðinni sluppu ómeiddir. -J.Mar Vest-Norden: Ferðakaup- stefna í Reykjavík Dagana 14.-16. september næst- komandi verður haldin ferðakaup- stefna ferðamálanefndar Vest-Nord- en í Reykjavík. Tilgangur kaupstefnunnar er að gefa erlendum aðilum, sem selja ferðir tíl íslands, Færeyja og Græn- lands, kost á aö koma og kynna sér það sem fyrirtæki í ferðaþjónustu landanna hafa upp á að bjóða. Vænt- anlega munu 60 fyrirtæki frá íslandi kynna þjónustu sína, 12 frá Færeyj- um og 22 frá Grænlandi. Vonast er th að hingað th lands komi um 140 fuhtrúar erlendra ferðaskrifstofa og flugfélaga til að kynna sér það sem á boðstólum er. Meðal annars er búist við kaupend- um frá Englandi, Bandaríkjunum, Noröurlöndunum, Taiwan og Ástral- íu. Vest-Norden hefur haldið ferða- kaupstefnur árlega síðan 1986. Sú fyrsta var haldin hér á landi, sú næsta í Færeyjum og á síðasta ári var kaupstefnan á Grænlandi. Kaupstefnumar þykja gefa minni þjónustuaðilum gott tækifæri til að kynna sig á markaði heima fyrir í stað þess að kosta háum fjárhæðum íerlendarkaupstefnur. -J.Mar bíltæki með segulbandi á verði frá alvöru bílhátalarar á verði frá 27.120,- kr. eða 25a7S4pn stgr. örbylgjuofnar, frá 12 - 28 lítra áverði frá 17.010,- kr. eða TELYPHONE símar í ýmsum litum á verði frá 2JIS)©*3 kr símsvarar með fjarstýringu áaðeins ©a6IÖ|a stai » Apple Macintosh Plus tölva á aðeins 113.000,- kr. eða stgr. VHS-C kvikmyndatökuvélar með ýmsum fylgihlutum á aðeins 87.280,- kr. eða roadstar ttHOSW gervihnattadiskar fyrir móttöku á yfir 30 stöðvum, á verði frá aðeins 79.700,- kr. eða —1 1 —X -X SURDCARD / .-i / stgr. areiösluki 14" ferðalitsjónvarpstæki með spanspennubreyti, fyrir 12V. rafstraum, á aðeins 30.200,- kr. eða stgr. ViS tíí&m vtl ánótiþÍTÍ S&mk®rt greiöslukjör til allt aö 12 mán. '. - ^ • *• #«* SKIPHOLTI SIMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.