Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. 3 v____________________________________________________Fréttir w Akureyri: „Eg kannast ekki neitt við þetta mál“ - segir bæjarfógeti um kaup starfsmanna embættisins á eignum úr þrotabúi Híbýlis hf. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Þú ert að segja mér fréttir, ég kannast, ekki við þetta mál,“ segir Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Ak- ureyri, er DV spurði hann álits á því að starfsmenn embættis hans hefðu fengið að gera tilboð í og kaupa hluti úr þrotabúi bygginga- fyrirtækisins Híbýhs hf. áður en til uppboðs kom en um var að ræða bifreið og tvo farsíma. Greint var frá málinu í DV á þriðjudag. Það var greinilegt að bæjarfóget- anum kom þetta mál mjög á óvart. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þetta, héraðsdómarinn er með þetta mál á sinni könnu og ég vil ekkert um málið segja, það er betra að hann geri það. Þú ert að segja mér fréttir og ég á erfitt með að ræða þetta mál í blöðum. Ég vissi ekki betur en að þessar eignir hefðu verið seldar á uppboði hér sl. laugar- dag,“ sagði Elías. „Fyrir mér sem skiptaráðanda þrotabúsins og Brynjólfi Kjartans- syni bústjóra, en við tókum ákvörðun um sölu þessara hluta, vakti fyrst og fremst að forða þvi að þessir hlutir færu á uppboð þar sem eitthvert „slikk“ fengist fyrir þá,“ sagði Ásgeir Pétur Ásgeirsson við DV. „Það voru tveir lögreglu- menn sem keyptu þennan um- rædda bíl og annan farsímann og fyrrverandi lögreglumaður hinn farsímann og þeir greiddu 80 þús- und fyrir hvorn síma. Bíhinn sem um er rætt hafði verið á bílasölu og enginn sýnt honum áhuga þar. Menn geta svo lagt þetta mál út á þann veg sem þeir helst vilja," sagði Ásgeir Pétur. Pósthússtræti 13, sími 22477 OPIÐ LAUGARDAGA ALTA MELODI Færanlegplötu- skilrúm og ein út- dregin hilla. LACK Ein útdregin hilla. Hjól fylgja. á SALENA ALTA Hvítt og svart, fura eða hnotubrúnt. 5.200,- HASVIK SLÖR Ein útdregin og ein færanleg hilla. Hjól fylgja. LACK HASVIK Kolgrátt, lakkað stál í grind. Hillur úr stálneti. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík - Sími 91-686650

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.