Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989. 33 dv Menning Leyndar- dómsfull fjármögnun Halldór H. Jónsson, stjómar- formaöur allra helstu stórfyrir- tækja á landinu, getur veriö leyndardómsfullur. HaUdór fjármagnaði að hluta bók Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings um Snorra á Húsa- felli sem er forfaðir hans. Gat Þórunn um fjármögnun Halldórs í nýlegu viðtah um bók- ina. Brá þá svo við að Halldór lét fjarlægja nafn sitt úr formála að bókinni sem Þórunn hafði samið. Var Halldór ófáanlegur til að skýra frá ástæðum þessarar hlé- drægni. Halldór H. Jónsson. Iðunn og Mál og menning stærst Samkvæmt nýjum Bókatíðind- um Félags íslenskra bókaútgef- enda bera Iðunn og Mál og menn- ing höfuð og herðar yfir aðrar bókaútgáfur landsins, ef einungis er tekið tillit til bókafjölda, og eru þær útgáfur sem næst þeim koma Vaka-Helgafell og Setberg, tæp- lega hálfdrættingar á við þær. Jakaviðtals- bókin Ein af „girnilegum“ viðtals- bókum ársins er bókin um Jak- ann, Guðmund J. Guðmundsson, sem gamall kollega okkar, Ómar Valdimarsson, hefur tekið sam- an. Upphaflega hafði bókaútgáfan Tákn einsett sér að gefa út bókina um Jakann og átti Guðmundur Árni Stefánsson að sjá um sam- antektina. Fer tvennum sögum af ástæð- um þess að Tákn leysti bókina í hendur Vöku-Helgafelli. Önnur sagan segir að Jakinn hafi ekki viljað láta gefa sig út af presti en hin að þeim Guðmundunum hafi aUs ekki komið nógu vel saman. Guðmundur J. Guðmundsson. Bókin Sú ákvörðun fjármálaráðherra að afnema fyr- irhugaðan virðisaukaskatt af íslenskum bókum þann 14. nóvember á næsta ári hefur að vonum glatt allan þorra bókaþjóðarinnar margum- töluðu. Óneitanlega hefur þessi skyndilega ákvörðun þó komið bókaútgefendum í opna skjöldu, enda eru allar líkur á að hún muni hafa víðtæk áhrif á bókaútgáfu og bókakaup íslendinga. „Þetta eru auðvitað stórkostleg tíðindi," sagði Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri Forlagsins, um afnám skattsins. „Satt best að segja eru bækur orðnar óþægi- lega dýrar. Það munar um minna en að fá þær lækkaðar um einn fjórða á einu bretti. Hins vegar átta ég mig ekki á tímasetningu afnámsins. Hún getur haft í fór með sér að útgef- endur bíði með að gefa út bækur sínar fram yfir 14. nóvember." Ólafur Ragnarsson, forstjóri Vöku-Helgafells, sagðist heldur ekki skilja hvers vegna mennta- málaráðuneytið miðaði við 14. nóvember. „Við höfum skrifað ráðuneytinu og beðið um skýringar en engar fengið,“ segir hann. Að lækka með pomp og prakt „Ríkisstjórnin vill að öllum líkindum hafa tekjur af bókum eins lengi og hún mögulegast getur. En okkur bókaútgefendum þykir ekki mjög eftirsóknarvert að þurfá að bíða með allar okkar bækur fram í miðjan nóvember, þó svo að eiginleg bóksala byrji ekki fyrr en upp úr mánaðamótunum nóvember/desember. En ef til vill getum við gert okkur mat úr þess- og vaskurinn ari ákvörðun ráðuneytisins, gefið allar okkar bækur út fyrir 14. nóvember og lækkað þær svo með pomp og prakt þann sama dag. Þá sæi almenningur svart á hvítu hvaða upp- hæðir íslenskir útgefendur hafa þurft að reiða af hendi til ríkisins. Það mætti jafnvel gera 14. nóvember að degi bókarinnar, jafnvel til fram- búðar...“ Jóhann Páll Valdimarsson: „Stórkostleg tiö- indi.“ En telur Ólafur að fyrirhuguð lækkun á verði bóka muni hafa djúptæk áhrif á bóksöluna í landinu? „Það er ég sannfærður um. Við höfum hlið- stætt og nærtækt dæmi frá Noregi en þar var söluskattur af bókum felldur niður fyrir ekki alllöngu. Við það jókst sala á bókum stórlega.“ -ai. Ólafur Ragnarsson: „Gerum 14. nóvember að degi bókarinnar." Af fjarlægri konu DV-mynd KAE ísbjörg Guðmundsdóttir, aðalpersónan í ör- lagasögu Vigdísar Grímsdóttur, er í senn óræð- asta og opinskáasta kvenpersóna sem íslenskar bókmenntir hafa alið. „Ég vildi reyna að skilja þær hvatir sem hggja að baki glæp eins og þeim sem ísbjörg drýgir," segir Vigdís. „Ég gerði mér far um að kynnast fólki sem gengið hafði í gegnum svipaðar hremmingar. Sjálfum ramma sögunnar, klefanum, og játning- arformi frásagnarinnar kynntist ég líka. En þegar ég var búin að leyfa ísbjörgu að segja sögu sína var ég sjálf næstum jafnnær um ástæður hennar. Líður hún fyrir of náið sam- band viö föður sinn? Eru of miklar hömlur lagð- ar á tilfinningalíf hennar í æsku? Er hún ein- faldlega leiksoppur aðstæðna? Mig grunar að í raun og veru sé sjaldan hægt að tilgreina pottþéttar ástæður fyrir afbrigði- legri hegðan eða voðaverkum, þó svo þær virð- ist hggja í augum uppi. í framhaldi af því læðist að manni annar grun- ur, nefnilega sá að vegna skilningsleysis séum við tæplega þess umkomin að dæma aðra fyrir voðaverk. Þó svo réttarríkið neyðist til þess. Kannski skrifaði ég þessa bók til að auka mönn- um skilning á fólki eins og ísbjörgu. Hins vegar var ég alls ekki að skrifa bók með einhvern einn boðskap, heldur bók sem á alls konar erindi til fólks.“ Öll erum við öðruvísi - Hvernig fólk er svo ísbjörg? spyr spyrill. „Það er varla nóg að segja að hún sé öðru- vísi,“ svarar Vigdís. „Ég held nefnhega að við séum öll öðruvísi. Einstök. Mér finnst hún fjarlæg, að því leyti að hún hður gegnum lífið án þess að taka fullan þátt í því. Varðveitir ávallt eitthvað innra með sér sem enginn annar fær aðgang að. Það gera mörg okkar en kannski hafa faestir okkar við- líka sálarangist að geyma og ísbjörg. Þótt ég alhæfi nú ekkert um það.“ - Eins og ísmola? skýtur spyrhl inn í. „Það má segja það,“ svarar Vigdís, „þó ég hafi ekki ætlað að hafa nafn hennar táknrænt. Ég vissi bara að stúlkan átti að heita þessu nafni. En eins og th að losna undan áþján hugs- unarinnar gerir hún sér far um að upplifa allt í gegnum holdið.“ Sem eru orð að sönnu. ísbjörg er allt að því yfirþyrmandi „líkamleg" í öllu sínu hátterni. Hugarangur hennar kemur oftar en ekki fram í líkamlegri vanhðan, gleði upplifir hún sem allt að því kynferðislega fullnægju. Samsemd með náttúrunni tjáir hún með með því að kasta sér út í vindinn eða „sjúga í sig moldina". Satt að segja man spyrih ekki eftir íslenskri söguper- sónu sem upplifir umhverfi sitt með svo hams- Vigdís Grímsdóttir. lausum hætti. „Fólk sem lært hefur að greina á mhli hkama og sálar og skynjar allt með líkamanum er einn- ig gjarnt á að misbjóða honum, hefur sterka sjálfspíningarhvöt," segir Vigdís. Engin iðrun „Því er það sem ísbjörg beinhnis sækist eftir kynferðislegu ofbeldi, aht þar th það beinist ekki aðeins að líkama hennar heldur felur í sér yfirtöku á allri hennar persónu. Karlmaður vill eigna sér ísbjörgu með sérstaklega ruddalegum hætti sem kahar á ofsafengin viðbrögð hennar, hið eiginlega tilefni sögunnar." Það vekur athygh að í játningu ísbjargar er ekki fólgin iðrun, a.m.k. ekki í hefðbundnum skilningi. „Það er rétt. Hún játar fyrst og fremst til að öðlast skilning á sjálfri sér, kannski sætta lík- ama og sál og öðlast með því innri frið. Refsing- in skiptir hana engu máh þar sem hún er í raun búin að taka hana útfyrirfrarn, að henni finnst." í bókarlok segir ísbjörg: „Eg fer héðan þótt ég verði hér eftir. Hugsun mín fer héðan. Ryðst þangað sem hún ætlar sér. Og hún ætlar sér burt. Út.“ Það er í samræmi við annað í þeirri sérkenni- legu örlagasögu sem hér er sögð að líta má á fangelsun ísbjargar sem lokasigur andans, hugsunarinnar, yfir efnisheiminum. Vigdís andæfir ekki þeirri túlkun. „Ég vona svo sannarlega að hægt sé að lesa bókina á fleiri en einn hátt.“ -ai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.