Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1990. 23 50 ár frá upphafi heimsstyijaldar: Um stríð og áróður Fyrir rúmum fimmtíu árum hófst heimsstyijöldin síðari, með ákvörðun Frakka og Englendinga 30. september 1939, að segja Þjóð- verjum stríð á hendur, eftir að Þjóðveijar höfðu endurheimt með her, landsvæði sem höfðu verið tekin af þeim, með her- og Versala- samningnum, eftir Fyrri heims- styrjöldina, - og sett undir yfirráð Pólveija. Þjóðveijum voru settir slíkir afarkostir með Versalasamningn- um að hverjum heilvita manni var, Og er enn ljóst, að annaðhvort yrði Þjóðveijum tortímt fyrir fullt og allt, með eymd og volæði, sem þjóö eða að annað stríð myndi óhjá- kvæmilega bijótast út á ný innan fárra ára enda varð það staðreynd- in. Sárast er að vita til þess að órétt- lætið í garð Þjóðveija, sem óhjá- kvæmilega skapar óeðlilegt ástand eða jafnvel stríð í Evrópu, er enn fyrir hendi. Bara Þjóðverjum... í stuttu máli var bakgrunnur síð- ari heimsstyrjaldarinnar sá að yfir- gnæfandi meirihluti fólks í prúss- nesku borginni Danzig .hafði í frjálsum kosningum kosið að sam- einast Þýskalandi og eins var með annað þýskt fólk í Austur-og Vest- ur-Prússlandi, sem annars staðar. Þetta fólk var óaðspurt af utanað- Kjállarinn Helgi Geirsson framkvæmdastjóri var framið af skammvitrum mönn- um með því að þvinga hinum al- ræmda Versalasamningi upp á Þjóðverja. Þegar Þjóðveijum þótt nóg komið og mælirinn fullur, eftír þrotlausar samningaumleitanir, þá létu þeir til skara skríða og tóku aftur hluta af þeim svæðum sem þeir töldu til- heyra sér - og umfram þaö hálft Pólland en Rússar, í samráði við Þjóðverja, tóku hinn helming Pól- lands. Þegar svo var komið báðu Þjóð- verjar Frakka og Englendinga um friðarviðræður með Bandaríkin sem sáttasemjara en í staðinn sögðu Englendingar og Frakkar Þjóðverjum, stríð á hendur. - Þar með hófst miskunnarlaust helbál heimsstyijaldarinnar síðari... „Sárast er að vita til þess að óréttlætið í garð Þjóðverja sem óhjákvæmilega skapar óeðlilegt ástand eða jafnvel stríð í Evrópu er enn fyrir hendi.“ komandi öflum sett undir yfirráð Pólverja og annarra sem kúguðu það meira og minna. Þetta ódæði Rússum, sem tóku engu minni landsvæði af Pólverjum, var ekki sagt stríð á hendur, bara Þjóðverj- um, sem gefur til kynna samsæri gegn þeim... Hjarta Evrópu Auðvitað vilja „sigurvegarar" síðari heimsstyrjaldarinnar kenna Þjóðverjum einum um að hefja heimsstyijöldina og um allar þær hörmungar sem hún leiddi af sér - en þeim má ekki takast það - ... Allir aðilar stríðsins áttu sinn þátt í þeim harmleik og bera því sam- eiginlega ábyrgð og allir aðilarnir verða að njóta þeirra mannréttinda að fá að skýra atvikin frá sínum sjónarhóli, það er hins vegar langt frá því að Þjóðverjum hafi leyfst það hingað til. Það eru t.d. engar heimildir fyrir því að Þjóðveijar hafi ætlað sér frekara stríö en nauðsynlegt var til að endurheimta þau landsvæði sem höfðu verið tekin af þeim með stríði og óréttláum afarkostum Versala- samningsins. Það fer því ekki á milli mála að ein aðalorsök heimsstyijaldarinn- ar síðari var hinn alræmdi Ver- salasamningur og skilningsleysi Frakka og Englendinga á þörfum og réttmættum kröfum Þjóðverja. - Það er ekki þar með verið að af- saka mistök og frumhlaup þáver- andi þýskra stjórnvalda... Til þessa dags er áróðurinn gegn Þjóð- veijum stanslaus og þeim ekki leyft að bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir búa í margskiptu, hersettu landi, svívirtir og ofsóttir, en samt sem áður, vegna einstaks dugnaðar og manndóms sem allir verða að við- urkenna, þá eru þeir á ný driffjöður og orka 'Evrópu eða eins og aðrir hafa komist að orði. - Hjarta Evr- ópu..." Réttlætiskröfur Við íslendingar verðum að vera á varðbergi gegn áhróðurs áróðri gegn Þjóðveijum. Þjóðveijar sem eru náskyldir okkur, hafa alltaf komið sómasamlega fram við ís- lendinga og bera virðingu fyrir þjóð og sögu okkar. Það yoru Englendingar sem réð- ust á ísland, hlutlaust og óvarið, og hertóku það 1940 - og hafa beitt okkur efnahagsþvingunum og her- valdi síðan á meðan þeir þykjast vera vinir og bandamenn okkar. Ef við ætlum okkur að vestræn menning og frjáls, vaxandi Evrópa fái að þróast er það frumskilyrði að réttlætiskröfur Þjóðverja verði leystar á skynsamlegan og réttlát- an hátt. - Fyrsta skrefið er samein- ing þýskalands. Stríð í Evrópu á milli frændþjóðanna þar má aldrei verða aftur... Helgi Geirsson Ævisögur hafa alltaf verið landanum hug- leiknar og selst vel og útgáfa þeirra virðist stöðugt færast í aukana. Ævisögur fræga fólksins, ríka fólksins, utangarðsmannsins, stjórnmálamannsins, hstakonunnar, hús- freyjunnar, borgarstjórans, bankastjórans og svo framvegisf það óendanlega. Sum þessi ritverk eru aöeins eitt bindi, önnur tvö, þijú, stundum íjögur bindi. Nýjasta tískan í þessari ævisagnaritun eru viðtalsbækur en áhöld eru um hvort ástæðan er sú að það form þyki alþýðlegra eða hvort það þyki fínna að frægur tali við frægan. Ekki skal hér um dæmt hvort þetta eru skráargatabókmenntir eins og sumir kalla það, enda fer slíkt titlatog sjálfsagt eftir efni- stökum hverju sinni, en eitthvað hlýtur það þó að vera sem höfðar til lesenda í þessu efni. Ef löngun fólks til að lesa svona bækur er eingöngu bundin við að velta sér upp úr einkalífi annarra þá er að sjálfsögðu engin ástæða fyrir höfundana að leggja mikla list- ræna og metnaðarfulla vinnu í verkefni sitt, þ.e. slíkt getur ekki skipt lesandann neinu meginmáli. Óverjandi og óafsakanlegt Ef þorsti lesenda í þessar bækur er aftur á móti metnaðarfullur áhugi á því hvaða mann viðmælandinn hefur að geyma, hverjum augum hann lítur á lífið, starf sitt, tilgang í samfélaginu og hverju honum kannski finnst hann hafa áorkað einstaklingslega og sam- félagslega séð þá er óverjandi og óafsakan- legt að hespa svona bók af í snatri, byija á henni að vori eða jafnvel um mitt sumar og gefa hana út fyrir jól; hrista hana fram úr erminni og beint inn í prentsmiðju. Slíkt er vanvirða við lesendur og á ekki aö eiga sér stað. Ein af aðalbókunum þessi jólin var viðtals- bók Ingu Huldar Hákonardóttur blaðamanns við Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu. Það verður því miður að ségjast eins og er að útgáfa þessarar bókar að svo komnu máli er langt fyrir neðan virðingu beggja þessara ágætu kvenna því hún er enn ekki nema vinnuhandrit; vinnuhandrit sem hefði átt góða möguleika á að verða áhugaverð og fróðleg heimild um mikilhæfa listakonu, skemmtilega manneskju og síðast en ekki síst konu sem hefur eflst og þroskast í lífi sínu, list og trú. Pissað í Öskjuhlíðinni En til þess að ná slíku marki hefði þurft að vinna handritið í stað þess að skrifa text- ann beint upp af segulbandi, eins og virðist aðallega hafa verið gert, og skjóta öðru hvoru inn pínlegum skýrslum um vöðvabólgu ævi- söguritara og upplifanir hennar á því hvem- ig það er að pissa í Öskjuhlíðinni. Guðrún hefur skemmtilega frásagnargáfu Vmnuhandrit sem nýtur sín vel í sumum köflum bókarinn- ar. Má þar nefna þar sem hún segir frá æsku sinni og uppvexti og þá kafla þar sem hún segir frá kynnum sínum af ýmsu fólki sem hún hefur kynnst á lífsleiðinni. Oft eru þar margbrotnar og fallegar mannlýsingar sem segja jafnmikið um Guðrúnu sjálfa og fólkið sem hún er að tala um. Ein er sú lífssýn sem er áberandi í bókinni en það er trú Guðrúnar sem gengur eins og rauður þráður í gegnum líf hennar og sögu og má segja að trúin og trúarviðhorf hennar sé það eina sem gerð eru viðhlítandi skil í bókinni. En hvar er leikhúsiö? Stór hlutí af lífi Guð- rúnar fer fram í leikhúsinu en þegar hún segir við ævisöguritara að það verði bara leiðinlegt ef hún fari að telja upp hlutverk, leiksigra og mistök (bls. 96) þá hefur sögurit- ari ekkert annað við því að segja en: „Láttu nú ekki svona.“ Hvar eru spurningarnar, svörin og hugleiðingarnar um lífið í leik- Bókmenntir Ingunn Ásdísardóttir húsinu, hugsanir og hugmyndir um leikhús, drauma um leikhús, ástína og hatrið tíl leik- hússins, stöðu leikhúss í dag, bæði hérlendis og erlendis (Guðrún er víðfórul um erlend leikhús), áhrif leikhússins á mannssálina, gildi leikhúss fyrir manninn og samfélagið o.s.frv. o.s.frv. Heilli og betri manneskja Einn af merkilegustu köflum í bókinni er þar sem Guðrún segir frá því þegar hún fékk ekki að leika Júlíu og varð í örsmáu hlut- verki að standa til hliðar á sviðinu og horfa á aðra leikkonu leika draumahlutverkið. Þar segir hún frá baráttu sinni við að yfirvinna sjálfa sig, bæði hvað varðar trú sína og starf, og stendur uppi heilli og betri manneskja eftir, heilsteyptari í trú sinni og list. Þessi frásögn segir lesandanum merkilega hlutí, kennir honum og fræðir, en gefur líka innsýn í líf persónunnar Guðrúnar en bindur sig ekki við einkalíf konunnar Guðrúnar. Svona kaflar eru því miður allt of fáir í bókinni en aftur á móti of margir sem eiga að selja hana. í heild er bókin grunnfærin, aðeins er tæpt á hlutum sem hefðu getað haft meira gildi ef bókin hefði verið unnin betur, hugsuð og byggð upp af minni hroð- virkni og samtalsformið á henni er því miður bara hallærislegt. Það er trúa mín að lesend- ur hefðu alveg þolað að bíða í eins og eitt ár á meðan það hefði verið gert. Ég og lifið: Guðrún Ásmundsdóttir, Inga Huld Há- konardóttir. Vaka Helgafell, 1989. Guðrún Ásmundsdóttir og Inga Huld Hákonardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.