Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDÁGUR 9. JÁNÚAR 1990. 27 Afmæli Kristjana Jóna Þorkelsdóttir Kristjana Jóna Þorkelsdóttir hús- móðir, frá Hátúni í Grímsey, sem nú dvelur á Dvalarheimili aldraðra íSkjaldarvík við Eyjaijörð, er níræð ídag. Kristjana Jóna fæddist í Neðri- Sandvík í Grímsey og ólst þar upp. Hún giftist 17.7.1927 Sigurði Krist- inssyni, f. 9.8.1894, d. 10.11.1937, b. og sjómanni í Hátúni í Grímsey, en foreldrar hans voru Indíana Guð- björg Þorláksdóttir húsmóðir og Kristinn Guðmundur Tómasson sem lengi var póstur um Þingeyj- afsýslur en þau bjuggu síðast á Húsavík. Börn Kristjönu og Sigurðar eru þrjú: Vilborg, f. 1.5.1929, húsmóðir og ljósmóðir í Miðtúni í Grímsey, gift Bjama Reykjalín Magnússyni, hreppstjóra og rafstöðvarstjóra í Grímsey og eiga þau fimm börn, Siggerði Huldu, Sigurð Inga, Kristj- önu Báru, Magnús Þór og Bryndísi Önnu; Þorlákur, f. 5.1.1932, oddviti í Garði í Grímsey, kvæntur Huldu Reykjalín Víkingsdóttur og eiga þau sjö börn, Sigurð, Sigrúnu, Ingu, Guðlaug Óla, Kristjönu Jónu, Bimu Dagbjörtu og Þorlák; Þorkell Arni, f. 22.8.1934, húsasmíðameistari á Húsavík, kvæntur Bryndísi Alfreðs- dóttur frá Hlíð í Kinn. Langömmuböm Kristjönu em nú sautján talsins en þar af em tvö lát- in. Kristjana er elst sjö systkina en fjögur þeirra eru látin. Systkini hennar: Guðrún Dýrleif, f. 17.6.1902, bjó lengst af á Húsavík, var gift Sig- urði Axelssyni en þau slitu sam- vistum og bjó hún síðan í sambýli með Jóni Aðalgeir Jónssyni sem þá var ekkjumaður, síðustu árin í Reykjavík hjá Unni, dóttur Jóns og hennar manni en Guðrún Dýleif dvelur nú á EUiheimiUnu Grund í Reykjavík; Árni, f. 6.10.1907, d. 27.10. 1950, búsettur í Grímsey en sambýl- iskona hans var Ásta Guðjónsdóttir frá Grenivík og eignuðust þau fjögur börn, Eirík Elvar, Þorkel, Önnu Jónu og Sigurð Viðar sem lést ung- ur; Hólmfríður Selma, f. 29.5.1904, d. 14.5.1958, búsett í Grímsey og átti hún tvo syni, Jóhann Harald Jóhannsson og Guðmund Hólm, d. 7.9.1982; Guðvarður Finnur, f. 23.7. 1910, d. 27.3.1982, kvæntur HaUdóm Ingimundardóttur frá Ólafsfirði og voru þau þar búsett lengst af en hún er nú á Dvalarheimilinu Horn- brekku á Ólafsfirði en fósturböm Guðvarðs eru Mary Baldursdóttir og Gunnar Þorvaldsson; Björn Frið- geir, f. 9.5.1913, d. 9.2.1981, kvæntur Kristjönu Þórhallsdóttur frá Litlu- Brekku á Hofsósi og eignuðust þau þrjá syni, ÞórhaU Þorkel og Arnar sem er búsettur á Húsavík; Frímann Sigmundur, f. 13.9.1917, kvæntur Ósk Þórhallsdóttur, systur Kristj- önu, konu Bjöms, en þau eiga sex börn, Helgu Hólmfríði, Þórhall Þor- kel, Dýrleifu, Önnu, Ægi og Kristj- önu Björgu en Frímann og Ósk bjuggu fyrst á Básum í Grímsey en fluttu þaðan 1947 tfi Hofsóss og búa nú suðuríGarði. Foreldrar Kristjönu Jónu voru Þorkell Árnason, f. 18.8.1878, d. 28.6. 1941, b. á Sjálandi í Grímsey, og Hólmfríður Ólafía Guðmundsdóttir, f. 10.6.1878, d. 3.6.1969, húsmóðir. Þorkell var sonur Árna, hrepp- stjóra, ættfræðings og skálds í Neðri-Sandvík í Grímsey, Þorkels- sonar, b. á Núpum í Aðaldal, Þórð- arsonar, b. á Núpum, Þorkelssonar, b. á Melum í Svarfaðardal, Þórðar- sonar, bróður Ingibjargar, ömmu Þórðar Pálssonar, ættföður Kjarna- ættarinnar, föður Páls, afa Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleiðtoga. Dóttir Þórðar var Þorbjörg, lang- amma Vilhjálms Hjálmarssonar, fyrrv. menntamálaráðherra. Önnur dóttir Þórðar var Björg, langamma Rögnvaldar Sigurjónssonar píanó- leikara. Þriðja dóttir Þórðar var Kristbjörg, langamma Ragnars Halldórssonar, stjórnarformanns ísals. Móðir Þorkels var Kristjana ljós- móðir Guðmundsdóttir, b. á Naust- um á Höfðaströnd, Eiríkssonar, og konu hans, HUdar Nikulásdóttur, b. á Þönglaskála í Hofsóshreppi, Jónssonar. Hólmfríður var dóttir Guömundar Steins, b. á Skeggjabrekku, Syðri-Á og á Staðarhóli við Siglufjörð, en síðar á BúðarhóU á Siglufirði, bróð- ur Einars, b. í Ámaá. Guðmundur var sonur Ásgríms, b. í Brimnesi og síðar að Skeggjabrekku Ásgríms- Kristjana Jóna Þorkelsdóttir. sonar, og Guðnýjar Einarsdóttur. Móðir Hólmfriðar var Guðrún Magnúsdóttir, b. á Vémundarstöð- um í Ólafsfirði og síðar í Garði, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var El- ín Hinriksdóttir, vinnukona að BurstafeUi. Til haminciu með afmælið 9. janúar 85 ára Halldóra Kristinsdóttir, Syðri-Ánastöðum, Kirkjuhvamms- Ólafur M. Tryggvason, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- hreppi. vík. Guðný Guðnadóttir, 50 ára Edda Einarsdóttir, Laxakvísl 17, Reykiavík. Halldóra Ólafsdóttir, 80 ára Stefán Pétur Þorbjömsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vik. Þórhallur Björnsson, Hamraborg 14, Kópavogi, Stekkjarhvammi 2, Laxárdals- hreppi. Guðrún Guðmundsdóttir, Hvassaleiti 43, Reykjavík. 75 ára 40ára Þórarinn Sigurgeirsson, Skeiðarvogi21, Reykjavík. Guðmundur K. Helgason, Lyngbraut 8, Gerðahreppi. Jón Ingvarsson, 70 ára Víkurströnd 16, Seltjarnarnesi, Herdís K. Hupfeldt, Heiðargerði 50, Reykjavik. Bauganesi 5, Reykjavík. Ingólfur Hannesson, Drafnarstíg2, Reykjavík. Möabarði 20B, Hafnarfiröi. Margrét Sigríður Ámadóttir, Ketilsbraut 5, Húsavík. Gyða Sólrún Leósdóttir, 60ára Björn Marteinsson, Víðivöllura 10, Selfossi. Jóhunn Pétur Hansson, Múlavegi2, Seyðisfirði. Margrét Guðnadóttir, Brekkuhvammi 4, Hafnarfirði. Jónas Halldórsson Jónas Halldórsson rakarameist- ari, RjúpufelU 15, Reykjavík, er átta- tíuáraídag. Jónas er fæddur á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann fór frá Seyðis- firði 1928 tU Vestmannaeyja og lærði þar rakaraiðn hjá Árna Böðvars- syni rakarameistara. Hann setti upp rakarastofu á ísafirði 1933 og var þar í sex ár, fluttist tU Siglufjarðar í byijun árs 1940 og var rakara- meistari þar í tæp 40 ár en fluttist þá tíl Stokkseyrar. Á Stokkseyri bjuggu þau hjón í sjö ár eða þar tU Jónas missti konu sínar árið 1985 og fluttist til dóttur sinnar, Guðnýj- ar, og tengdasonar, Jónmundar HUmarssonar. Jónas kvæntist þann 30.11.1935 Kristínu Steingrímsdóttur húsmóð- ur, f. 23.9.1909. Foreldrar hennar voru Steingrímur Benediktsson, skósmiður og síðar starfsmaður bæjarskrifstofu ísafjarðar, og Kristjana Katarínusdóttir húsmóð- ir. Böm Jónasar og Kristínar eru: Hermína, f. 6.12.1935, sjúkraliði í Reykjavík, gift KarU LilUendahl hljóðfæraleikara, og eiga þau þrjú börn: Kristínu, Huldu og Jónas Theodór. Guðný, f. 20.2.1944, dó ungbarn. Guðný, f. 30.4.1945, ritari í Reykja- vík, gift Jónmundi HUmarssyni. húsasmíðameistara og eiga þau þrjú börn: Ingunni, Mögnu og Jónas. Stefán, f. 26.12.1946, hárgreiðslu- meistari á Selfossi, kvæntur Val- gerði Gísladóttur bankastarfsmanni og eiga þau þijú börn: Hermínu, DagmarogGísla. Dagný, f. 11.9.1948, sjúkraUði í Reykjavík, gift Sigurði Sveinbjörns- syni húsasmíðameistara og eiga þau þijú börn: Sveinbjörn, Kristínu og Önnu Láru. Foreldrar Jónasar vom Halldór Benediktsson, f. 6.3.1874, d. 2.7.1953, búfræðingur og póstur á Seyðis- firði, og Jónína Hermannsdóttir húsmóðir, f. 8.1.1876, d. 8.3.1971. Halldór var sonur Benedikts, b. á Höfða, Rafnssonar, Benediktssonar, b. á Kolstöðum á Völlum, Rafnsson- ar. Móðir Rafns Benediktssonar var Herborg Rustíkusdóttir. Móðir Benedikts á Höfða var Þóra Árna- dóttir, b. á Kappeyri í Fáskrúðs- firði, Stefánssonar, ogHaUgerðar Grímsdóttur. Móðir HaUdórs var Málfríður Jónsdóttir, hreppstjóra og b. á Keld- hólum, Marteinssonar, Bjamason- ar. Móðir Jóns var Málfríður Sigurð- ardóttir. Móðir Málfríðar Jónsdótt- ur var RagnhUdur Finnbogadóttir, b. í Hleinagarði og víðar, Jónssonar og Salnýjar Magnúsdóttur frá Fremra-SeU. Jónína, móðir Jónasar, var dóttir Hermanns Stefánssonar, b. í HaU- freðarstaðahjáleigu, Einarssonar, b. í Syðrivík, Ólafssonar. Jónas Halldórsson. Móðir Stefáns var Ingibjörg Jóns- dóttir frá Hákonarstöðum. Móðir Hermanns var Ingibjörg Hjálmars- dóttir, b. í Skógum, Ögmundssonar og Sigríðar Sigfúsdóttur. Móðir Jónínu var Guðný Sigfús- dóttir, b. í Sunnuseli, Sigfússonar, b. í SunnuseU, Jónssonar. Móðir Sigfúsar Sigfússonar var Sigríður Jónsdóttir frá Þverá. Móðir Guðnýjar var Guðný Sæmunds- dóttir, VUhjálmssonar og Hildar Sigurðardóttur frá Álandi í Þistil- firðL Jónas tekur á móti gestum sunnu- daginn 14. janúar milli kl. 15 og 19 í Kiwanishúsinu, Brautarholti 2b. Einar Grétar Þorgeirsson Einar Grétar Þorgeirsson fisk- matsmaður, Miðgörðum, Grímsey, ersextugurídag. Einar er fæddur á Akureyri en í nokkur ár bjó fjölskylda hans í Ól- afsfirði. Sautján ára gamall fór hann tU sjós sem háseti og síðar sem matsveinn, utan einn vetur, 1947-48, er hann sótti vélstjóranámskeið. Árið 1951 kynntist Einar konu sinni og hafa þau hjónin búið allan sinn búskap í Grímsey, utan fjögur ár, 1956-60 sem þau bjuggu á Akureyri. Þau keyptu Miðgarða, gamalt prestssetur, árið 1960 og gerðu þaö upp. Árið 1967 tók Einar til starfa hjá Fiskverkun KEA í Grímsey, fyrst sem vélstjóri, síðan í nokkur ár sem verkstjóri, en nú sem fisk- matsmaður. Með þessu starfi stund- aði hann sjósókn frá Grímsey á sín- um eigin bátum í nokkur ár. Eiginkona’Einars er Jórunn Þóra Magnúsdóttir húsmóðir, f. 21.6.1932. Hún er dóttir Magnúar Stefáns Sím- onarsonar, f. 8.10.1899, d. 6.6.1969, hreppstjóra í Grímsey, og Siggerðar Bjamadóttur, f. 1.9.1900, húsmóður, HlíðáAkureyri. Börn Einars og Jórunnar eru: Hulda Ingibjörg, f. 3.7.1955, hús- móðir, Sigtúni í Grímsey, gift Hall- óri Jóhannssyni, og eiga þau fjögur börn: Jórunni Grétu, f. 22.4.1973; Jóhann Ægi, f. 14.7.1974; Höllu Rún, f. 6.8.1979, og Stefán Þorgeir, f. 9.1. 1988. Þorgerður Guðrún, f. 13.1.1959, húsmóðir í Eyvík í Grímsey, gift Óttari Þór Jóhannssyni og eiga þau soninn Einar Þór, f. 29.1.1985. Magnús Garðar, f. 7.6.1967, sjó- maður á Höfn í Hornafirði, býrmeð Sigríði Sif Sævarsdóttur, og eiga þau Telmu Þöll. Hálfsystir Einars er Stella Stef- ánsdóttir, f. 8.10.1923, sjúkraliði á Akureyri, gift Gunnari Konráðs- syni, og eiga þau 14 börn. Albræður Einars eru: Pétur Ágúst, f. 2.1.1928, afgreiðslumaður í Garðabæ, og á hann fimm börn; Einar Grétar Þorgeirsson. Valgarður Stefán, f. 10.8.1931, sjó- maður í Grindavík, og á hann fjögur börn. Foreldrar Einars voru Þorgeir Ágústsson, f. 15.6.1909, d. 25.8.1952, verkamaður á Akureyri, og Guðrún Einarsdóttir, f. 27.2.1899, d. 4.12. 1985. Huxley Ólafsson Huxley Ólafsson framkvæmda- stjóri, Tjarnargötu 35, Keflavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Huxley verður ekki heima á af- mælisdaginn. ÞJOÐRAÐ í HÁLKUNNI T]ara á hjólbörðum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eða úðar þá með olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. yUMFERÐAR RÁÐ Huxley Ólafsson,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.