Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. 11 DV Maradona í faðmi fjölskyldunnar. Hið ljúfa líf Maradona Flestir vita hver knattspymumað- urinn Maradona er. Maradona, sem nú er 29 ára, hefur verið gagnrýndur fyrir lifnaðarhætti sína sem þykja ekki samræmast atvinnu hans, knattspymu. Maradona stimdar skemmtanalífið grimmt svo mörgum þykir nóg um. Hann er ekki ímynd hins ljúfa íþróttamanns sem lifir ró- legu lifi og hugsar um heilsuna. Maradona lætur sér fátt um finnast þegar hann heyrir svona athuga- semdir. Á meðan hann heldur sínum launum, dregur fólk á völlinn og skorar mörkin segist hann ekki breyta lifnaðarháttum sínum. Hann hefur nýlega lést um 7 kíló en eins og kunnugir vita er ekki gott að vera með of mörg aukakíló í fótbolta þar sem endalaust þarf að hlaupa fram og aftur völlinn. Á miðju keppnistímabih á síðasta ári tók Maradona sig til og flaug frá Róm til Argentínu til að giftast sinni heittelskuðu Kládíu. Hitnaði þá mörgum í hamsi en Maradona segist vita hvenær hann þarf að æfa og hvenær ekki. Þau hjón eiga tvö böm sem em fjögurra og eins árs. Ef einhver efast um hæfni meistar- ans á knattspymuvellinum er upp- lagt að líta á drenginn spila á HM í knattspymu sem nú stendur yfir á Ítalíu. Það gladdi Jackie, Caroline, Edward og aöra viðstadda þegar styttan var afhjúpuð. Stytta af Kennedy aíhjúpuð Jackie Onassis brosti og fagnaði ákaft þegar stytta af fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, var afhjúpuð í byijun mán- aðarins. Styttunni var fundinn stað- ur fyrir utan ráöhúsið í Boston í Massachusettsfylki í Bandaríkjun- um. John, sem féfi fyrir hendi morð- ingja, var fyrsti eiginmaður Jackie. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um hver myrti forsetann og sumir telja ekki öll kurl komin til grafar í því máli. John hefði orðið 73 ára daginn sem styttan var afhjúpuð ef hann hefði lifað. Margt var um manninn við athöfnina og meðal annars vom þar Caroline dóttir Johns og Jackie og Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður. Aðdáendur Rolling Stones þekkja hann vel þennan sem gert hefur það gott undanfarna áratugi. Mick Jagger hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu með hljómsveit sinni en þessi mynd var tekin á tónleikum í Barcel- ona á Spáni. Kappinn hefur staðið fyrir sínu þau ár sem hann hefur staðið á sviði en þau eru orðin ansi mörg. Margir fá sjálfsagt dansfiðring í tærn- ar þegar þeir sjá svona mynd. Sviðsljós „Ást við fyrstu sýn" Percilla og Emmit em ekki eins og flest önnur hjón. Þau hafa eytt 47 árum ævi sinnar í sirkus og ver- ið þar til sýnis vegna þess hve þau era ólík öðrum. Þau hafa verið hlátursefni fólks og hafa orðið að þola að vera auðmýkt af áhorfend- um. En ástin batt þau saman þenn- an tíma. Percfila hefur oft verið kölluð „apakonan" vegna þess mikla hár- vaxtar sem hún hefur um allan lík- amann. Emmit er hins vegar með húð sem líkist mest hreistri. Segja má að hann hafi hamskipti tvisvar á ári því hreistrið fellur af. Hann þarf svo að hella yfir sig vatni til að kæla líkamann því engir svitak- irtlar em í húðinni. Þau hjónakomin láta ekki á sig fá þó fólki finnist þau ekki mjög árennileg því eins og þau segja þá kemur fegurðin innan frá. Hvað er fegurð? Þau hjónin láta slíka spurningu sem vind um eyru þjóta. Heiisusapa er þykkfljótandi, sérlega miid tyrir viðkvæma og þurra huð. Heilsusápa er framleidci ur náttúrulegum hraefnum og inniheldur hvorki ilm ne' litarefni. Hun hentar til þvotta á öllum viðkvæmum siöðum likamans og er tilvalin tii að þvo ungbörnum. Heilsusapa hefur pH giidi 5,5, Lyngási 1, Garðabæ, Sími: 65-18-22, Telefax: 65-18-57 Fjöldi bílasala, bíla- umboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góóum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Sniáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.001iI 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.00 til 14.00 og sunnudaga frá kl. 18.OOtil 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.