Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990. 27 dv LífsstiQl Kartöflur: Hækka með nýrri uppskeru - 30% tollur Búast má við talsverðri hækkun á erlendum kartöflum á næstu dögum. Ekkert jöfnunargjald er á þeim en 30% tollur eins og á öðru grænmeti. Búast má viö talsverðri hækkun á kartöflum á næstunni eftir því sem neytendasíðan kemst næst. Gamlar birgðir eru nú að klárast á megin- landi Evrópu og ný uppskera að koma á markaðinn. Ágæti hf. Þegar innflutningur á erlendum kartöflum var leyfður fyrr í þessum mánuði kom Ágæti á markaðinn með nýjar kartöflur frá Búlgaríu. Þær eru nú á þrotum og varð Ágæti að grípa til þess ráðs að kaupa nýjar þýskar kartöflur frá öðrum innflytjanda. Sturla Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ágætis, átti von á því að heildsöluverð á kartöflum myndi hækka upp í um 90 krónur en heild- söluverð á þeim kartöflum, sem komu fyrst á markaðinn, var 85 krónur sem var sama verð og í fyrra. Sturla sagði að kartöfluverði á mark- aðnum hefði verið haldið niðri að undanfórnu vegna gamallar upp- skeru. Algengt er að verslanir noti 20% álagninu og síðan leggst 24,5% virðisaukaskattur ofan á. Sé miðað við 90 krónu heildsöluverð mun því verð til neytenda verða tæplega 135 krónur kílóið. Ekkert jöfnunargjald er á nýjum erlendum kartöflum en slíkt gjald vai' sett á erlendar bökunarkartöflur í desember þegar íslenskar bökunar- kartöflur voru enn á markaðnum. Aftur á móti er 30% tollur á kartöfl- um eins og öllu öðru grænmeti. Bananar hf. Guðmundur Bjömsson, sölustjóri hjá Banönum, sagði að þeir hefðu að undanfornu flutt inn gamla upp- skeru af hollenskum kartöflum en von væri á nýjum kartöflum í næstu viku. Hverrar þjóðar þær yrðu vissi hann ekki. Guðmundur þorði ekki að gefa upp neina tölu hvað varðaði verð á nýju kartöflunum en sagði aö miðað við það sem væri að gerast í Hollandi mætti búast við talsverðri hækkun þar sem verð á nýjum kartöflum færi hækkandi úti. Pökkunarkostn- aður erlendis hefur einnig hækkað umtalsvert og mun það hafa áhrif á endanlegt verð karfaflna. Heildsölu- verð á gömlu hollensku kartöflunum var 75 krónur sem gerir um 112 krón- ur út úr búð. Pökkunarstöð Suðurlands hf. Pökkunarstöð Suðurlands seldi einnig gamlar hollenskar kartöflur en Konráð Árnason hjá Pökkunar- stöðinni sagði að von væri á upp- skeru af nýjum hollenskum kartöfl- um í gærkvöldi. Heildsöluverð á þeim gömlu var 140 krónur fyrir 2 kg poka og 75 krónur fyrir 1 kg poka. Nýja uppskeran verður seld í heild- sölu á 170 krónur 2 kg poki. Þetta mun þýða að 2 kg poki verður seldur á 255 krónur í hverfaverslunum en á um 243 krónur í stórmörkuðum. Verð á þessum nýju kartöflum fyrir utan toll og flutningskostnað er um 36 krónur kílóið. Það er því ljóst að verðið á kartöflunum hækkar um 238% til 254% frá innflytjanda til neytenda. -GHK Nýjung á markaðnum: Blómin sjá um sig sjálf í sumarfríinu Um þessar mundir eru að koma á markaðinn hér á landi kristallar sem sjá um að vökva plöntumar á meðan fólk fer í sumarfrí. Og ættu kristall- amir að fást í flestum blómaverslun- um innan 'skamms. Kristallarnir, sem seldir em undir nafninu Water Works, eiga að leysa grundvallarvandamál hverrar plöntu, þ.e. reglulega umsjá og vökv- un. Kristallamir bæta rakatap, loft- un og viðran allra tegunda plantna með því að halda í sér 90% af vatni sem þeir fá. Vatnið leysa þeir síðan smám saman út eftir þörfum plönt- unnar og skapa á þennan hátt fyrir- myndaraðstæður fyrir góðan vöxt, þ.e.a.s. fullkomlega vökvaða plöntu jafnt innandyra sem utan. Neytendur Kristallarnir em algjörlega skað- lausir og breyta hvorki efnahlutfalli né sýmstigi moldarinnar. Sannað þykir að notkun þeirra flýtir fyrir vexti plantna um 20 til 40%. Til að nota kristallana blauta era þeir settir út í vatn með tilliti til ákveðinna hlutfalla sem fara eftir stærð plöntunnar sem á að vökva. Kristallamir draga að sér vatnið og mynda hlaup á flmm til sjö mínútum. Efnið er síðan sett undir og í kringum rætur plöntunnar. Ef nota á kristallana þurra er þeim dreift undir og umhverfls rætur plöntunnar með tilliti til hlutfalla sem upp eru gefin í leiðbeiningunum. Ef ekki er hægt að taka plöntuna upp úr blómapottinum má bora í moldina djúpar og þunnar holur að rótum hennar og láta kristallana falla ofan í holumar. Þurra aðferðin krefst eðlilegrar vökvunar í tvær vikur þar til ræturnar vaxa að kristöllunum. Framleiðendur Water Works full- yrða að ef kristallar em settir hjá plöntum áður en farið er í frí, munu plönturnar endast heilbrigðar í tvær til þrjár vikur án vatns, sígrænar plöntur og kaktusar jafnvel lengur. Einn poki af Water Works kristöllum á að duga 24 venjulegum pottum, en kristallarnir eiga að geta haft áhrif á plöntuna i allt að fimm ár. DV-mynd GVA By ?S%! Orausht nallet! 5YEARSI «, tha Eg.B!FEC.t..áMOti.m to any piant oS' irntoor* or out, for woeka batwmn waterlngs! Danmörk: Poppkomsvélar bannaðar - mikil eldhætta stafar af þeim Poppkomsvélar svokallaðar hafa nú verið bannaðar í Danmörku vegna þeirrar eldhættu sem stafar af þeim og er verið að taka allar slík- ar vélar af markaðnum þar í landi. Danska rafmagnseftirhtið, Demko, hefur síðustu mánuði prófað hinar ýmsu tegundir af poppkomsvélum og niöurstaða þeirra rannsókna varð sú aö allar vélamar væm hættulegar þar sem auðveldlega kviknaði í þeim ef poppkomið festist í véhnni. Nú þegar hefiu' Demko lagt bann við sölu þeirra fjögurra tegunda sem reyndust hættulegastar, Visa GO- POP, Novex 8003, Novex NV041 og Sentron 8003. Aðrar tegundir verða afturkallaðar á næstu mánuðum. Mikilvægt að fylgja leiðbein- ingum Finn Rönlov Andersen, sem er for- maður gæðeftirhtsnefndar Demko, sagöi að innan tíðar yrði engin af þeim tegundum, sem nú væri hægt aö fá í Danmörku, á markaðnum þar sem þær væm stórhættulegar. Hann bætti þó við að neytendur, sem ættu poppkornsvélar af öðrum gerðum en þeim sem upp vom taldar, gætu haldið áfram að nota þær en fylgja yrði öllum leiðbeiningum út í ystu æsar. Finn Rönlov sagði að Demko hefði bent á hættuna af poppkorns- vélum strax í febrúar þegar aðvörun var send út vegna Visa GO-POP. Frá þeim tíma hefði eftirhtið htið á aðrar tegundir og engin þeirra stæðist þær gæða- eða öryggiskröfur sem Danir gerðu. Poppkomsvélamar, sem hér um ræðir, em framleiddar annars staðar en í Danmörku og seljendur þeirra hafa látiö undir höfuð leggjast að tíl- kynna Demko um vélarnar eða ekki vitað að eftirhtið þyrfti að samþykkja þær áður en þær fæm á almennan markað. Demko vissi um nokkur tilfelh þar sem kviknað hafði í poppkornsvélum þó að engir stórbrunar hefðu hlotist af. Neytendum er eindregið ráðlagt að setja ekki olíu eða feiti í vélamar þar sem slíkt eykur eldhættu all- vemlega. Lítið um poppkornsvélar hér á landi Neytendasíðan kannaöi hvort poppkornsvélar væm á markaðnum hér á landi en lítið mun vera um shkt. Að vísu seldu Heimihstæki slíkar vélar fyrir ári en vélamar munu ekki hafa veriö til hjá þeim lengi. Hjá Heklu var til ein amerísk poppkomsvél. Hafði hún verið keypt fyrir ári en var óseld. Þó að íslendingar virðist ekki hafa verið ginnkeyptir fyrir poppkoms- vélum er ljóst að eitthvað er um slík tæki á heimilum fólks hér á landi og því tilefni tíl að minna á að rétt er að fylgja öllum leiðbeiningiun varð- andi notkun þeirra mjög vel. Ritzau/-GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.