Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAQIiJR! 14.> JÚIií'1990. [ 11- Sælkerinn I þessari dós eiga að vera 400 g, þar af 200 g síld. 200 g eru því sósa sem er ótrúlega hátt hlutfall. En það sem verra er að þaö sem I dósinni er getur vart kallast mannamatur. Sumar og síld íslendingar feröast mikiö innan- lands í sumar enda hefur veöriö ver- ið einstaklega gott. Öll aðstaða fyrir ferðamenn hefur stórbatnað á síðari árum. Mest munar um Ferðaþjón- ustu bænda en víða um sveitir er nú hægt að leigja ágæt sumarhús. Það sem er dýrt hér á landi er maturinn og á það einkum við um mat á skyndibitastöðum. Svo virðist sem slíkur matur sé jafnvel dýrari úti á landi en í Reykjavík. Margir taka með sér grillið í ferðalagið. Flestir kjósa þó að standa ekki í flókinni matargerð. Þess vegna er kjörið að taka með sér tilbúinn mat eða hálftil- búinn. Vart er hægt að hugsa sér betri mat í ferðalagið en síld. Síldin er frekar ódýr matur en góð að grípa til þegar hungrið sverfur að, eftir hressilegan göngutúr eða eftir að hafa staðið við silungsvatnið. Eins og áður hefur komið fram hér á Sæl- kerasíðunni eru þeir síldarréttir sem hér fást yfirleitt óætir. Þetta eru stór orð en því miður sönn enda þótt til séu nokkrar undantekningar. Sæl- kerasíðan hefur fengið ágæta síld frá Homafirði og frá íslenskum matvæl- um. Dæmi um óæta síld er Karrí síld merkt Silfursíld frá Síldarréttum hf. í plastdósinni voru einhverjar tægjur eða smábitar sem ekkert áttu skylt við saltsíld. Af karrísósunni var ekki karríbragð fyrir 5 aura. Auðvitaö gat þetta verið slys og þvi var keypt önn- ur dós, í þetta sinn hvítlaukssíld. Ekki tók betra við. í þessari dós voru sömu bragðlausu bitarnir og sósan var ótrúlega sæt og var ekkert hvít- lauksbragð af henni. Þessi sósa heföi passað með einhvers konar desert. Hvemig er þetta hægt? Getur hver sem er farið að framleiða matvæh ef hann uppfylhr allar heilbrigðiskr- öfur um kaffistofu og böð fyrir starfs- fólk og í það minnsta tvö salemi? Já, svo virðist vera. Væri nú ekki rétt að fyrirtæki fengju ekki leyfi til að framleiða matvæh nema að hægt væri að sanna að innan fyrirtækj- anna væri kunnátta til þess ama. Hér í Reykjavík er starfandi Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins en þar eru starfandi mjög færir sérfræðing- ar sem gætu séö um þetta eftirlit. Það er óþolandi að enn skulum við þurfa aö verða fyrir því að kaupa óæt ís- lensk matvæh. Enda þótt sól skíni í heiði, fuglamir syngi og silungurinn taki þurrfluguna hvað eftir annað getur doha af óætri síld komið manni í vont skap. Gómsætar steikur og argentínsk rauðvín Þeim Kristjáni Sigfússyni og Óskari Finnssyni hefur tekist það sem mörgum hefur mistekist, að reka vinsælan veitingastað í Reykjavik árið 1990. Mikh samkeppni ríkir nú á mhh reykvískra veitingahúsa. Þótt ótrú- legt sé bætast stöðugt við nýir veit- ingastaðir. Mánaðarlega skipta stað- ir um eigendur eða fara á hausinn. Nokkrir veitingastaðir ganga þó ah- vel, mætti nefna Kaffi Ópem, Við Tjörnina og Jónatan Livingston máv. Þá mætti nefna nokkra sérhæfða veitingastaði eins og Homið, Ítalíu og Sjanghæ. Nú hefur bæst nýr stað- ur á vinsældalistann, Veitingahúsið Argentína, Barónsstig 11 a. Aðalá- herslan er lögð á glóðasteiktar steik- ur. Hingað th hefur ekki verið auð- velt að fá gott nautakjöti á íslenskum veitingahúsum. í boði hefur verið m.a. smyglað nautakjöt og í ein- hverjum tilfeha kýrkjöt. Á Argent- ínu er sem sagt hægt aö fá góða nautasteik, en kjötið kemur frá fyrir- tækinu Kjöt h/f. Þeir sem reka stað- inn em ungir matreiðslumenn, Kristján Sigfússon og Óskar Finns- son. Á matseðhnum eru 9 forréttir, 32 aðalréttir en að vísu er í nokkmm thvika um sömu steikurnar að ræða en mismunandi þungar. Eftirréttirn- ir em 4 og að auki er boðið upp á 7 kaffidrykki. Eins og áður sagði er aðaláherslan lögð á steikur á Argen- tínu þó er hægt að fá 3 fiskrétti, sh- ung, lax og lúðu. Áður en kjötið er glóðarsteikt er það penslað með chimichurra sósu sem er m.a. gerð úr grænmetisohu, hvítlauk, lauk, chih, sveppum, steinselju, sítrónu- safa, rauðvini, salti og pipar. Með steikinni fá gestirnir bakaða kart- öflu, pönnusteikt grænmeti, chimic- hura eða hvítlaukssósu, sítrónu th Umsjón Sigmar B. Hauksson að kreista yfir steikina og nýmalaðan pipar úr kvöm. Að mati Sælkerasíð- unnar er verðlag á Argentínu frekar hægstætt ef miðað er við gæði matar- ins. Af forréttunum mætti nefna fyllt brauð að argentínskum hætti. Það er fyllt með hakki, óhvum, lauk, hvít- lauk og rúsínum og kostar 520 kr. Argentínska kjötsúpu má fá á 490 kr. og glóðaðan maís á 320 kr. Verð á kjötréttinum er mismun- andi, glóðuð kjúklingabringa kostar 1.350 kr., lambasteik á 1.920 kr., grísa- kóthetta 1.420 kr., nautalundir 200 g kosta 2.070 kr., 400 g 2.830 kr., kjöt á teini 1.820 kr. og innralærissteik 1.800 kr. Á vínseðhnum eru tvær tegundir af argentínsku rauðvíni „Trapiche Mendosa" sem er venjulegt borðvín en þó ágætt og „Don Federico" sem er í mun hærri gæðaflokki og minnir það á mörg hin betri vín frá Spáni. Að lokum skal þess getið aö veitinga- húsið Argentína tekur 90 manns í sæti og er aðeins opið á kvöldin. í Kryddkofanum, Laugavegi 10b, er hægt að fá flest nauðsynleg efni til aö matreiða Kínamat. Kryddkofinn Áhugi á kínverskri matargeröar- hst hefur stóraukist á síðari árum. Hér í Reykjavík eru starfandi nokkr- ir kínverskir veitingastaðir og eru þeir allvinsælir. Margir hafa komist upp á lag með að matreiða kínversk- an mat, þó svo aö th skamms tíma hafi verið erfheikum háö að fá nauð- synleg krydd og annaö sem th þarf. Álgengast er að matreiða kínverskan mat í þar th gerðri pönnu sem kall- ast wok. Panna þessi er kúpt og dreif- ir hún hitanum hratt og jafnt um pönnuna. íslenska fyrirtækið Alpan framleiðir úrvals Kínapönnur fyrir rafmagnseldavélar og er nauðsynlegt að útvega sér shka pönnu áður en farið er að matreiða Kínamat. Eins og áður sagði hefur th skamms tíma verið örðugt aö fá nauðsynlegt hrá- efni til að matreiða Kínamat. Nú hef- ur verið opnuð sérverslun með krydd og annað th kínverskrar mat- argerðar, Kryddkofinn að Laugavegi lOb. Þar er mikið úrval af kryddi, sósum, olíum, baunum, þurrkuðum ávöxtum og ýmsu því sem nauðsyn- legt er að hafa við höndina þegar lagaðir eru gómsætir Kínaréttir. Kryddkoflnn er í bakhúsi við veit- ingahúsið Asíu við Laugaveg. Versl- unin er aðeins opin eftir hádegi. Egyptalandsferð - Ævintyraheimur Kaíró - Skemmtiferðaskip á Níl - Baðstrandardvöl við Rauðahafið - Pýramídar - Gull og grafir faraóanna - Stórkostlegustu söguminjar ver- aldar - Fagurt landslag og framandi þjóðlíf. Þið njótið frábærrar þjónustu SAS alla leið frá Keflavík til Kaíró. Fimm stjörnu lúxus- hótcl og fallegasta skemmtiferðaskipið á Níl. Takmarkaður sætafjöldi. - Hægt að stansa í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. íslenskur -------------— PIUGFERDIR fararstjóri. W/MJ =■ SOLHRFLUC Vesturgötu 12, símar 620066 og 15331 COMBhCAIVlP COMBI CAMP er traustur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMJP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á fjöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. COMBI-CAIVIP COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariri ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og til afgreiðslu strax. TITANhf TÍTANhf LAGMULA 7 SÍMI 84077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.