Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1990, Blaðsíða 26
 38 Lífestm LAUGARÐAGUR 14. JÚLÍ 1990. Útivist á Austfjörðum: Bakpokaferð á fáfamar slóðir Austfiröir, sem eru af mörgum taldir afar fagrir, eru oftast huldir huga og sjónum Sunnlendinga Ukt og Austfjarðaþokan hggi þar eiiíft yfir. Ferðafélagiö Útivist býður fé- lagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á að kynnast töfrum Austfjarða að Uta gegnum þokuna og ganga um þetta fallega landsvæði dagana 24.-29. júlí. Dýralíf er þama fjöl- breytt og eins eru grös og steinar sem heilla alla sanna náttúmunnendur. Við Blóðbrekkur Ferðin hefst á að farið verður með morgunflugi til Egilsstaða. Þar verð- ur skipt um farkost og stigið upp í rútu sem flytur hópinn gegnum Oddsskarð. Gönguferðin hefst síðan við Blóðbrekkur í hinum gróðursæla Oddsdal þar sem vilUblómin skarta sínu fegursta á þessum árstíma. Ef veður leyfir verður gengið yfir Op fyrir botn HelUsfjarðar, meðfram Vindási og yfir í Víðifjörð. í Sandvík verður tveggja nátta dvöl enda margt að skoða í þessari fyrrum austustu hyggð landsins. Ber þar fyrst að nefna hreindýrin en þó nokkur dýr halda sig í Sandvík árið um kring. í Sandvík Einnig er vert að ganga á Gerpi, austasta tanga landsins en hann er um 660 m hár. Þótt Gerpir sé snar- brattur austanmegin er hann aflíð- andi og auöveldur uppgöngu frá Sandvík. í Sandvík eru nokkrar minjar um búsetu en síðasti bærinn fór í eyði 1946. Hér var stundaður hefðbundinn búskapur enda gras- gefin tún og sæmilegar engjar, einnig var útræði gott enda stutt á miðin. *•> Veðrið í útlöndum HITASTIG í GRÁÐUM -10 ©öa lœgra 0 tll - 5 1 tus 6 V110 11 til 15 1611120 J2pofl . moini Byggt á veöurfréttum Veöurstofu íslands kl. 12 á hádegi, föstudag Sandvík og Barðsnes sem skilur að Sandvik og Norðfjarðarflóa. Þrátt fyrir öll þessi gæði fór víkin í eyði eins og áður sagði og er þar aðallega um að kenna slæmum sam- göngum. Vegna hins háa fjallgarðs, sem umlykur víkina, hafa samgöng- ur óvíða verið erfiðari en í Sandvík og sem dæmi má geta þess að stysta leiðin á millil bæja var yfir Sandvík- urskarð sem er í um 600 m hæð. Eyðibyggð Á íjóða degi verður haldið af stað á ný. Nú verður gengið yfir Gerpis- skarð með viðkomu í Skúmhetti en hann er eitt hæsta íjaU á þessum slóðum, 881 metri yfir sjávarmáli. Eftir þaö verður haldiö niður í Gerp- isdal og þaðan niður í Vöðlavík þar sem slegið verður upp tjöldum. Vöðlavík hét fyrram Krossavík en nafni hennar var hreytt á 17. öld. Vöðlavík svipar nokkuð til Sandvík- ur en er þó öll nokkuð stærri. Hér er heldur engin byggð en nokkrum húsum haldið viö sem sumarhúsum. Á fimmta degi verður farið að eyði- býhnu Krossanesi og verður þá hóp- urinn kominn í mynni Reyðarfjarð- ar. Þaðan göngum við svokallaða Valahjalla og skoðum minjar úr seinni heimsstyrjöld. í stríðinu hrap- aði þar þýsk fjögurra hreyfla flugvél í svartaþoku en þjóðsagan segir að þama hafi gömul völuspá ræst og það að minnsta kosti í annað skiptið. Völuleiði Hið fyrra var þegar Hundtyrkinn ætlaði á skipum sínum inn á Reyðar- Qörð en hreppti þá aftakaveður og villtust skip hans af leið. Bjó vala þessi á Valahjalla í Krossneslandi og á hún að hafa sagt áður en bein henn- ar vora grafin í Völuleiði í Hólma- hálsi aö fjörðurinn skyldi aldrei rændur meðan bein sín væra ófúin. Eftir þessa heimsókn á Valahjalla höldum við að eyðibýlinu Karlsskála þar sem tjaldað verður síðustu nótt- ina. Á sjötta og síðasta degi verður hóp- urinn sóttur í rútu í Karlsskála og dagurinn nýttur vel. Meðal annars verður komið við í Helgustaðanámu á Eskifiröi og Reyðarfirði. Þá verður nágrenni Egilsstaða skoðað ef tími Botn Sandvikur, Skúmhöttur fyrir miðri mynd. vinnst til áður en haldið verður suð- Fararstjóri verður Óh Þór Hilm- ur með kvöldfluginu. arsson. loafjöröur Blöndui ■gilsslaöir Stykkishóli Kirkjubæjarklaustur Ástánd r vega Borgarnea Reykjavlk Hofn Ljósu svæðin sýna vegi sem eru lokaöir alirl umferö þar til annaö veröur auglýst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.