Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 24
Smáauglýsingar - Sími 27022 Afmæli ■ Sumarbústaðir ■ Bátar MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. Til sölu MMC Pajero ’84, allur ný yfir- farinn, bíll í toppstandi. Uppl. í vs. 91-621277 eða hs. 91-678385 eftir kl. 19. Alfa Romeo Spider til sölu, verð 700 þús. staðgreitt eða tilboð. Skipti möguleg, sjón er sögu ríkari. Upplýs- ingar í síma 53969 e.kl. 20. ■ Líkamsrækt Squash - Racquetball. Opið í sumar mánudaga 16-21.30, þri/mið/fim 11.30-13 og 16-21.30. Fös. 16-20. Munið sumarafsl.kortin. Veggsport, Seljavegi 2, s. 19011 og 619011. Táknmál/Myndmál Seljum norsk heilsárshús, stærðir 24-102 fin. Verð frá kr. 1.280.000. Sýn- ingarhús, myndir og teikningar fyrir- liggjandi. Húsin eru samþykkt af Rannsóknast. byggingariðn. R.C. & Co hf„ s. 91-670470 og fax 91-670474. Fax hf. auglýsir til sölu báta til afgr. fýrir 18.08.’90. •Hvalvík 800, lengd 8,10 m, breidd 2,65 m, d. 1,25 m, vél Nogva/Cummins-76 Hk, mæling undir 6 tonn. S. 9246626 frá kl. 20-22. Fax hf. auglýsir til sölu báta til afgr. fyrir 18.08.’90. #Faaborg 32, lengd 10,00 m, breidd 3,60 m, d.rista 1,50 m, vél Nogva/Cummins-115 Hk„ skipti- skrúfa. S. 92-46626 frá kl. 20-22. GMC 3500 High Sierra dísil ’85, 4x4, 60 hásing framan, 14 bolta aftan, 36" dekk, V-8, 6,2 dísil, 72 þús. m, rauður m/hvítu pallhúsi, einstakur bíll. Aðal- bílasalan, Miklatorgi, s. 15014. Við seljum bílana. Merming í hartnær heila öld hafa tákn og myndletur fjariægra og löngu genginna þjóða hrifið vestræna myndhstar- menn. Gauguin vitnaði í táknmál Páskaeyjabúa í myndum sem hann gerði á síðasta áratug 19. aldar og það er ekki ýkja langt síðan þeir A. R. Penck og Keith Haring settu myndir sínar saman á grunni forsögu- legra eða frumstæðra tákna. Ungur íslenskur lista- maður, Halldór Ásgeirsson, vinnur iðulega úr fornum táknum. Klee, Miró og Ernst fóru frjálslega með ýmiss konar myndletur í verkum sínum, sömu sögu má segja um margan bandarískan og franskan expressjónis- tann. Þetta framandlega letur hafði ýmislegt sér til ágætis. Það varð listamönnunum nokkurs konar lyk- iU að öðrum menningarsvæðum sem ekki höfðu fallið fyrir vestrænni „úrkynjun" og firringu, og þar með einnig lykill að upprunalegum „töframætti” listsköp- unar. Þar sem myndletur var í senn mynd „af ‘ einhverju og skrift, hafði það einnig aðdráttarafl fyrir marga djúphyggjumenn meðal myndlistarmanna, sem töldu það geta gefið einhverja vísbendingu um eðli skynjun- arinnar og verkan mannshugans. Samantekt á veruleikanum Þar við bættist huglæg eigind slíks letur, það er að sérhvert tákn innan þess er óhlutstæð eining er bygg- ir á og ber með sér áþreifanlegan veruleika. Yfirlýst markmið afstrakt listamanna var einmitt að draga saman veruleikann í einkaleg en þó læsileg „tákn“. Tákn og myndletur flarlægra þjóða hafa því haft margs konar áhrif á framsetningu og inntak nútíma- listar. Hins vegar hafa nútíma listamenn yfirleitt látið sér í léttu rúmi liggja bókstaflega merkingu þessa tákn- máls en samsamað það öðrum myndrænum þáttum. Enda vænlegra að gera út á viðtekið myndmál heldur en löngu dautt táknmál sem aðeins nokkrir skilja, þó svo skýringar fylgi með. Tilefni þessa íanga formála er auðvitað sýning á 83 málverkum Nínu Gautadóttur að Kjarvalsstöðum. Nína hóf feril sinn með gerð þrívíðra veggmynda úr aðskiljanlegum efnum en sneri sér síðan að málara- list. Hún hefur reynslu af mörgum flarlægum þjóðum, nýtti hana meðal annars í þrívíðum verkum sínum. Híeróglýfur, rúnir & galdrastafir í seinni tíð virðist athygh hstakonunnar hafa beinst í síauknum mæh að myndtáknum, til dæmis hefur hún lagt fyrir sig nám í fomegypskum híeróglýfum. Augsýnilega hefur hún einnig kynnt sér íslenskt rúna- letur og galdrastafi. Tilraunir hennar til að gera sér mat úr þessu táknmáh í myndum sínum hafa hins Friðþjófur Jónsson Friðþjófur Jónsson, Hrafnistu í Reykjavík, áður Hólmgarði 43, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Friðþjófur er fæddur í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í rörlagningum í Iðn- skólanum í Reykjavík 1944 og fékk meistararéttindi 1951. Friðþjófur byrjaði til sjós flórtán ára og var messadrengur á Sterhng 1919-1920 og matsveinn á togurum 1920-1923. Hann var matsveinn og háseti á norskum skipum á Haugasundi 1923-1927 og var á togaranum Nonna og línuveiðurum 1927-1932. Friðþjófur var háseti á Kvöldúlfs- togurunum í Rvík, lengst á Snorra goða 1932-1940, og á togaranum Hugin 1941-1942. Friðþjófur vann sjálfstætt sem rörlagningamaður 1944-1955 og rörlagningamaður hjá Hitveitu Reykjavíkur 1955-1975. Hann hefur starfað mikið í Góð- templarareglunni og Musterisregl- unni og hefur verið umboðsmaður stórtemplars í stúkunni Freyju nr. 213 frá 1984. Friðþjófur kvæntist 27 apríl 1932 Guðrúnu SigurborguKristbjörns- dóttur, f. 25. maí 1910, d. 1 júní 1984. Foreldrar Sigurborgar voru Krist- bjöm Einarsson, starfsmaður Gas- stöðvarinnar í Rvík, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Sonur Friðþjófs og Sigurborgar er Bragi, f. 31. júh 1932, verkstjóri í Straumsvík, kvæntur Svölu Jónsdóttur. Systkini Friðþjófs em: Laugheiður, f. 29. des- ember 1896, d. 28 mars 1984, gift Steinþóri Oddssyni, skrifstofu- manni í Rvík; Árni, f. 27. nóvember 1899, d. 1962, matsveinn í Rvík, kvæntur Guðrúnu Þorsteinsdóttur, og Guðríður, f. 19. júní 1903, d. okt- óber 1972, þema á ríkiskipunum, gift Hans Sigurðssyni, jámsmið í Rvík. Foreldrar Friðþjófs vom Jón Guð- laugsson, f. 18. ágúst 1871, d. 24. júh 1927, skósmiður í Rvík, og kona hans, Kristín Árnadóttir, f. 25. mars 1874, d. 24. mars 1926. Jón var sonur Guðlaugs, b. á Katanesi á Hvalflarð- arströnd, Jónssonar, b. í Bæ í Bæj- arsveit, Magnússonar. Móðir Guð- laugs var Margrét Guðlaugsdóttir, b. í Bæ, Sveinbjamarsonar, bróður Þórðar dómstjóra. Móðir Margrétar var Sigríður Jónsdóttir Bachmanns, prests í Klausturhólum, Hahgríms- sonar Bachmanns, læknis í Bjamar- höfn. Móðir Jóns var Halldóra Skúladóttir, landfógeta Magnússon- ar. Móðir Jóns skósmiðs var Ragn- heiður Sveinbjamardóttir, prests á Staðarhrauni, Sveinbjarnarsonar, hróður Guðlaugs í Bæ. Móðir Ragn- heiðar var Rannveig, systir Bjarna Thorarensens skálds. Rannveig var dóttir Vigfúsar, sýslumanns á Hhð- arenda í Fljótshhð, Þórarinssonar, sýslumanns á Grand í Eyjafirði, Jónssonar, ættföður Thorarensens- ættarinnar. Móðir Rannveigar var Steinunn Bjamadóttir landlæknis Pálssonar og konu hans, Rannveig- ar Skúladóttur, systur Hahdóra. Kristín var dóttir Áma, formanns á Heimaskaga á Akranesi, Vigfús- sonar, b. í Hvammi á Landi, Gunn- arssonar. Móðir Vigfúsar var Krist- ín Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Friðþjófur Jónsson. Vindási, Bjamasonar, b. og hrepp- stjóra á Víkingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar. Móðir Árna var Vigdis Auðuns- dóttir, prests á Stóravöllum, Jóns- sonar. Móðir Kristínar var Guðríð- ur Jónsdóttir, b. á Heimaskaga, Jónssonar og konu hans, Guðríðar Ásbjörnsdóttur, b. í Melshúsum, Erlendssonar, ættföður Melshúsa- ættarinnar. Móðir Guðríðar var Sig- ríður Jónsdóttir, b. í Teigakoti, Jónssonar. Móðir Jóns var Þuríður Jónsdóttir, b. á Ási, Kaparíussonar og konu hans, Kristínar Bjöms- dóttur, systur Snorra, prests á Húsafelh. Friðþjófur tekur á móti gestum í Unufelh 8 í Reykjavík kl. 17-20 á afmæhsdaginn. Jeppi. Til sölu Dodge Ramcharger ’79 (’81), lítur vel út, í toppstandi, nýr blöndungur + pústkerfi, pottþéttar stereogræjur, 6 hátalarar, ath. skipti, skuldabréf. Sími 98-11718. Nína Gautadóttir - „Skjöldur: þú munt ei í sjó far- ast“, akrýl á striga, 1989. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson vegar misheppnast. Að upplagi er Nína ljóðrænn af- straktmálari af franska skólanum, fléttar saman fín- gerðum en þó kjammiklum útlinum og blæbrigðarík- um flötum, þannig að úr verða þokkafullar en ekki ýkja átakamiklar myndir. Ofan á (og í) þennan mynd- grann hefur hún nú stráð híreóglýfum, rúnaletri og galdrastöfum, sem væntanlega er ætlað að auka við innihald verkanna. Formrænt séð verða táknin hins vegar ekki eitt með myndunum, hafa ekki sýnileg áhrif á framvindu í þeim og gera yfirleitt ekki annað en draga athygli frá öðra sem gerist í þeim. Sérstakar skýringar við hverja mynd ítreka aðeins sérstöðu táknmálsins á kostnað myndmálsins. Frágangur á þessum skýringum er hstakonunni heldur ekki til sóma. Þar sem málverk Nínu ganga upp gera þau það þrátt fyrir táknin, sjá nr. 42, 45 og 49, svo og nokkrar smá- myndir í tveimur myndröðum'(10-37 & 57-81). • Sýningu Nínu Gautadóttur að Kjarvalsstöðum lýkur þann 15. ágúst næstkomandi. -AI Fax hf. auglýsir til sölu báta til afgr. fyrir 18.08.’90. #Nordsjö 35, lengd 10,88 m, breidd 3,65 m, d.rista 1,60 m, rúmmmál lestar 12 m3, vél Volvo TMD 70 C-154 Hk. S. 92-46626 frá kl. 20-22. Fax hf. auglýsir til sölu báta til afgr. fyrir 18.08.’90. •Ilvalvík 900, lengd 9,00 m, breidd 3,05 m, d. 1,35 m, vél Beta/Cummins-130 Hk, mæling undir 6 tonn. S. 9246626 frá kl. 20-22. ■ Bílar til sölu VW Golf GTi '86. Með mikilli eftirsjá þarf ég að selja þennan bíl sem ég Jkeypti nýjan. Aðeins ekinn 45 þús. km, hann er í toppstandi að öllu leyti. Búinn aksturstölvu, skyggðum rúð- um, topplúgu, þjófavöm, hágæða út- varps- og segulbandstæki, verð 880 þús. Uppl. hjá Kristínu frá kl. 17-23 í síma 91-32482.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.